Hvernig hugarfar ert þú með?

 

Hugsunarháttur okkar skiptir miklu máli og mótar það hvernig við tölum og annað við aðra. Hugsunarháttur okkar hefur líka með það að segja hvernig við bregðumst við ákveðnum aðstæðum.

Það er svo allgengt að heyra fólk baknaga aðra og gera lítið úr þeim þegar aðrir heyra ekki til þeirra. En þessi aðilar eru þá bara að tala um sjálfa sig. Með þeim dómi sem þú dæmir, munt þú dæmdur verða. Það hvernig við tölum hefur allt með það að gera hvernig við hugsum.

Biblían segir að maður eigi að endurnýja hugarfar sitt. Byrja að hugsa á annan hátt en maður gerði áður. Það sem hefur verið mesta áskorunin fyrir mig í þessu tilviki er að hætta að hugsa bara um sjálfan mig. Þegar hugsanir mínar hætta að snúast eingöngu um mig frá mér til mín að þá er maður komin langt í land með að hafa gott hugarfar.

Biblían segir líka að við eigum að vera með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.  Jesús hafði það hugarfar að gera vilja Föðurins. Jesús sagði ekkert geri ég af sjálfum mér heldur eitt það sem Faðirinn hefur sagt mér að gera.

Hugarfar okkar þegar veikindi koma eða þegar einhver gerir okkur eitthvað hefur líka heilmikið að segja. Það er svo sem ekkert óallgengt að þegar fólk veikist að það fari að vorkenna sjálfum sér. Það er ekkert að því að láta vita að maður sé orðin veikur og þurfi að fá frí í vinnunni eða því sem maður er að gera. En að vera vorkenna sér fyrir það sem komið er fyrir mann er ekki jákvætt. Sagt er að bati frá veikindum hefur 80% með hugarfarið að gera. Ef maður hugsar vel um sig og er ákveðin í að taka hlutunum eins og þeir eru að Þá kemur ekki upp þessi hugsun æ aumingja ég eða afhverju ég? Lífið hefur upp á fullt af hlutum að bjóða sem verða á vegi okkar til að þroska okkur. En það skiptir miklu máli að hugarfarið sé rétt.

Þetta er það sama með hjón. Þau hafa gefist hvort öðru og eiga að hafa hugan hjá hvoru öðru. Það er ekki eðlilegt að fólk sé að hugsa um aðra á kynferðislegan hátt en maka sinn. Þess vegna í því tilviki skiptir það öllu máli hvernig við hugsum um makan og aðra í kringum okkur. Það geta skotist upp freistingar og annað í huga okkar og hugsanir sem við viljum ekki hugsa en það er þitt að velja hvað þú gerir við þessa hugsun. Ef fólk leyfir hugsunum að krassera í hausnum á sér að þá fer það að tala það út og svo framkvæma það. Ef annar makinn hvort sem það er karl eða kona fer að skoða klám á netinu að þá byrjar hugsunarhátturinn að brenglast. Síðan fara hugsanir að skjótast upp í kollinn um ótrúnað, síðan verður þetta talað út og áður en þú veist af ertu farin að halda framhjá maka þínum. Jesús sagði að hugsa girndarlega um aðra væri framhjáhald í hausnum á þér. Jesús er Guð og veit hvað hann segir. Fyrir mér er þetta aðvörun að leyfa ekki svona hugsunum að krassera í hausnum á okkur því það hefur slæmar afleiðingar. Hvaða áhrif hefur það að halda framhjá? Jú það hefur þær afleiðingar að traust tapast, nándin tapast og vináttan kólnar, og þar með kærleikurinn til makans líka og það getur margt annað slæmt fyglt í kjölfarið á þessu.

Að hugsa er ekki bara að leyfa hugsunum að vafra um hausinn á okkur sem skjóast upp. Það sem þú hugsar það ert þú. Það hvernig þú talar það ert þú. Það hvað þú framkvæmir ert þú. En allt byrjar þetta með einni hugsun. Hvernig hugsar þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt að vera með sama hugarfar og Jesú á að hafa verið með... not possible

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Við gerum bara okkar besta og keppumst að því að vera sem líkust honum þótt við séum ekki fullkomin eins og hann. Að keppa að þessu markmiði sýnir bara að maður þarf alltaf að vera á varðbergi og leggja á sig til að breytast meira í hans mynd:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 21.1.2008 kl. 11:44

3 identicon

já sumir vilja meina þetta og aðrir annað

En svo lengi sem maður er heill í viðleitni sinni er maður allavega á réttri braut ...

Það er fátt vera en að ferðast undir fölsku flaggi .....Sem sumir gera ......

En málið er að það skiptir í raun eingu hvað við reynum að sannfæra aðra um þá sér guð allt sem við gerum og dæmir  okkar út frá því

En auðvitað er þetta góðregla 

að gera sitt besta og auðvitað erum við bara mannleg það er það góða við þetta allt saman ...

Bara byrjum uppá nýtt og reynum að læra af mistökum okkar en það er þó full langt gengið ef fólk er alltaf að reyna að læra af sömu mistökum ..

Eða hvað ????

gummi (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Að gera sömu mistökin aftur og aftur er oft óhjákvæmilegt. Veikleikar okkar liggja á misjöfnum sviðum lífs okkar og oftast á þeim sviðum föllum við ef við gætum okkar ekki. Eina leiðin til að vera frjáls frá því er að gefa Guði allt og leyfa honum að hafa stjórnina og leiða Heilögum Anda að leiða sig áfram. En við gerum bara okkar besta...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 21.1.2008 kl. 14:31

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ekki myndi ég vilja hafa sama hugarfar og Jesú.  Annars er alltaf rosalega gaman að lesa skrifin þín, skemmtileg. Greinilega mikill pælari.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.1.2008 kl. 14:46

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir Nanna:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 21.1.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband