Bakþankar dagsins í dag:)

Það er ýmislegt sem truflar landann þessa dagana. Endalaust tal um kreppu og allir kenna öllum um og helsti sökudólgurinn er Davíð Oddson. Er hann eitthvað meiri krimmi en aðrir? 

Ég hugsa að þau sem létu glepjast af gyllitilboðum um skjótan gróða geti sjálfum sér kennt um hvernig er komið fyrir þeim. Því að við erum sjálf ábyrg fyrir gjörðum okkar. Ég trúi því að það sem þarf að gerast er meiri samstaða innan landsins. En ég er samt á þeirri skoðun að einhver hreinsun Þyrfti að eiga sér stað á Alþingi. Ágætismaður kom með fína lausn á þessu og það væri bara að fjölmenna og henda liðinu út og setja innsigli á húsið.

 Sami maður var á þeirri skoðun að Davíð Oddson gæti ekki skilið neitt rétt, því að hann hefði alla tíð misskilið sjálfan sig. hehehe hef sjaldan hlegið jafn mikið og þegar ég heyrði þetta.

En að allt öðrum punktum. Ég hef verið að lesa svoldið í gamla testamenntinu undanfarið og ætla mér að lesa nýju þýðinguna í gegn frá upphafi til enda. Það sem var sagt að þessi þýðing ætti að vera auðveldari til lesninga. Tvö orð sem koma stundum fyrir eru ekkert sérlega skilmerkileg fyrir ungu kynslóðina í dag og auðveldar ekki lesturinn. Orðin Hégilja og Vangá. Ég heyri alldrei fólk nota þessi orð. En ef maður les í kringum þau að þá er hægt að skilja þau svona nokkurn vegin.

En orðið Héglja kemur fyrir í tímóteusarbréfi. Í 81 þýðingunni hljómar versið þannig: En hafna þú öllum vanheilögum kerlingaævintýrum og æf sjálfan þig í allri guðhræðslu... Sem þýðir: Að hafna því að taka þátt í slúðri, baktali og neikvæðu tali og æfa sig í því að bera virðingu fyrir Guði. Nýja Þýðingin kemur með þetta á þennan hátt að hafna öllum vanheilögum hégiljum. Orðið hégilja kemur með aðra merkingu fyrir þetta vers. því að núna þýðir það ekki lengur að hafna því að taka þátt í neikvæðu tali, baktali og slúðri heldur þýðir það núna að hafna því sem óguðlegt. Afhverju þá ekki að  nota orðið óguðlegt í stað hégilju? það er langtum auðveldara að skilja það.

Orðið vangá kemur svoldið fyrir í 3 Mósebók. Og þá er talað um að syndga af vangá. Ég hef ekki skoðað í orðabók hvað þetta þýðir. En þegar maður les í kringum þetta orð þá fær maður svoldið samhengi í þetta því að það kemur oft fyrir. Og eins og ég skil það ætti það að þýða ómeðvitað eða ekki af ásettu ráði. Í dag er oft talað um að syndga upp á náðina. Þá er átt við að fólk hafi það hugarfar að segja það er allt í lagi að gera þetta því að Guð fyrirgefur mér þetta hvort sem er. Þannig að syndga á þann hátt er ekki það sama og syndga í veikleika eða ómeðvitað.. þannig að syndga af vangá gæti þýtt að syndga í veikleika eða ómeðvitað...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband