Predikun úr kærleikanum Keflavík 16 ágúst 2008

 

Kraftur

Sigvarður Halldóruson

 

Í ritningunni kemur þetta orðið kraftur oft fyrir.  En hvað er það sem kraftur þýðir eiginlega?  Orðið kraftur er líklegast best þýtt sem: Möguleiki eða geta til að geta framkvæmt.

Kraftur hefur mikið með afl og styrk að gera og mátt. Ti þess að útskýra nánar afhverju kraftur þýðir möguleiki eða geta til að geta framkvæmt ætla ég að taka nokkur dæmi.

Ef ég sest upp í nissan micru bíl sem er hinn fínasti bíll og oftast í kringum svona 80 hestöfl sem segir hversu kraftmikill hann er. Ég keyri svo út á tún og sé fullan heyvagn út á túni. Vagninn sjálfur vegur svona 2-3 tonn og heyrúllurnar sem eru 20 stk alls vegur hver svona 700-800 kg. Ég  bakka svo micru að vagninum og reyni svo að taka af stað með vagninn og allar rúllurnar en bílinn á bara enga möguleika og hefur enga getu til að geta framkvæmt þetta verk að færa vagninn á milli staða.

En ég tek svo Massey Ferguson traktor sem er stór og öflugur og bakka honum að vagninum og keyri af stað eins og ekkert. Í þessu tilviki þá hefur Traktorinn möguleika og getu til að draga heyvagninn en ekki micran því hún hefur ekki kraftinn í það.

Post.1:8En þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar."

Biblían segir að við munum öðlast kraft þegar Heilagur Andi er komin inn í líf okkar. Það þýðir það að í dæminu áðan er eins og við breytumst í traktor frá því að vera lítill bíll. Möguleikar okkar og geta til að framkvæma hluti aukast til muna og stórlega.

Fil.4:13Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

New living translation fer vel með þessa þýðingu og útskýrir þetta vers þannig: Allt get ég gert fyrir hjálpa Krists sem gefur mér allan þann kraft(styrk) sem ég þarf.

Þannig að þegar Þú hefur gefið Jesú líf þitt að þá kemur Heilagur Andi inn líf þitt og þá breytist allt. Allt verður einhvern vegin svo miklu léttara. Ég man bara að bænalífið mitt gjörbreyttist þegar ég fór að biðja Heilagan Anda að vinna í gegnum mig.

Ég fór að sjá möguleika til að gera hluti og framkvæma sem ég var ekki áður hæfur til að gera eða hafði enga getu til eða möguleika.

Á ákveðnum tímapunkti uppljóstraðist fyrir mér að þegar ég væri til dæmis að þjóna Guði og væri að reyna gera hlutina samkvæmt hefðum eða á minn hátt eða eins og einhver annar sagði mér að gera að þá var eins og það væri eitthvað svo þurrt og erfitt að gera þetta...

Fil.2:13Því að það er Guð sem verkar í ykkur bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar.

En svo þegar Drottinn opinberaði fyrir mér þetta vers að þá breyttist allt, þetta fór ekki lengur að vera erfitt vegna þess að ég vissi það að ég þyrfti bara að leyfa Heilögum Anda að komast að og nota mig sem sitt verkfæri svo að vilji Guðs yrði framkvæmdur.

Mark.16:17En þessi tákn munu fylgja þeim er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, 18taka upp höggorma og þó að þeir drekki eitthvað banvænt mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur og þeir verða heilir."

Jesús sagði að þessi kraftur myndi tilheyra okkur, kraftur Heilags Anda tilheyrirr okkur. En til að virkja þennan kraft í lífum okkar að þá þarf að nota eina gjöf sem Heilagur Andi hefur gefið okkur og það er tungutal til persónulegrar uppbyggingar sem öllum er gefið.

Bara breytingin á Pétri fyrir og eftir segir okkur nákvæmlega hvernig við breytumst ef við leyfum Heilögum Anda að verka í okkur. Pétur stóð fyrir framan Jesú og sagði að hann myndi alldrei yfirgefa hann og ganga í opin dauða fyrir hann. En Jesús vissi betur og sagði honum að áður en hani galar muntu hafa 3 sinnum afneitað mér. En Pétur var samt ekki á því að þetta yrðir svona sem þó varð. Við heyrum það oft að Pétur afneitaði Jesús, þetta var að sjálfssögðu hræðileg synd, en þó gerð í ótta því hann hafði ekki kraft til að standast það sem var að gerast.

En síðan þegar Heilagur Andi kemur yfir á Hvitasunnudag að þá fer Pétur að tala nýjum tungum og gjörbreytist. Gungan var ekki mikið lengur til staðar, honum hafði opnast dyr og möguleikar og geta til að framkvæma hluti sem hann gat ekki áður gert. Allt í einu var litli hræddi Pétur orðinn hugrakkur og stígur fram fyrir framan þúsundir manna og predikar fyrstur fagnaðarerindið og 3 þúsund manns frelsuðust.

Þetta er ekki bara fyrir Pétur og Pál Postula heldur fyrir hvern þann sem trúir. Það tilheyrir þér að reka út ílla anda. Það tilheyrir þér að tala tungum, það tilheyrir þér að geta tekið upp höggorma, það tilheyrir þér að þótt einhver gefi þér eitthvað bannvænt eitur að þá mun þér ekki verða meint af því, það tilheyrir þér að leggja hendur yfir sjúka svo þeir verði heilir.

Okkur er ætlað að sjá fólk læknast og leysast...

Það er ekki bara svona lækningar oflr sem okkur tilheyrir. Heldur allt það sem var að skemma líf okkar, áfengi, eiturlyf, síkarettur, matarfíkn, klámfíkn, lygi og allir fjötrar sem hafa skaðað líf okkar, hefur ekki lengur tök á okkur því að krafturinn sem í okkur er meiri en veikleikar okkar.

Páll Postuli talar um að máttur Krists fullkomnast í veikleika okkar...

Ef við viljum losna frá fjötrum að þá er eina leiðin að játa að þetta séu veikleikar eða brestir sem við geutum ekki stjórnað sjálf. Þá á ég við að við eigum ekki möguleika í okkar eigin mætti að losna frá þessu. En um leið og við gefumst upp og játum fyrir sjálfum okkur og öðrum að við séum ekki fær um að geta þetta, þá kemst kraftur Guðs að og það er þá sem við öðlumst frelsi.

Lykilinn í öllum 12 sporakerfum er alltaf sá sami, játa vanmátt sinn og trúa því að Guð geti leyst mann og gert mann heilbrigðan að nýju. Þetta þýðir þaða að þegar við leggjum okkar hugmyndir til hliðar og leyfum Guði að komast að þá öðlumst við meira frelsi og meiri kraft í lifum okkar.

Biblían er líka full af leiðbeiningum um það að þegar menn nutu leiðsagnar Guðs að þá vegnaði þeim vel, en um leið og þeir fóru að fara sínar eigin leiðir og töldu sig ekki þurfa á hjálp Guðs að halda eða fóru að óhlýðnast honum og gerðu það sem var rangt í hans augum að þá fór allt að ganga ílla. Þetta er svona ennþá í dag að það er blessun að gera það sem rétt er. Þá á ég við að blessunin er fólgin í hlýðni við Guð og þá kemur aftur að því, að með hjálp Heilags Anda og þess krafts sem í okkur býr er okkur mögulegt að gera það sem rétt er.

Þegar við fáum kraft Heilags Anda inn í lif okkar og virkjum hann , þá er svo margt sem opnast fyrir okkur, feimið og hrætt fólk breytist í hugrakt fólk, fólk sem heldur að það geti ekki orðið edrú eða losnað frá einhverju losnar og verða edrú vegna þess að  Heilagur Andi fær að komast að...

Að reyna ganga gönguna með Guði í eigin mætti er eins og að reyna fara upp á Esjuna á ryðguðu þríhjóli. Það er hægt en það er erfitt og leiðinlegt... Því að þegar við erum mikið í samfélaginu við Guð að þá er afleiðinginn af því að taka sér tíma með Guði gleði, kærleikur og friður. Þegar við sækjumst inn í nærveru Guðs að þá finnum við öryggi og það er friður að finna fyrir öryggi í nærveru Guðs....

Bæn: Kraftur Heilags Anda tilheyrir mér, Krafturinn sem læknar sjúka tilheyrir mér, krafturinn sem reysti Lasarus upp frá dauðum tilheyrir mér, krafturinn sem brýtur alla hlekki og fjötra tilheyrir mér, krafturinn sem Jesús hafði þegar hann gekk um á jörðinni tilheyrir mér. Allt það sem Guð segir að mér tilheyri það meðtek ég nú í Jesú nafni amen...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband