Hugleiðing dagsins!

 

Eins og andlit horfir við andliti í vatni svo er hjarta manns gagnvart öðrum. 

Þetta er merkilegur Orðskviður. Opinberunin sem ég hef á hann er þessi, eins og ég er þannig sé ég aðra. Þegar ég tala um aðra þá er ég að lýsa því hvernig ég er . Ef ég tala ílla um aðra þá er ég að auglýsa það að, það sé eitthvað að hjá mér sem ég reyni  að fela með því að vera gera lítið úr öðrum og finna að hjá þeim.

Kærleikurinn er ekki íllur og tekur ekki þátt í baktali eða neikvæðum umræðum. Kærleikurinn talar ekki ílla um neina söfnuði. Kærleikurinn brýtur engan niður. Kærleikurinn tekur ekki frá þér og skilur þig eftir tóma(n). Kærleikurinn sameinar söfnuði , kærleikurinn vill einingu á meðal Guðsbarna og frið og sátt þeirra á milli. Kærleikurinn byggir upp karakter þinn, óttinn fær að víkja úr lífi þínu þegar þú ert upptekin að því að meðtaka kærleika Guðs inn í líf þitt. Kærleikurinn gefur þér hugrekki og öryggi um það að þú sért elskuð persóna sköpuð í Guðs mynd. Kærleikurinn leyfir þér að finna að þú skiptir máli. Kærleikurinn gefur.

Grunnurinn er alltaf sá að meðtaka kærleika Guðs inn í sitt líf og endurspegla hann svo til annara. Því það er sagt að við líkjumst þeim sem við umgöngumst. Allavegana er ég áhrifagjarn og þess vegna vil ég vera undir áhrifum Heilags Anda en ekki heimsins.

En að öðru og það er hugrekki Páls postula. Ég veit ekki hvort fólk hefur velt því fyrir sér hvernig hann byrjar Galatabréfið. Það eru svoldið merkilegir punktar í þessu hjá honum. Hann segir ef einhver predikar ykkur annað fagnaðarerindi en ég, þá sé hann bölvaður, hvort sem það er engill á himnum eða einhver annar. Hver sem er hefði getað sagt þetta. Það sem hinir hafa sagt ykkur það er bara bull og ef þið hlustið ekki á mig að þá eruð þið bara bölvuð. En Páll var ekki með neinar getgátur, hann vissi á hvern hann tryði á og hafði fullvissu í hjarta sínu um þann sannleik sem í því var. Tákn og undur fylgdu líka Páli þegar hann boðaði trúnna.

 En þegar betur er skoðað afhverju hann segir þetta að þá hafði það komið upp að menn voru farnir að blanda einhverju rugli við trúnna og farnir að boða eitthvað annað en frelsisverk Jesú á krossinum og eilíft líf sem við fáum að gjöf með því að veita Kristi viðtöku. Páll útskýrir svo síðar að hann reyndi allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að góðu fréttirnar yrðu sagðar mönnum. Hann gaf sig allan í að reyna útrýma hinum kristnu til að vernda Gyðingdóminn.

Sjálfssagt hefðu margir sagt, vá Guð á eftir að refsa þessum fyrir að gera þetta. En Guð sá kostina í fari Páls óháð því hvað hann var að gera. Líklega hefur Guð hugsað Páll er öflugur að verja Gyðingdóminn, hann mun einnig verða öflugur að verja fagnaðarerindið um Jesú Krist minn son. Best að ég frelsi hann og opinberi mig fyrir honum.

Við sem höfum lesið um frelsun Pálls sjáum það að Páll var að fara myrða börn Guðs en Guð í allri sinni miskunn mætti honum og umbreytti hjarta hans. Guð breytti honum í öflugan hermann sem gerði allt sem hann bað hann um.

Og núna kemur að því hvað það var sem Páll predikaði, hann predikaði Jesú Krist. Páll hét Sál áður en Guð breytti nafninu hans . Nafnið Sál þýðir hinn mesti en Páll hinn minnsti. Þessi breyting á nafngift hans er táknræn fyrir líf hans og hvernig það breyttist. Sál var fremstur manna í lögmálinu og þekkti það fram og til baka. En þegar hann hóf göngu sína með Jesú að þá áleitt hann alla sínu þekkingu og allt sem hann kunni bara vera sorp hliðina á því að þekkja Jesú.

Þetta ætti að kenna okkur það, að það sem skiptir mestu máli er að þekkja Jesú Krist. Öll okkar Guðfræðilega þekking mun ekki skila okkur neinu. Það eina sem skiptir máli er að þekkja Jesú Krist og ganga í hlýðni með honum. Við endi heimsins mun Jesú ekki segja farðu í ystu myrkur heimskingi af því að þú fórst ekki í Biblíuskóla og gerðir svona og svona mikið fyrir mig, eða af því að þú varst alltaf að syndga. Jesús mun segja farið frá mér íllgjörðarmenn því alldrei þekkti ég yður.

Jesús gefur allveg skýra mynd á því að aðalatriðið er að lifa í samfélaginu við hann. Öll Guðfræðileg þekking er góð og það er nauðsynlegt að þekkja Orð Guðs en ef menn fara að taka bókstafinn fram fyrir kraft Heilags Anda og hans leiðsagnar að þá mega þeir éta sinn þura  og máttlausa skít. Ef Heilagur Andi fær ekki að vera drifkrafturinn í lífi okkar að þá er þetta allt saman þungt , þurrt og erfitt.

Allveg eins og bíll þarf smurolíu líkt og bensín að þá þarft þú að taka bensínið þitt í samfélaginu hjá Jesú og leifa Heilögum Anda að vera smurolían sem snýr vélinni svo hún virki vel. Þetta þýðir það að þegar þú lest í orðinu að þá er alltaf best að bjóða Heilagan Anda velkomin að vera með þér og hjálpa þér og opinbera fyrir þér leyndardóma himnaríkis. Páll Postuli fékk opinberun frá himnum því að Heilagur Andi fékk að taka virkan þátt í lífi hans. Þú getur líka fengið opinberanir frá Guði ef þú leyfir honum það.

En að lokum er ein opinberun sem Guð gaf mér: Hver hefur ekki fengið þessa spurningu: Fyrst Guð er svona kærleiksríkur og góður, afhverju leyfir hann þá öllu þessu fólki að fara til helvítis? Einfallt svar eða spurning á móti þeim er þessi. Fyrst Guð er svona kærleiksríkur og góður afhverju ætti hann þá að neiða allt þetta fólk sem ekkert vill með hann hafa til að eyða með sér eilífðinni?

Opinberunin er þessi: Ef Guð hefði skapað manninn með engan valmöguleika til að velja og hafna að þá væri hann ekki kærleiksríkur Guð. Guð skapaði manninn með þann valkost að maðurinn myndi velja það að lifa með honum. Þess vegna er þetta ílla líka til. Þeir sem velja það að fylgja Guði, það eru þeir sem munu lifa með honum í eilífðinni. Þetta snýst allt um val og hvar vilt þú eyða þinni eilífð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Sigvarður

Innlitskvitt.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 11:45

2 identicon

Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:23

3 identicon

Sæll Sigvarður.

Já,er maður ekki alltaf að skoða sjálfan sig.  Ekki veitir af,

Takk fyrir góðan Pistil.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband