Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Nauðgun

Einn allvarlegasti glæpurinn er nauðgun. Þetta er ekki bara eitthvað sem lætur konuna líða ílla í smástund heldur eitthvað sem hefur áhrif á þær í langan tíma og sumar ná alldrei að jafna sig.

Einu sinni las ég viðtal í DV við konu þar sem hún lýsti því að nauðgun væri morð á sálinni. Nema að konan þarf að lifa með þessu alla ævi. En karlmönnum er líka nauðgað bæði af konum og öðrum karlmönnum. Þannig að það er kannski betra að skrifa þetta í því samhengi.

Ungur maður sem fer i fangelsi og er nauðgað þar. Hvað er það sem gerist innra með þessum unga manni? Það er eitthvað sem ég get ekki svarað persónulega sjálfur. En kannski er einhver sem þekkir einhvern sem hefur verið nauðgað. Reyndar veit ég um tvo og jafnvel fleyrri sem hafa lent í þessu ef ég hugsa betur út í það. Ég veit allavegana að með annan þeirra er satt. En hvernig er hann? Hann er á kafi í fíkniefnum og var það fyrir en sjálfsvirðing hans hefur verið skemmd.

Það sama er með stelpur sem lenda í nauðgun. Ég veit um sumar stelpur sem líður mjög ílla yfir því og líta niður á sig fyrir það sem gerðist. Sumar missa sjálfsvirðinguna og fara sofa hjá út um allt. Þær halda að ef einhver sýni þeim áhuga kynferðislega að þá séu þær viðurkenndar. En ég veit líka til þess að nauðgun hafi orðið til þess að stelpur vilji taka sitt eigið líf því að þær hata sjálfar sig eftir þennan verknað.

En eru refsingar fyrir svona verknað nógu strangar? Konu sem er nauðgað er jafnvel dáin á sálinni allt sitt líf og þarf að lifa með þessu. En sá sem fremur verknaðinn fær smá refsingu og er svo laus. Er það sanngjarnt að menn fái bara nokkra mán fyrir svona? Ætti ekki að vera margfallt strangari dómur yfir þeim sem slíkt fremja?

Hugleiðing um fyrirgefninguna

 

Matteusarguðspjall hugleiðing um fyrirgefninguna

Matt.6:14Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. 15En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

 

Fyrir sumum að þá hafa þeir haldið að þeir eigi að fyrirgefa öllum áður en Guð getur fyrirgefið þeim. Þessi hugmynd um fyrirgefninguna er lýgi. Og það hún væri ómöguleg í framkvæmd fyrir flesta menn. En hvað eiga þá þessi 2 vers við? Grunnurinn er alltaf sá að Guð hefur fyrirgefið þér. Þeir aðilar sem vilja ekki fyrirgefa eru aðilar sem hafa greynilega ekki meðtekið það að þeim sé fyrirgefið.

Þetta er eins og sagan um manninn sem skuldaði það mikið að þó svo að hann hefði verið alla ævi að vinna fyrir skuldinni að þá hefði hann alldrei getað borgað hana. Konungurinn gefur honum upp skuldina. Maðurinn er frjáls og sér aðila sem skuldar honum bara smotterí. Hann vill ekki gefa þessum manni upp skuldina heldur lætur kasta honum í fangelsi fyrir hana. Þegar konungur heyrir þetta þá lætur hann sækja manninn sem hafði skuldað mikið. Konungurinn spyr hann. Gaf ég þér ekki upp skuld þína? Hann svarar jú konungur þú gafst upp mína skuld. Konungurinn svarar: Bar þér þá ekki einning að gefa upp skuldina við náunga þinn sem þó skuldaði þér mjög lítið? Maðurinn svarar jú konungur: Konungurinn segir við menn sína, farið með hann og varpið honum í fangelsi.

Konungurinn er Jesús. Maðurinn sem skuldaði mikið er við. Synd okkar er það mikil að við getum alldrei greitt fyrir hana. Aðilinn sem við vildum ekki gefa upp skuldina eru þeir sem brjóta gegn okkur.

Ein af skildum náðarinnar er að fyrirgefa öðrum. Þegar við fyrirgefum þá verðum við sjálf frjáls og það er eitthvað sem gerist í lífum þeirra sem við fyrirgefum. Guð fær að komast að í lífum þeirra. Þegar við viljum ekki fyrirgefa þá safnast saman hatur reiði og beiskja innra með okkur,sjúkdómar fara að komast oflr. Þess vegna er alltaf best að velja það að fyrirgefa allveg sama hvað aðrir hafa gert okkur. Við fyrirgefum öðrum það smá sem þeir gera okkur því að okkur hefur verið fyrirgefið mikið.


kosningar í gangi:)

Núna standa yfir kosningar á http://minnsirkus.is     þar er verið að kjósa ýmsa titla. Í fyrra vann ég allavegana titilinn bloggari ársins og er með flest atkvæði núna í þeirri kosningu og búin að vinna titilinn sem vinsælasti bloggarinn 2007...

Sumir myndu eflaust halda að maður væri að monta sig en svo er ekki... ástæðan fyrir þessu er sú að það væri sniðugt að hafa svona kosningar á blog.is líka:)


Föðurýmynd

Hvað er að vera faðir? Ég get ekki sagt að ég hafi haft góða mynd af feðrum sem barn. Og í rauninni var mynd mín af feðrum að þeir væru vondir og refsandi.

Matt.23:9Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum.

Þegar ég las í Biblíunni um að Guð væri faðir okkar að þá þurfti ég að læra hvað það væri að eiga góðan föður. Ég þurfti að læra upp á nýtt að vita hvað Faðir er. Svona til að útskýra málið betur, að þá hef ég átt 2 fósturfeður. Sá fyrri læsti mig inn í skápum og reyndi að drepa mig þegar ég var 4 ára. Sá seinni braut mig mikið niður með orðum og ég forðaðist að umgangast hann og vildi ekki vera heima hjá mér út af honum. Blóðfaðir minn sagði mér að fara í DNA þegar ég frelsaðist.

Á þeim tíma fór ég að læra að líta á Guð sem Faðir. Því að hinir voru ekkert að standa sig í stykkinu. Þetta vers sem er hér fyrir ofan kom þá til mín. Þó svo að þetta talaði til mín á þennan hátt þá. Þá er bókstafleg merking versins önnur. Þetta vers talaði til mín að ég ætti himneskan Föður sem myndi sjá um mig og gefa mér allt það sem ég þarf og aga mig til.

En rétt meining þessa vers er augljós. Því að þegar maður les það í samhengi.

Einn er yðar meistari

1Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: 2„Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. 4Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. 5Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. 6Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, 7láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. 8En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður. 9Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. 10Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. 11Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. 12Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.

set hérna smá úr Comentary úr Ilumina forriti hér til að útskýra þetta nánar en reyndar bara á ensku.

In these words, Jesus described true discipleship. Don’t ever let anyone call you “Rabbi,” did not mean that Jesus refused anyone that title. Rather, this means that a learned teacher should not allow anyone to call him “rabbi” in the sense of “great one.” Why? Because there is only one “Great One,” one teacher, and all rabbis are under his authority. True disciples are united under one authority (all of you are on the same level as brothers and sisters) and do not establish a hierarchy of importance.
Don’t address anyone here on earth as Father does not mean that we cannot use the word for a parent. Again, Jesus was speaking in the context of the rabbi and disciple relationship. Disciples would call their rabbi “father,” and the relationship could be compared to that between a father and son. This command gives the flip side of the first one. While rabbis must not accept homage from disciples, the disciples were not to revere any rabbi or put him on a pedestal.
The third command repeats the first one, but adds the emphasis of the Messiah. All rabbis (all learned teachers) fall under the authority of one master. Jesus, of course, was referring to himself.

Ástæðan fyrir þessari pælingu er einfaldlega vegna þess. Að þó svo að vers þýði ákveðið. Þá megum við alldrei vera það heft að leyfa ekki orðinu að tala til okkar. Það er allt annað að deila því hvernig orðið talar til okkar heldur en að setja fram einhverjar kenningar sem færu þá í flokk sem kallast villukenningar. Því maður má alldrei koma með einhverjar kenningar um eitthvað sem orðið segir ekki.

Orðið talaði til mín á ákveðin hátt um Guð Föður og það er allgjörlega í samræmi við það, hvernig hann hefur opinberað sig fyrir börnum sínum. ( Börn Guðs eru þau sem hafa veit Jesú viðtöku)

En nóg um það...

 


Skiptir máli hvenær hvíldardagurinn er?

Skiptir máli hvenær fólk tekur sér hvíldardag? eða er einn dagur eitthvað réttari en annar? Er laugardagur hinn rétti hvíldardagur?


Stjórnmálahreyfingar og trúarhópar á dögum Jesú

A) Fræðimenn

B) Farísear

C) Saddúkear

D) Selótar

E) Essenar

Fræðimenn: Hlutverk þeirra var að standa vörð um lögmál Móse og kenna það. Þeir störfuðu líka sem dómarar. Lögmálið þekktu þeir út í hörgul og notuðu þeir oft smáatriði til að reyna að klekkja á Jesú sem sakaði þá um að horfa framhjá kjarna málsins.

Farísear: Skipulagður hópur sem átti miklum vinsældum að fagna meðal hinna vinnandi stétta. Enda voru margir þeirra sjálfir iðnaðarmenn. Fjöldi þeirra á dögum Jesú var um 6000. Markmið þeirra var að aðstoða fólk við að fara eftir hinni munnlegu erfðakenningu í daglegu lífi. Þeir voru andsnúnir uppreisn gegn Rómverjum.

Saddúkear: Landeigendur og hefðarfólk - Áhrifamiklir forystumenn í stjórnmálum á dögum Jesú. Þeir stjórnuðu ráðinu (sem réttaði á móti Jesú) og margir þeirra voru prestar. Saddúkear viðurkenndu aðeins hin rituðu lög. Það er Mósebækurnar fimm. Þeir höfnuðu því að líf væri eftir dauðann og deildu um það við Jesú.

Selótar: Harðir andstæðingar Rómverja og beittu valdi ef með þrufti. Sennilega myndu þeir flokkast nú á tímum sem hryðjuverkamenn. Á dögum Jesú var enginn formlegur flokkur selóta, heldur aðeins nokkrir andspyrnuhópar. Einn lærisveina Jesú hafði sennilega verið í flokki selóta og var það Júdas Ískaríot

Essenar: Hópur einsetumanna sem bjó náægt Dauðahafinu. þeir drógu sig út úr samfélagi Gyðinga sem þeir töldu vera spillt. Þó þeirra sé ekki getið í Nýja Testamenntinu. Þá telja margir sérfræðingar að Jóhannes skírari hafi alist upp sem Esseni. Nú eru þeir kunnir fyrir að hafa varðveitt Dauðahafshandritin sem fundust árið 1948.


Fóstureyðingar

Fóstureyðing er , eyðing læknis á fóstri fyrir fæðingu. Það er að segja fóstrið er drepið fyirr ákveðinn tíma.

Um það bil 46 milljón fóstureyðingar eiga sér stað á hverju ári um heiminn. 126 þús á dag, 87 hverja mínútu og 3 á 2 sekúndnafresti.

Meðaltalið er 1 fóstureyðing á hverja konu í heiminum.

Í sumum þróunaríkjum er fóstureyðing samþykkt sem grundavallaraðferð til að stjórna barnsfæðingum. Þá er átt við svo að fjölgunin verði ekki of mikil.

kærulausar eða óvandaðar fóstureyðingar valda því að 80 þús mæður látast á ári hverju á heimsvísu.

Hér um bil eiga sér stað 6.4 milljón fóstureyðingar á ári í Ameríku.

Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi tala er á Íslandi en ég held að meðaltalið séu 4-5 fóstureyðingar á dag sem er annsi hátt hlutfall miðað við höfðatölu. Síðan kom það fram í einhverjum rannsóknum að 80% þeirra kvenna sem fara í fóstureyðingu eru konur á háskólastigi og telja það ekki tímabært að eiga börn strax en eru svo flestar komnar á fæðingardeildina aftur innan árs.

Manni finnst það nógu hörmulegt að konur skuli missa fóstur,að þær skuli líka eyða fóstrum og manni blöskarar bara yfir því að þetta skuli yfir höfuð vera leyft, því að lítið líf er kviknað og það fær alldrei tækifæri til að verða fullþroksa og fæðast í þennan heim eins og því var ætlað.

Ég las um draum einnar konur hún lýsir því þar sem hún sér litla líkamsparta á víð og dreif, hún áttar sig á því að þetta eru líkamsleyfar af litlum fóstrum sem fengu alldrei að líta dagsins ljós. Hún lítur á þessar leyfar og heyrir raddir frá þeim ´hrópa á sig, gefðu okkur aftur sálinar okkar, gefðu okkur aftur stolnu árin okkar... þessi draumur er mun meiri en ég setti hann í svona short cut útgáfu.. get sett hann allan inn ef fólk hefur áhuga. Það sem mig langar að segja að ég er alfarið á móti fóstureyðingum. En það sem mig langar til að gera, er að spyrja er einhver kona sem hefur farið í fóstureyðingu eða misst fóstur? mig langar bara að biðja einnar bónar og það er að biðja þig um að segja okkur hvernig þetta hafði áhrif á líf þitt og þig sjálfa persónulega..


Hafa samkynhneigðir skotveiðileyfi á börnin?

Án þess að vera með fordóma út í eitt né neitt þá má öllu ofgera. Mér finnst réttindabarátta samkynhneigðra vera komin út í öfgar. Samkynhneigðir vilja vera viðurkenndir eins og þeir eru. Það er gott og gilt. Enda eiga allir að bera umhyggju hver fyrir öðrum, og bera virðingu fyrir hverjum öðrum, og hafa umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru öðruvísi en við, eða erfiðir einstaklingar.

En þegar börn eru þroskast að þá er allt í lagi að kenna þeim að elska alla jafnt án þess að vera troða samkynhneigðum sögum inn á þau inn á leikskólum. Halda fyrirlestra um kynhegðun samkynhneigðra hjá ómótuðum unglingum sem eru að þroskast. Það er mjög eðlilegt að krakkar beri væntumþykju til hvors annars þótt af sama kyni sé. Maður tekur utan um vini sínar, knúsar þá sem sem segir þeim að maður elski þá eða þyki vænt um þá. Það er vinátta og væntumþykja.

þess vegna finnst mér það rangt ef það er verið að troða þessu inn á börn sem vita varla hvað þau vilja verða. Mér finnst allt í lagi að þau séu frætt um að samkynhneigt fólk sé til og að það þurfi ekki að hafa fordóma. En að segja við börn að þau séu samkynhneigð af því að þau séu ekki skotin í aðila af gagnstæðu kyni. Eða beri tilfinningar til aðila af sama kyni. Tilfinningar til aðila af sama kyni er nú yfirleitt væntumþykja. Unglingar hafa oft óþroskaðar og viðkvæmar tilfinningar og eins og einn skrifaði að þá eru þeir mjög áhrifagjarnir og auðvelt að rugla í tilfinningum þeirra. Oft eru þetta unglingar sem hafa farið á mis við væntumþykju og annað.

Síðan er það skrítið að þessi minnihlutahópur æltast til þess að allir taki mið af þeirra skoðunum. Allt sem þeir vilja á að komast í gegn. Þeir heimta að menn breyti heilli trú til þess að samþykja villu sína og vilja svo ekkert með trúnna gera í mörgum tilfellum. Síðan af því að kristnir menn segja að þetta sé rangt og óeðliegt að þá öskra samkynhneigðir að hinir kristnu séu fordómafullir.

Málið er það að auðvitað á manni að þykja vænt um allt fólk og umbera það eins og það er. En eins og ég las í góðri grein um daginn að þá er umburðarlyndi ekki það sama og samþyki. Ég er á móti því að samkynhneigðir séu að ráðast á börn og brengla tilfinningar þeirra. Börn eiga að fá að vera börn og velja svo sjálf þegar þau hafa aldur til og þroska til að velja og hafna. Samkynhneigðir eiga að hætta að áreita börn og rugla í þeim.

Síðan þegar maður talar gegn þessu líferni þeirra þá fær maður alltaf nóg af skítköstum og talað er um að maður sé fullur af fordómum. En ég las líka í góðri grein þar sem því var varpað fram eru fordómar að hafa skoðun ? Mér finnst það ekki fordómar að hafa skoðun og taka afstöðu með því sem ég trúi á. Samkynhneigðir ættu að virða það að Biblían sem er orð Guðs setur línurnar á siðferði þeirra sem trúa. Vilji þeir ekki sætta sig við þetta og iðrast að þá geta þeir bara stofnað sinn eigin söfnuð og haft sína eigin regnbogapresta og látið þá í friði sem vilja ekkert með þetta hafa.

Samkynhneigðir eiga ekki að vera undanskildir því að bera virðingu fyrir trú annara og þeirri afstöðu sem fólk hefur. Það mun alltaf vera hægt að rífast um þetta. því að sumum þykir þetta eðlilegt og öðrum ekki... skoðanafrelsið á ekki að kafna undir frekjunni í samkynhneigðum..


Íslenskur texti við lagið Majesty

 Í gær þá settist ég niður og festi það á blað sem var búið að hljóma í hausnum á mér á íslensku í hvert skipti sem ég hlustaði á lagið Majesty með Delirious... Ég var lengi búin að ætla að þýða þetta en lét verða af því í gær:) En þetta lag verður svo frumflutt á íslensku í Kærleikanum í Keflavík...

 

Konungur (Hér er ég)
(Martin Smith/Sigvarður Halldóruson

Hér er ég, í auðmýkt frammi fyrir þér konungur.
Hulin þinni náð og svo frjáls.
Hér er ég, meðvitaður um synd mína
Hulin blóði lambsins

Nú ég veit að mesti kærleikurinn er til mín
Síðan þú gafst þitt líf
Hin mesta fórn

konungur, Konungur
Náð þín fann mig eins og ég er
tómhentur, en á lífi í höndum þér
Konungur, Konungur
Kærleikur þinn breytir mér
Í nærveru þinni konungur

Hér er ég í auðmýkt og meðtek þína ást
Fyrirgefið svo sem ég öðrum fyrirgef
Hér ég stend, meðvitaður um ást þína
Helgaður með dýrð og eld

Nú ég veit að mesti kærleikurinn er til mín
Síðan þú gafst þitt líf
Hin mesta fórn


Ljóð:)

Ég fór í U.N.G í gær og þar var tekið lag sem var með nákvæmlega eins byrjun og ljóð sem ég samdi fyrir nokkrum árum. Án þess að fara saka einhvern um þjófnað að þá veit ég til þess að höfundur lagsins var búin að sjá þetta ljóð. En lagið er að engu síður talsvert öðruvísi. Það er bara fyrsta línan sem er eins sem er náttla bara nett;)

en hér kemur ljóðið:)

Til Jesú,

Sigvarður Halldóruson (Guðs gjöf 2004)





Ég var týndur,

enn nú ég fundinn er í þér.

Ég var brotinn,

enn þú læknaðir mig.

Ég var sekur,

enn þú sýknaðir mig.

Ég var blindur,

enn nú ég sé.



Kærleikur þinn,

færir mig til þín.

Gæska þín,

fær mig niður á hnén.



Nú á ég mitt líf í þér,

því þú hefur bjargað mér.

Ég á líf, líf fullri gnægð.



 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband