Efesusarbréfið

hérna kemur smá sem ég var  að þýða um daginn fyrir Kærleikan :)

Efesusbréfið

Tilgangur: Tilgangur Efesusbréfsins var að styrkja hina trúuðu í Efesus í Kristindóminum til að útskýra eðli og tilgang kirkjunar og líkama Krists

Höfundur: Páll postuli

Áheyrendur: Kirkjan í Efesus og allir sem trúa

Bréfið skrifað: Kringum 60 e.f Talið er að Páll hafi skrifað bréfið í Róm þar sem hann sat í fangelsi

Umgjörð: Páll hafði eitt 3 árum með kirkjunni í Efesus og þeim trúuðu sem voru allsstaðar þar i kring. Ávöxturinn af þeim tíma varð sá að Páll var mjög náin kirkjunni í Efesus. Í post.20:17-38 má lesa um fund Páls við öldunga kirkjunar í Efesus við MíletusÞessi fundur var fullur sorgar þar sem Páll trúði því að þetta yrði síðasta sinn sem hann myndi sjá söfnuðinn. Það eru engar tilvitnanir eða nótur sem benda á það að einhver vandamál hafi átt sér stað í kirkjunni í Efesus þegar Páll ritar bréfið.

Efe 1:1-1-1- Páll, að vilja Guðs postuli Krists Jesú, heilsar hinum heilögu, sem eru í Efesus, þeim sem trúa á Krist Jesú.

 

Inngangur: Páll hefur líklega ritað bréfið í þeim tilgangi að bréfið yrði lesið í öllum kirkjum gegnum mismunandi tímaskeið allt til enda veraldar.

 Kirkjur okkar eru misjafnar eins og þær eru margar—leynifundir í heimahúsum;Undir berum himni; Lofgjörð þar sem mikil þjónusta er og yfirflæði af fólki, í sjónvarpi, og stórum byggingum. Byggingar hafa sinn tíma. En Kirkja krists er ekki takmörkuð við 4 veggi, heldur er kirkja Krists fólkið. Af margskonar kynþáttum og þjóðum, sem elska Krist og eru skuldbundin honum til þjónustu, Tími kirkjunar byrjar á Hvítasunnudag (Post.2) Hún fæddist í Jerúsalem. Kirkjan spratt út frá þjónustu Postulana og þeirra sem tóku fyrst trú. Síðan í gegnum ofsóknir í Jerúsalem spratt kirkjan út til allra þjóða. Talið er að þetta hafi verið eina leiðin til að kirkjan dreifði sér frá Jerúsalem. Í þremur trúboðsferðum Páls má sjá stórkostlegan ávöxt og útbreiðslu kirkjunar.

Ein af þekkustu kirkjunum var kirkjan í Efesus.Talið er að kirkjan í Efesus hafi orðið til í kringum 53 e.f.k. Þegar Páll gerði tilraun til að fara til Rómar en snéri svo til baka ári seinna úr sinni þriðju trúboðsferð. Páll dvaldi í Efesus í 3 ár, þar kenndi hann og predikaði með miklum árangri (Post.19:1-20). Á öðrum tíma átti síðan Páll fundinn með öldungum og hann senti Tímóteus til að veita þeim forstöðu. (1.Tím.1:3)  Aðeins örfáum árum síðar var Páll sentur sem fangi til Jerúsalem.Í Róm var Páll heimsóttur af sendboðum ýmisa kirkna, þar á meðal af Týkíus frá Efesus. Páll skrifaði bréfið til kirkjunar og senti það með Týkíus. Bréfið var ekki ritað til andspænis neinum vandamálum. Efesus er bréf hvattningar og hughreistinar. Í bréfinu leggur Páll áherslu eðli eða náttúru þess að vera kirkja, og hann skorar á hina trúuðu til að lifa sem líkami Krists á jörðinni.

Eftir Hlýja kynningu (Efes.1:1-2) ‚Útskýrir Páll eðli líkama Krists (kirkjunar) og þeirri dýrðlegu staðreynd að hinir trúuðu hafa verið baðaðir í náð Guðs (1:3-8) kosin til að vera erfingjar (Efes.1:9-12), mörkuð af Heilögum Anda (Efes.1:13-14), Fyllt krafti Andans (Efes.1:15-23), fresluð frá synd, bölvun og fjötrum (Efes.2:1-10), og færð nær Föðurnum (Efes.2:11-18). Sem hluti af fjölskyldu Guðs stöndum við með spámönnum, postulum, Gyðingum og Kristi sjálfum (Efes.2:19–3:13). Og til að yfirstíga erfiðar hindranir með því að minnast þess alls sem Guð hefur gert fyrir okkur.

Páll skorar á söfnuðinn í Efesus að halda sig í nálægð við Krist og vera honum náin, og brójtast út í lofgjörð sem kemur frá hjartanu. (Efes.3:14-21).Páll leiðir svo athyglina á mikilvægi þess að í líkama Krists (Kirkjunni) ætti að vera eining þar sem börn Guðs er trygg Kristi í því sem þau gera, og að nota gjafir sínar (Efes.4:1-16). Þeir fengu áskorun að lifa lífi sínu á háum standard (Efes.4:17–6:9). Það sem hann átti við að þau myndu hafna girndum holdsins (Efes.4:17–5:20), og sem fjölskyldu þýddi þetta sameigleg markmið og kærleikur (Efes.5:21–6:9).

Páll minnir þau svo á að baráttan sem þau eiga í er ekki við menn af holdi og blóði heldur við andaverur vonskunar og himingeimsins, og að þau ættu að nota andlegu vopn sín í baráttunni. (Herklæðin) (Efes.6:10-17). Hann endar með því að biðja þau um bænir, og umboð Týkíusar, til þess að veita blessun (Efes.6:18-24).Þegar þú lest þetta magnaða bréf til kirkjunar , Þakkaðu þá Drottni fyrir fjölbreytileika og einingu í fjölskyldu hans. Biddu fyrir trúsystkynum þínum um víða veröld að þau mættu færast nær Föðurnum, gefðu þér síðan tíma til að tengjast trúsystkynum þínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband