Ákvörðun!

Var að velta þessu orði ákvörðun fyrir mér. Þetta er svoldið merkilegt orð því að við erum alltaf að taka ákvarðanir á hverjum degi.

 Á hverju degi ákveðum við það að fara á fætur, við ákveðum hvaða vinnu við sækjum um, við ákveðum hvað við viljum læra í skóla, við ákveðum hverja við kjósum sem vini okkar. Við ákveðum hvort við hofum á sjónvarpið og þá á hvaða sjónvarpsstöð við viljum horfa á. Sumar ákvarðanir eru stórar og aðrar smáar.

 En svo er aftur á móti þessi hugsun er ég að taka rétta ákvörðun?

 Ef mér eru boðnar margar vinnur þá verð ég að ákveða hverja af þessum vinnum ég vel. Allan dagin erum við að taka ákvarðanir. Þess vegna finnst mér þetta orð ákvörðun vera svoldið merkilegt og kom þetta í huga minn áðan þegar ég fattaði það í kringum svona 9-11ára tók ég ákvarðanir sem standa enþá. Ég ákvað að halda með Arsenal sem ég geri enn. Ég ákvað að stiðja Sjálfsstæðisflokkinn sem ég geri enn. Ég ákvað að halda með Ac Mílan í ítölsku knattspyrnunni. Ég ákvað að halda með Real Madrid í þeirri spænsku og þessar ákvarðanir standa enþá.

Árið 1999 ákvað ég að fara í meðferð í fyrsta sinn og sú ákvörðun að hætta drekka stendur enn, en 6 jan voru 8 ár síðan ég fór í meðferð, mína fyrstu og einu en féll eina helgi og stóð aftur upp 9 júlí 2000. 15 janúar 2000 ákvað ég að gefa Jesú líf mitt og það stendur enþá í dag. Ákvarðanir eru mikilvægar og móta líf okkar og stefnu. Þess vegna finnst mér ég þurfa alltaf að hugsa mig vel um áður en ég ákveð eitthvað. Stundum tekur maður ákvarðanir sem maður sér eftir. Ef ákvarðanirnar eru slæmar þá er bara að læra af þeim og gera betur næst;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

15 janúar 2000 hefur þú  tekið góða ákvörðun.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er sannarlega ákvörðun að trúa – og ákvörðun sem ekki á að láta veðrast og visna og gleymast, heldur halda sívakandi með bæn og lestri og með kirkjusókn eða safnaðarlífi og starfi. Margir standa sig að því eftir á að hafa vanrækt trúarköllun sína, tekið hana of léttilega og finna sig á veikara svelli en vera skyldi, þegar bæði freistingar, áföll og missir mæta þeim á vegi lífsins. Höldum fast við þá játningu, sem við guldum Kristi á gæfudegi lífs okkar; ræktum vináttuna við þann dýrmætasta vin ekki síður en við aðra vini okkar. – Guð blessi þig, Sigvarður bloggvinur í Kristi.

Jón Valur Jensson, 11.7.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Líst ljómandi vel á fullt af þessum ákvörðunum en með Sjálfstæðisflokkinn?????

Góða helgi og Guðs blessun.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

sé að þú hlærð að xd hehe.. en sem betur fer hefur fólk ólíkar skoðanir og valmöguleika... :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 12.7.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður.

Ég hef oft kosið Sjálfstæðisflokkinn en nú er ég búin að fá nóg af þeim og það alveg uppí háls en því miður er ekkert betra í boði þannig að kannski skila ég bara auðu næst.   

Sjáum til hvað gerist.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband