Hvernig endurreysti Drottinn samfélagið sem glataðist í Eden?

 

Hvernig endurreysti Drottinn samfélagið sem glataðist í Eden

Sigvarður Halldóruson

 

 

 

 

1Mós 1:26-27

-26- Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni. -27- Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.

 

Guð skapaði okkur í sinni mynd en á hvaða hátt?

 

Jóh 4:24

Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.

 

Biblían segir að Guð sé Andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika. Þar af leiðandi er þetta sú mynd sem við erum lík Guði eða sköpuð í hans mynd og það er andinn sem við erum. Holdið er ekki skapað nákvæmlega eins og Guðs því að fólk er misjafnt í útliti, menn eru, hvítir, svartir, gulir, mjóir, feitir, litlir, stórir, karl og kvenkyn, allir hafa mismunandi hæfileika , fólk er misjafnt eins og það er margt. Þess vegna er það andinn í okkur sem er skapaður í Guðsmynd.

 

Við erum andi, búum í líkama og erum með sál. Við erum sköpuð til þess að vera með Guði. En þegar við erum ekki tengd við hann að þá er andinn í okkur myrkraður eða sofandi. Við erum þannig sé andlega dauð ef við erum fjarri Guði. En Þegar Jesús kemur inn í líf okkar að þá breytist hugsunarháttur okkar. Við förum að hugsa öðruvísi og förum að breytast í þá mynd se við vorum sköpuð til að vera í, Guðsmynd.. verðum líkari Jesú og það á að vera okkar markmið.

 

Tilgangur sköpunar okkar var fimfaldur. Fyrsti tilgangurinn er sá að Guð skapaði okkur í sinni mynd, fyrir sig og sér til ánægju. Það er að segja að þegar Guð skapaði okkur að þá var hann ánægður. Upphaflega átti þetta að vera svona . Við sjáum bara Adam og Evu. Spá í þeim forréttindum sem þau lifðu í Paradís. Þau þurftu ekkert að erfiða og voru í nærveru Guðs. Það talar um það að Guð gekk um í kvöldsvalanum. Síðan þekkjum við þann part þegar þau óhlýðnast Guði. Eva klikkar fyrst og svo Adam með henni. En það sem ég hef oft velt fyrir mér afhverju var Adam ábyrgur fyrir því að þau féllu? Eva klikkaði fyrst. Til þess að skilja þetta að þá verður maður að skilja að Guð er Guð sáttmálans. Fyrsta stofnunin sem Drottinn setti á fót á jörðinni var hjónabandið sem er bundið sáttmála.

 

1Mós 2:24

Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold.

Mal 2:14-16

-14- Þér segið: Hvers vegna? Af því að Drottinn var vottur að sáttmálsgjörðinni milli þín og konu æsku þinnar, er þú hefir nú brugðið trúnaði við, enda þótt hún væri förunautur þinn og eiginkona þín eftir gjörðu sáttmáli. -15- Hefir ekki einn og hinn sami gefið oss lífið og viðhaldið því? Og hvað heimtar sá hinn eini? Börn sem heyra Guði til. Gætið yðar því í huga yðar, og bregð eigi trúnaði við eiginkonu æsku þinnar. -16- Því að ég hata hjónaskilnað segir Drottinn, Ísraels Guð, og þann sem hylur klæði sín glæpum segir Drottinn allsherjar. Gætið yðar því í huga yðar og bregðið aldrei trúnaði.

Matt 19:6

Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.

 

Við sjáum að Drottinn segir að það sem hann hefur tengt saman má ekki sundur skilja, og hann segist líka hata hjónaskilnað. Ef Drottinn hefði aðskilið þau að þá væri hann ekki samkvæmur sjálfum sér. Í hjónabandi er maðurinn höfuð fjölskildurnar og þess vegna var Adam ábyrgur og út frá þessum sáttmála féllu þau bæði. Þó svo að þau hafi rofið sáttmála sinn við Drottinn að þá rífur Drottinn ekki sáttmála sinn við okkur þótt við klikkum. Drottinn segir: Ég skal reynast sannorður þótt sérhver maður sé lygari. Guð bregst alldrei ...

 

Þarna er komin aðskilnaður milli Guðs og manna því að synd er komin í heiminn og Guð getur ekki verið þar sem synd er. Guð varð ekki reiður og fékk ekki þá hugmynd að tortíma Adam og Evu fyrir að hafa óhlýðnast. Hann sagði strax við þau ég mun senda son minn til að bjarga ykkur og endurreysa samfélagið sem rofnaði milli okkar núna.

1Mós 3:15

Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.

 

Þessi orð segir Drottinn við satan sem er andstæðingur Drottins. Drottinn segir við hann, ég mun senda son minn til að sigra þig og ná valdinu aftur á jörðinni. En til að skilja þetta betur að þá gaf Drottinn manninum yfirráð yfir jörðinni. En við syndafallið missti maðurinn það í hendurnar á satan. En Drottinn hafði áætlun að ná valdinu aftur á jörðinni en sú áætlun var opinberuð fram að þeim tíma þar til Kristur kom og Drottinn lék á satan. Ef Drottinn og Satan hefðu verið í skák, að þá hefði verk Jesú á Krossinum á golgata sagt skák og mát.

 

En áður Jesús kom þurfti samt margt að koma fram. Dottinn þurfti að sýna okkur að án hans að þá værum við ekki neitt. Í fysta lagi að þá er Drottinn að undirbúa komu Krists allan tíman þar til hann kemur. En sú leið sem Drottinn valdi til að bjarga okkur kallast blóðsáttmáli.  En það er hægt að skrifa margar bækur um þann sáttmála. En ég set bara fram nokkra punkta um það núna. Blóðsáttmáli er fólgin í því að menn gera með sér samkomulag sem er innsiglað með blóði. Sá sáttmáli er órjúfanlegur. Ef tveir menn gera með sér sáttmála að þá eru þeir skuldbundir hvorum öðrum. Ef annar lendir í vandræðum, segjum tildæmis að annar myndi lenda upp á kant við ákveðna aðila sem ætluðu sér að ganga frá honum. Þá væri sáttmálinn þannig að þeir þyrftu þá að sigra hinn sem gerði blóðsáttmálan líka. Þannig að í stað þess að standa einir að þá standa þeir saman. Ef annar lendir í fjárhagserfiðleikum og hinn á nóg af peningum að þá bjargar hann honum. Þannig sáttmála erum við í núna með Kristi, allt sem við eigum, það á Guð, allt sem hann á það eigum við. Þegar einhver ætlar að gera okkur mein að þá þarf hann fyrst að sigra Guð, en það getur enginn sigrað Guð og það veitir okkur öryggi að vera í sáttmála við skapara himins og jarðar. En þegar einhver ræðst á trúnna okkar eða orð Guðs að þá ber okkur skilda til að verja trúnna og Orð Guðs. Þessi sáttmáli er gerður þannig að báðir aðilar verða að halda við sitt loforð.

 

Drottinn gerði þennan sáttmála við Abraham sem er forfaðir okkar. Út frá því fara hlutirnir að gerast.

 

Drottinn sýnir okkur margt í Orði sínu hvernig hann undirbýr komu sonarins í heiminn og hvernig Faðir hann er og hvernig hann annast börnin sín. Við þurfum bara að líta til eyðimerkurfarar Ísraelsmanna sem stóð yfir í 40 ár. Þeim skorti alldrei neitt, hann sá þeim fyrir  fæði og klæði og skjóli og verndaði þá. Þetta hefur ekkert breyst í dag, við sjáum Föðurhjarta Guðs í gegnum þennan tíma og hvernig hann er í dag því hann hefur ekkert breyst og vill annast okkur líkt og hann gerði í eyðimörkinni.

 

Matt 6:25-27

-25- Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? -26- Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? -27- Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?

Matt 6:33

En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.

 

Biblían segir að við eigum að leita fyrst ríkis Guðs og réttlætis. Og þá mun allt þetta veitast okkur að auki. En mig langar að leiðrétta eina allgenga villu sem menn hafa lesið út úr þessu versi. Menn lesa þetta þannig að ef við leitum Guðs að þá mun allt annað veitast okkur að auki. En það er ekki það sem stendur. Það sem stendur er við leitumst eftir því að lifa réttlátu lífi og treystum á Guð að þá mun allt þetta veitast okkur að auki. En hvað á hann við allt þetta? Jú það sem stendur í samhengi í þessum kafla, fæði, klæði og húsnæði. Þegar við erum með Guði að þá annast hann okkur þar sem við erum börnin hans.

 

Annað sem við sjáum þegar Guð Faðir undirbýr komu sonarins í heiminn. Það er lögmálið og boðorðin 10. Lögmálið var sett fram til að sýna okkur fram á það að við værum ófullkomin og að við þyrftum á frelsara að halda. Það var til að sýna okkur að án Guðs að þá erum við ekki neitt. Það var líka til að sýna okkur fram á það að við værum sek frammi fyrir Guði vegna synda okkar og að við gætum ekki unnið okkur inn vist í himnaríki með okkar eigin verkum. Menn reyndu í langan tíma að fara eftir þessu eins vel og þeir gátu en þeir gátu það ekki. Jesús sagði ef að maður myndi brjóta eitt boðorð að þá væri maður sekur við allt lögmálið.

 

Jesús er sá eini sem hefur fullkomnlega farið eftir lögmálinu. Hann var fullkomin fyrir okkur. Jesús er ekki bara okkar réttlæti , heldur hefur hann endurreyst samfélagið við Föðurinn sem glataðist í Eden. Aðeins í gegnum Jesú Krist að þá getum við komið fram fyrir Föðurinn. Guð var ekki lengur fjarlægur eins og hann hafði verið frá syndafallinu og fram að þeim tíma þar til Kristur fullkomnaði fórnina á golgata. Guð er okkur nálægur og þá má líkja þessu við adsl nettenginu. Við erum sítengd við Drottinn. Allt sem við segjum fer beint upp til hans þótt við séum ekki á bæn og þess vegna þar maður að gæta sín á því hvernig maður talar. Því það þýðir ekki að vera fölsk þegar við höldum að enginn heyri til og vera svo svaka heilagar helgislepjur þegar við komum fram fyrir Föðurinn. Við eigum að vera alltaf eins og tala bara við hann eins og við tölvum við hvort annað, í virðingu og trausti.

 

Við erum sköpuð til að vera í nærveru Guðs og þegar við erum ekki með Guði að þá hugsum við öðruvísi en við vorum vön að gera þegar við lifðum í heiminum. Það er vegna þess að núna lifum við undir áhrifum Heilags Anda og Biblíunar sem er innblásið orð hans.

 

Að reyna lifa lífinu án Guðs má líkja við bát sem siglir út á haf án þess að hafa áttavita og hann veit ekkert hvert hann stefnir eða hver tilgangur hans er.

 

Núna er tækifæri fyrir þá sem hafa ekki gert upp hug sinn að ganga inn í tilgang sköpunar sinnar og til samfélags við Föðurinn í gegnum Jesú Krist. Einu skilyrðin til að eignast þetta samfélag er að fylgja því sem stendur í  Róm 10:9-10

-9- Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. -10- Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

 

Jesús er eina leiðin inn í himininn...

 

Jóh 14:6

Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þakka ljúfan lestur á þessum fagra morgni.

Heiða Þórðar, 21.3.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

mín er ánægjan  gott að þetta geti glatt einhverja

Sigvarður Hans Ísleifsson, 21.3.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband