Freistingar

Freistingar eru svona áhugavert viðfangsefni til að hugsa um. Hvað er freisting og hvaðan kemur hún. Freisting er eitthvað sem okkar eigin girnd eða þrár reyna fá okkur til að gera. Segju til dæmis manneskja sem er með of mörg aukakíló utan á sér má ekki borða nammi nema einn ákveðin dag í vikunni. Þessi manneskja sér nammi fyrir framan sig einn dag sem ekki má borða. Hún stendur þá frammi fyrir því að falla á því sem hún er að reyna standa sig í eða standa sterk og hafna því að leyfa sér að hugsa um að fá sér nammi.

Mér hefur verið kennt að freistingar koma frá mér sjálfum og því sem ég er veikur fyrir. Það sem er auðvelt fyrir mig að standast getur varla kallast freisting. Biblían segir að það sé mín eigin girnd sem freistar mín. Ég get valið það að koma mér ekki í aðstæður þar sem mín er freistað. Ef ég myndi reykja síkarettur og væri að hætta að þá myndi ég forðast það að kaupa mér pakka eða vera mikið í kringum þá sem eru að reykja. Það myndi auðvelda mér að hætta þar til ég er orðin nógu sterkur til að geta verið í kringum fólk sem reykir. Það er það sama með nammið. Ef ég væri að reyna hafa hemil á nammiátinu í mér að þá myndi ég ekki hanga í sjoppunni allan daginn. Ég myndi forðast það til að freistingin yrði mér ekki yfirsterkari.

En allt þetta byrjar í hausnum á okkur með hugsunum. Ég get ekki ráðið því hvaða hugsunum óvinurinn reynir að skjóta í kollinn á mér en ég get valið það að hafna henni þegar hún kemur upp. Ef ég er ákveðin að leyfa ekki neinni girnd að veltast um í hausnum á mér að þá truflar hún mig ekki. Sumt eigum við erfitt með að standast og annað ekki. Sumu getur maður bara fallið fyrir strax.

En hvað á maður að gera þegar eitthvað er manni um megn? Svarið er einfallt. ‚Ákalla Guð og biðja hann um kraft til að sigrast á þessu. Það er allt í lagi þótt maður biðji Guð 100 sinnum sama daginn um kraft til að standast freistingu. Hann fær ekkert leið á því að hlusta á okkur eða er alldrei busy heldur alltaf online og tilbúin að svara og hjálpa.

Biblían segir að maður sé sæll þegar maður stenst freistingu.

En það er tvennt sem freisting getur alið af sér. Það fer í raun bara eftir þínum viðbrögðum við henni. Ef þú fellur þá brítur það þig niður. En þá er bara að standa aftur upp og reyna halda áfram sínu striki. Ef maður stenst hana þá þroskast maður .

Þetta er alltaf okkar val að hrasa eða þroskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Svo satt hjá þér, þegar maður lendir í freistingum þá er það málið að biðja algóðan Guð um að fjarlæga þetta frá okkur.  En oft hefur maður nú upplifað þetta og það á vissulega alltaf eftir að verða árásir og óvinurinn að reyna að koma að freistingum og öðru.

Sædís Ósk Harðardóttir, 25.1.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sigvarður. Takk fyrir góðan pistill. Við þurfum að gera upp við Guð ef við höfum fallið í einhvers konar freistni. Hef verið að tala við Guðbjörgu frænku á Ísafirð, oft á dag núna að undanförnu. Ég sagði henni að þú værir duglegur að blogga.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.1.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það:) ég var eimitt með unglingastarfið þar 2002-3 og að predika stundum:) ... maður þarf að fara láta sjá sig þarna fyrir vestan:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 25.1.2008 kl. 21:15

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Ég vissi það. Gangi þér vel með allt sem þú tekur þér fyrir hendur í Jesú nafni. Guðs blessun.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það:) God blessing to u2

Sigvarður Hans Ísleifsson, 26.1.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband