Jólin koma á ógnarhraða...

Svo viðrist sem vika í jólin og ekki svo langt síðan manni fannst jólin vera klárast síðast. Eitthvað virðist maður vera seinn að kveikja á perunni þessi jólin eða voða áhugalaus fyrir þessu stressi sem einkennmir oft jólin.

En líklegast fer maður í jólaskapið þegar maður kíkir í skötu hjá mömmu og finnur svo hangikjötslyktina yfirgnæfa ógeðisfýluna af skötunni.

Einhvern tíman trúði maður því að skatan var síuð upp úr hlandi því fýlan var viðbjóður. En núna veit maður sannleikan og er það siður að borða þessi ósköp. En allavegana ætla ég að borða skötu núna í ár.

En maður veltir fyrir sér eftir öll þessi ósköp sem dunið hafa á landanum hvort það verði ekki einhver breyting á þessum jólum og frá því sem var í fyrra. Í fyrra fannst manni jólin einkennast af standpínukeppni og græðgi þar sem menn hugsuðu bara um að gefa sem flottastar gjafir. En hvar var samkendin? Hún var ekki á mörgum stöðum. En eitthvað virðist hafa breyst undanfarna mánuði. Meiri samkend hefur komið og umhyggjan fyrir náungan virðist vera komin aftur. Eflaust segja margir að það sé ljótt af manni að segja að loksins kom stopp á þetta góðæri ef það var einhvern tíman.

Ást á hlutum og fjármagni getur ekkert gert fyrir menn nema skilja þá tóma eftir. Ég fór einu sinni á námskeið varðandi jólakvíða. Oft að þá hefur maður átt leiðinleg jól og þessi tími kannski ekki beint sá skemmtilegasti til að vera til á.

þar sem maður eldist að þá breytist áhugin og sjónarhornið á jólunum. Þetta ár sem ég fór á þetta námskeið að þá lærði maður að láta þessi jól sem voru að baki í gleymskunar haf. Ég ákvað þá að þetta yrðu góð jól og svo varð raunin. Ekki af því að pakkarnir voru svo flottir eða dýrar gjafir voru í þeim. Heldur vegna þess að í fyrsta sinn frá því að maður var barn var öll fjölskildan komin saman og fagnaði jólunum. Að eiga stund með fjölskildunni var dýrmætara en gjafirnar.

Þannig að dýrmætasta gjöfin í ár sem verður ekki metin til fjár er að gefa sér tíma með þeim sem maður þykir vænt um og njóta þess að vera með þeim.

Satt að segja væri manni nákvæmlega sama þótt maður fengi engar gjafir ef hitt uppfylltist. Í gamla daga létu menn sér nægja kerti og spil og verja tíma sínum saman um jólin... En er þá ekki bara að segja við landan back to the basic ;) Jólin snúast um að fagna komu frelsarans í heiminn og eignast ljós í hjarta sínu sem lýsir um eilífð og gefur manni þá hlýju sem maður þarf... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ógeðsleg lýsing á skötunni. Ógeðsleg lykt af siginni grásleppu. Þegar ég var að vinna í saltfisknum þá var öll skata kæst sem kom að landi. Óþefurinn af þessu fannst langar leiðir en það má alveg snæða skötuna með nóg af kartöflum.

Ég vona til Guðs að allir eigi Gleðileg Jól.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband