Brandari dagsins..

þessi brandari er svoldið nettur en mæli með því fyrir viðkvæmar helgislepjur að láta hann eiga sig hahahahaha....

Ég held að eitthvað alvarlegt ami að mér,” sagði Guðmundur við lækninn sinn.
“Annað eistað á mér er orðið blátt á litinn.”
Læknirinn skoðaði Guðmund vandlega og komst að þeirri niðurstöðu að það yrði
að fjarlægja eistað til að bjarga lífi hans.
Læknirinn var þó góða stund að sannfæra Guðmund um nauðsyn þess.

Tveimur vikum eftir aðgerðina kom Guðmundur aftur og sagði skelfdur við
lækninn að nú væri hitt eistað orðið blátt.
“Við neyðumst til að nema það í burtu líka,” sagði læknirinn alvarlegur á
svip. “Annars geturðu dáið.”

Tvær vikur liðu og enn var Guðmundur mættur til læknisins.
“Nú hlýtur eitthvað hryllilega alvarlegt að ama að mér því lillinn er orðinn
kol blár á litinn,” sagði Guðmundur á barmi taugaáfalls.
Læknirinn skoðaði hann vandlega og felldi síðan þann dóm að ef Guðmundur
ætlaði að halda lífi yrði að skera vininn af.
“Hvernig fer ég að því að pissa ef þú skerð hann af,” kveinaði Guðmundur.
“Við setjum bara plastslöngu í staðinn,” sagði læknirinn hughreystandi.
Síðan fór Guðmundur í aðgerðina og allt gekk vel.

Innan nokkurra vikna var hann þó, enn og aftur, mættur á skrifstofu
læknisins. Nú var hann reiðilegur á svip.
“Læknir, plastslangan er orðin blá! Hvað er eiginlega í gangi?”
Læknirinn fórnaði höndum af undrun og tók til við að rannsaka Guðmund.
“Hmmmm,” sagði hann eftir smástund.
“Getur verið að gallabuxurnar þínar láti svona mikinn lit?” 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Sigvarður.

Úff vesalings karlinn búinn að missa allar græjurnar. Þessi var virkilega svínslegur.   
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Góður!!!!

Guðni Már Henningsson, 6.4.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband