Bréf til Eiginmanns og svar til eiginkonunar:)

 

Kæri  eiginmaður.

Ég skrifa þér þetta bréf því ég hef ákveðið að fara frá þér. Ég hef verið þér góð eiginkona í sjö ár án þess að það hafi skilið nokkuð eftir. Þessar síðustu tvær vikur hafa verið algjört helvíti. Það sem fyllti mælinn var þegar yfirmaðurinn þinn hringdi í dag til að segja mér að þú hefðir sagt upp vinnunni þinni!!!!

Hvað varstu eiginlega að hugsa  ?????? Í alvörunni, bara í síðustu viku komstu heim úr vinnu og tókst ekki einu sinni eftir því að ég hafði farið í klippingu. Ég eldaði meira að segja uppáhalds matinn þinn og til að reyna að vekja athygli þína klæddist ég glænýjum sexý náttkjól um kvöldið!!!! Þú hinsvegar komst heim,gleyptir í þig hluta af matnum á innan við mínútu, fórst svo upp í rúm þar sem þú gláptir á fótboltaleikinn í sjónvarpinu eins og þú gerir ALLTAF....áður en þú steinsofnaðir!! Þú ert alveg hættur að segja að þú elskir mig og ert líka alveg hættur að snerta mig! Annaðhvort ertu búinn að vera að halda framhjá mér eða elskar mig hreinlega ekki lengur. Hver sem skýringin er.....þá er ég farin frá þér.

 

Ps. Ekki reyna að hafa upp á mér.....því þú verður bara fyrir vonbrigðum því ég og Halldór bróðir þinn höfum ákveðið að hefja búskap saman.

 

Vertu blessaður.......!

 

Þín FYRRVERANDI eiginkona ! 

 

 

Sagan endar Þó ekki þarna...

 

 

Kæra fyrrverandi eiginkona.

Mig langar að byrja á að segja þér að ekkert hefur glatt mig eins mikið lengi og að fá bréfið frá þér í dag. Það er rétt hjá þér að við höfum jú verið gift í sjö ár en að þú skulir halda því fram að þú hafir verið mér góð eiginkona  þessi sjö ár.....er ansi langt frá sannleikanum verð ég að segja. Rétt skal vera rétt og til að útskýra mína hlið á málunum þá þér að segja  horfi ég svona oft á fótboltann í sjónvarpinu til að losna við þurfa að hlusta á þetta stanslausa röfl í þér út af öllu og öllum! Verst að það virkar ekki eins vel og ég hefði viljað! Og bara svo að þú vitir það þá tók ég VÍST eftir því að þú hafðir farið í klippingu í síðustu viku. En málið var að mér þótti klippingin bara svo misheppnuð og hrikalega ljót enda leistu út eins og karlmaður! Og þar sem móðir mín elskuleg kenndi mér að segja frekar ekki neitt ef maður hefði ekkert fallegt að segja.. ....ákvað ég að þegja! Eitthvað hefur þú svo ruglað mér saman við hann Halldór bróður  þegar þú segist hafa eldað uppáhalds matinn minn því þér að segja hætti ég að borða svínakjöt fyrir rúmum sjö árum síðan !!! Ástæðan fyrir því að ég fór að sofa þegar þú klæddist nýja sexý náttkjólnum þarna um kvöldið var einfaldlega sú að þegar ég sá verðmiðann aftan á náttkjólnum gat ekki annað en velt því fyrir mér hvort það gæti virkilega verið tilviljun að kjóllinn kostaði 3.999 kr. og að Halldór bróðir hafði fengið lánaðan hjá mér 4 þús. kall fyrr um daginn!!!!!! En bara svo að þú vitir það þá elskaði ég þig þrátt fyrir allt og vonaðist til að við gætum reynt að laga það sem farið hafði úrskeiðis í hjónabandinu. Þannig að þegar ég svo uppgötvaði að ég hefði unnið í 572 milljónir í víkingalottoinu í dag ákvað ég að segja upp vinnunni minni og koma þér á óvart með því að kaupa handa okkur tvo miða til Jamaika. En þegar ég kom heim varst þú farin og mín beið bréfið frá þér. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu. Ég vona bara að þú finnir þá fyllingu í þeirri ákvörðun sem þú hefur tekið. Lögfræðingurinn minn hefur tjáð mér að með bréfi þínu hafir þú fyrirgert rétti þínum til lottovinningsins þannig að því miður fyrir þig er hann er alfarið minn.

 

Vona að þú hafir það bara gott í framtíðinni.

 

Já og meðan ég man..........er ekki alveg viss hvort ég sagði þér það nokkurntímann en Halldór bróðir er ekki fæddur Halldór....heldur....Halldóra.

 

Vona að það komi ekki að sök.

 

Með ótrúlega góðri kveðju frá Jamaika....

 

Hinn moldríki og frjálsi FYRRVERANDI eiginmaður þinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahahhahahaha baaaara fyndið. :)

Vilma (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

hehe þetta er svoldið nett sko:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 25.1.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hahha góður

Sædís Ósk Harðardóttir, 25.1.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Tja, óvænt rök sem mæla gegn skilnaði og enn sterkar með því að unnið sé úr hjónabandserfiðleikum

Ragnar Kristján Gestsson, 30.1.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Já þetta gefur það allavegana til kynna:) Enda á Matt.19:6 að vera haft í heiðri þegar það kemur af þessum málum.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.1.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband