Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Uppgjör við árið 2007

Þá er síðasti dagur ársins og því að gera upp við árið.

Árið byrjaði ekkert sérlega vel og leiðindamál í gangi eins og Byrgismálið sem maður gat ekki allveg verið laus við afskipti af. En ég tók þátt í því að fletta ofan af Guðmundi í Byrginu og varð sáttur þegar við náðum að taka hann úr umferð svo hann myndi ekki skaða fleyrra fólk. Á þessu ári hef ég unnið til þrennra verðlauna fyrir bloggið á minnsirkus. Þá bæði sem bloggari ársins 2006 og 2007 og síðan vinsælasti bloggarinn. En ég er samt ekkert að nenna að vera þar  mikið lengur. Í Febrúrar var ég svo í viðtali í Mannlíf út af Byrgismálinu en það mál tók sinn toll. En svona til að gefa upp ástæðuna afhverju ég tók þátt í þvi að setja myndbandið á netið af Guðmundi er einföld fyrir mér. Þarna var einstaklingur sem va komin langt út fyrir það sem telst heilbrigt og búin að notfæra sér aðstöðu sína til að misnota einstaklinga og þá konur í kynferðislegum tilgangi.

Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta var sú að einstaklingar risu upp og vitnuðu gegn honum og hann gerði lítið úr þeim og sakaði þá um lygar. Ástæðan fyrir þessu myndbandi var til að sanna að hann væri sekur. En þetta fór samt úr böndunum og á annan hátt en þetta átti að gerast. Þetta hafði líka sínar afleiðingar að ég mátti ekki starfa innan kirkjunar sem ég tilheyri. En þó svo að árið byrjaði ekkert sérlega vel að´þá hefur margt gott gerst á þessú ári. En það sem kom mér þó á óvart að þegar á reyndi hvað það er mikið af fólki sem segist vera kristið en þorir svo ekki að verja trú sína þegar svona áföll koma fyrir. Þannig einstaklinga myndi maður kalla skápakristna og kannski tími á að þeir komi út úr skápnum og láti reka út af sér chicken spirit.  Það er eitt sem maður verður að hafa hugfast þegar svona spillingarmál koma upp að það var ekki trúin sem klikkaði heldur einstaklingur sem notfærði sér trúnna og vann myrkraverk fyrir djöfulinn í skjóli hennar. Guð klikkar alldrei og það er það sem ég er svo þakklátur fyrir að þetta snýst ekki um  mig eða hvað ég get verið klár, þetta snýst um Jesús og hver hann er og hvað hann hefur gert fyrir okkur og hefur fyrir líf okkar.

Fjárhagurinn hjá mér hefur sjalda eða alldrei verið betri og skuldir hafa minnkað til muna og eru nánast orðnar að engu. Ég hef leyft mér að gera hluti nánast í hverjum mánuði sem ég gat ekki leyft mér áður og allt án þess að koma mér í einhverjar skuldir.

En þegar kemur af trúarlífinu að þá hafa verið miklir sigrar þar. Í Upphafi árs tók ég þátt í því að koma U.N.G af stað og fleyrru hefur maður fengið að taka þátt í eins og Kærleikanum sem er í Ármúla. Ég á Baldri Frey og mörgum öðrum mikið fyrir að þakka að leyfa mér að taka þátt í því sem hefur gerst og út frá Kærleikanum hef ég farið að starfa aftur og predika. Mikil vakning hefur átt sér stað síðan við byrjuðum í Ármúlanum og hundruðir frelsast. Bara í okt að þá frelsuðust um svona  300 manns. Mikið af ungu fólki innan skóla og annað gáfu líf sitt til Krists. Meiri eldur hefur komið í kirkjuna sem var orðin hálf sofandi. Þessi vakning byjaði í Júlí við vorum bara svona 20-30 í heimahóp hjá Baldri sem kom reyndar út frá Birni Inga. En síðan sprakk þetta út og á innan við 2 mánuðum vorum við orðin 200 og húsið búið að sprengja utan af sér. En það sem við geðrum var að beina fólki inn í söfnuði þar sem það gæti fundið sitt andlega heimili, enda fórum við af stað í þeim tilgangi að glæða líf í trúarlíf Íslendinga. Marg frábært hefur gerst svo í kjölfarið eins og Bænagangan oflr og mikið gott er framundan. Kærleikurinn stofnaði svo útibú eða nýtt starf í Keflavík. Þar reysti Drottinn upp öflugan hermann hann Gunnar Jóhann sem leiðir kærleikan þar með stakri prýði. Krikjan þar hafði beðið um vakningu og fékk hana. Miklir og góðir hlutir eru að gerast í Keflavík og Drottinn hefur reyst upp marga hermenn þar. Næsta skref er að fara á Akranes og kveikja í liðinu þar. En mig langar líka að fara af stað aftur í trúboðsferðir eins og ég gerði 2005 þá náði ég að fara 15 ferðir. En þá eru ofarlega í huga mínum að heimsækja Ísafjörð og boða trúnna þar, Vestmannaeyjar, Selfoss, Hornafjörð oflr staði. Og þar sem ég er að fá bílprófið mitt aftur í byrjun næsta árs að þá get ég leyft mér að fara meira um landið og hjálpa til en ég hef gert áður.

Markmiðið sem mig langar að ná á næsta ári er að eignast konu sem gengur sama veg og ég:) Fara fleyrri ferðir um landið og hjálpa til við að breiða út trúnna... Ætli ég reikni ekki með því að vera mikið á flakki allt næsta ár og fara svona 1-2 ferðir í hverjum mánuði sem ættu þá að ná á annan tug sem er þannig séð lítið mál... En ég trúi því að næsta ár verði áframhaldandi ár uppskeru og sigurs. Við munum fá að að sjá marga stórkostlega hluti gerast í líkama Krists og marga komast til trúar. Ég trúi því að það sem við höfum séð í haust sé aðeins byrjuninn á miklum og stórum hlutum sem gerast á næsta ári. Árið 2008 verður vakningarárið mikla og ég segi við ykkur prestar farið og byggið stærri kirkjur til að geta tekið við þeim sem munu frelsast... á þessu ári hafa í kringum 1000 manns frelsast en eigum við ekki að setja markmið og segja 5 þúsund á næsta ári sem munu komast til lifandi trúar og síðan allt Ísland í kjölfarið af því.. ÉG ætla að spá því kotmótið verði með fjölmennustu útiáhátíðum um verslunarmannahelgina og á komandi árum orðin sú lang stærsta... 


Hvað er hjónaband?

Þar sem ég fer í brúðkaupi í dag að þá langar mig að skoða það hvað hjónaband er.

1.mós.2:18-24 ...18Og Drottinn Guð sagði: „Eigi er það gott að maðurinn sé einn. Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi.“ 19Drottinn Guð mótaði nú öll dýr merkurinnar og alla fugla himinsins af moldu og lét þau koma fram fyrir manninn til þess að sjá hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldu þær bera. 20Og maðurinn gaf öllu búfénu nafn ásamt fuglum loftsins og dýrum merkurinnar. En hann fann manninum enga meðhjálp við hæfi.
21Þá lét Drottinn Guð djúpan svefn falla á manninn. Og er hann var sofnaður tók hann eitt af rifjum hans og setti hold í þess stað. 22Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu sem hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana til mannsins. 23Þá sagði maðurinn: Loks er hér bein af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal kvenmaður kallast af því að hún er af karlmanni tekin.
24Af þessum sökum yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr með eiginkonu sinni, og þau verða eitt.

Hjónaband er sáttmáli milli karls og konu að gefast hvoru öðru í blíðu og stríðu.

5og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa með konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður. 6Þannig eru þau ekki framar tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja.“

Hjónabandið er gjöf til okkar mannana frá Guði. Hjónabandið er ekki eitthvað sem kom frá einhverri menningu heldur er það áætlun Guðs til okkar mannana að fjölga okkur og vera frjórsöm. Þá talar Biblían um það að hjónabandssængin skal vera óflekkuð. Margir hafa komið fram með þá kenningu að þetta þýði það að fólk megi ekki gera það fyrir giftingu. En skilgreining Guðs á hjónabandi er sú að um leið og þú hefur haft samfarir við aðila að þá eruð þið gift. Þess vegna talar Biblían um það að þegar menn sofa hjá konu að þá verða þeir að taka hana að sér sem eiginkonu sína. En hvað þýðir það þá að hafa óflekkaða hjónasæng?

Svarið er mjög einfallt. Að hafa óflekkaða hjónasæng þýðir einfaldlega það að kynlífið er athöfn milli hjóna og þau eiga ekki að leyfa öðrum að taka þátt í henni eða hafa samræði við aðra aðila. Á dögum gamla testamenntisins var það dauðadómur að halda framhjá. Að drýgja hór þýðir að halda framhjá og mér er minnisstætt þegar það átti að grýta hórkonuna fyrir framan Jesú. En hann svararði sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.

Þannig að hjónabandið snýst ekki bara um kynlíf heldur er kynlífið toppurinn á ástinni eins og sagt er. Þegar karl og kona hafa samfarir þá verða þau eitt. Það sem gerist í þessari athöfn að það myndast ákveðin tengsl á milli þessara einstaklinga og í kynlífinu verða þau eitt þar sem þau tengjast saman.

Hvað er þá aðalatriðið í hjónabandi? Mér hefur verið kennt að grunnurinn á alltaf að vera, vinátta, traust og virðing, síðan komi kynlífið. Þannig að gott hjónaband er samband milli 2 einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna saman í því að takast á við lífið eins og það kemur fyrir. Einstaklinga sem treysta hvor öðrum og einstaklingar sem bera virðingu fyrir hvorum öðrum.

Mér hefur líka verið kennt það að helsta þörf konunar að henni sé sýnd ást og hlýja. Helsta þörf karlmannsins er kynlíf. þarna eru 2 ólíkar þarfir sem þarf að uppfylla. Til þess að ég fái mínum þörfum sem karlmaður uppfyllt, þá þarf ég að uppfylla þarfir konunar og sýna henni ást og hlýju.

En samt er eitt sem ég skil ekki við konur, ef maður er góður við þær, þá fara þær í burtu og segja að menn séu væmnir og byrja svo með mönnum sem fara ílla með þær. þetta er svona því miður í mörgum tilvikum. Afhverju konur laðast frekar af skíthælum en mr.niceguy get ég ekki svarað. En eitt er þó víst að hjónabandið er heilagur sáttmáli settur fram af Guði og mun vara meðan lífið er á jörðinni:)


Til hvers erum við til?

Ég veit ekki hvort fólk velti sér mikið upp úr því afhverju það sé til. Eða afhverju er ég hér á jörðinni? Er einhver tilgangur með lífi mínu. Hvað með lífið eftir lífið á jörinni, hvað tekur þá við?

Fyrir mér snýst þetta um að komast af upphafinu. Afhverju er ég til? Jú ég er til því að Guð skapaði mig fyrir sig og til að  lifa fyrir sig. Páll talar um í Gal.2:20 að hann sé krossfestu með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér.

Ég trúi því að Guð hafi skapað mig til samfélags við sig og til að leysa ákveðin verkefni á þessari jörðu. Allir erfiðleikarnir og allt það sem kemur upp á lífinu er bara próf til að gera mig kláran fyrir eilífðina með Guði. Allt sem lífur hefur upp á að bjóða hér á jörðinn getur mótað mig og breytt fyrir fyrir það sem ég á að verða. Hvernig ég bregst við minnstu hlutum getur haft áhrif á mig hvernig ég mótast.

En núna veit ég að Guð vill móta mig eftir sinni mynd. En hvernig geri ég það? Jú með því að eiga samfélag við hann, lesa og biðja og dvelja í nærveru hans. Það sem mótar mig mest og breytir mér er þegar ég fæ að vera í hans nærveru, þá er eins og ekkert annað skiptir meira máli. Ég man eitt sinn er ég gekk í gegnum erfiðan tíma þar sem mér leið eins og hjartað væri rifið í sundur og búið að traðka á því. Þá sá ég það að þegar ég kom inn í nærveru Guðs að þá hvarf allur sársaukinn. Fyrir mér var þetta leyndardómur sem var dýrmætur að uppgvöta. því að það vill engin þjást svona mikið af sorg. En nærvera Guðs breytti öllu. Fyrir mig að eiga samfélag við Guð er ekki bara að lesa og biðja heldur líka dvelja í hans næreru og slaka á.

Þegar uppi er staðið að þá deyr hold mitt.. hvað verður þá um sál mín og andan sem í mér er? Svarið er einfallt fyrir mér. Hvað gerðir þú við það sem Jesús gerði fyrir þig á golgata? Tókstu við gjöfinni sem veitir þér eilíft líf eða fannst þér lífið á jörðinni svona spennandi að þú vildir ekki taka við eilífa lífinu vegna ástar þinnar á eignum eða frama?  Þegar uppi er staðið að þá líður þú undir lok, strit þitt verður að engu, allt sem þú hefur unnið þér inn tilheyrir þér ekki lengur þar sem þú ert ekki framar til á þessari jörð. Predikarinn lýsir þessu vel, við mennirnir erum alltaf að stryta til einskis.

hamingjan er ekki fólkin í því að eiga allt, ´heldur í því að uppfylla þann tilgang sem Guð hefur fyrir líf okkar..


Spes jól

Þá eru jólin komin og flest allir búnir að opna pakkana sína og svona. Ég hef verið það heppinn að hafa alltaf verið í fríi og átti að vera í fríi þessi jól en langaði að prufa vinna þessi jól. Ég sé alls ekkert eftir því að eyða jólunum í að vinna og hjálpa þeim sem minna mega sín. Mér finnst það gefa manni gleði að geta hjálpað öðrum.

Fyrir mér að þá snýst þetta svoldið um að vera ekki bara að hugsa um mig, hvað ég þarf að gera, hvað mig langar í osvfrv. Enda kannski ágæt leið til að komast út úr rassgatinu á sjálfum sér og minnka eigingirnina.

Reyndar verð ég að segja eitt. Það er hugað vel af þeim sem búa á götunni um jólin. Menn hafa aðgang að ýmsum stöðum til að fá að borða og húsaskjól. Meira segja eru aðilar sem gefa þeim gjafir oflr.

En jólin eru líka tími til að vera latur og núna er jóladagur og best að hafa stutt blogg sem jafnvel letihaugarnir nenna að lesa...

Jólahugvekja:)

 

                                                   Jólahugvekja....

                                  Sigvarður Halldóruson undir leiðsögn Heilags Anda.

 

 

 Hann tók á sig þjónsmynd og varð mönnum líkur..........

 

Fil 2:5-11

-5- Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.

-6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.

-7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.

-8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.

-9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,

-10- til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu

-11- og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn.

 

Kjarnin í þessum versum skiptir höfuðmáli þegar talað er um jólin. Því ef við sleppum því að skoða það afhverju Jesús kom og tilgangin með komu hans. Að þá er boðskapurinn snauður og tilgangslaus. Vegna þess að það er ekki á hverjum degi sem barn liggur í jötu og er Guð sjálfur í mannsmynd.

 

Það segir í fyrsta versinu verið með sama hugarfari og Jesús Kristur var. Hugarfar hans var hreint og óflekkað. Þ.e.a.s. að hann var með fullkomið hugarfar. Og hugsaði um það sem gott var. Því að eins og segir í :

 

Mark 10:45.

-45- Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.

 

 

Hugarfar Krists var að leitast eftir því sem Guðs var, vegna þess að hann leitaðist ekki við að gera sinn vilja heldur vilja Föðurins....

 

Við gætum spurt hvað kemur þetta jólunum við hvaða hugarfar Kristur hafði?

 

Vegna þess að hann sýndi auðmýkt og góðvild til annara. Og hvað er það sem við gerum þegar við gefum hvoru öðru jólagjafir. Við erum að sýna góðvild. Og hvað erum við að gera þegar við hjálpum þeim sem minna mega sín við erum að sína góðvild og auðmýkt.... Um hver jól stendur þjóðin saman í því að hjálpa þeim sem sjá sér ekki fært um að hafa það gott um jólin. Þetta er góðvild. Svona hugarfar trúi ég að Kristur vilji að við hjöfum að við séum tilbúin að rétta þeim sem þarnast hjálpar, hjálparhönd.. Og það sem við gerum þegar við komum saman á jólunum er að við gleðjumst öll saman og erum þakklát fyrir það sem Jesús Kristur kom til að gera fyrir okkur.

 

Hann var í Guðsmynd.... Áður enn Jesús kom til jarðarinnar var hann í dýrðinni á himnum.

Jóh 1:1.

-1- Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.

 

 

1Jóh 1:1-3

-1- Efni vort er það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt, það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem vér horfðum á og hendur vorar þreifuðu á, það er orð lífsins.

-2- Og lífið var opinberað, og vér höfum séð það og vottum um það og boðum yður lífið eilífa, sem var hjá föðurnum og var opinberað oss.

-3- Já, það sem vér höfum séð og heyrt, það boðum vér yður einnig, til þess að þér getið líka haft samfélag við oss. Og samfélag vort er við föðurinn og við son hans Jesú Krist.

 

Jesús var í himnum í dýrðinni.. Hugsið ykkur Guð sjálfur kemur fram sem maður takmarkar sjálfan sig og tekur sér bústað í mannslíkama. Jesús upphafði alldrei sjálfan sig hann kom til að gera Guðsvilja. Hann auðmýkti sjálfan sig og varð hlýðin allt til dauða já dauðans á krossi....

 

Við skulum reyna að setja okkur í þá kringumstæður þar sem Jesús fæddist. Lokið augunum og sjáið fyrir ykkur fjárhús, þar eru dýr, kannski hestar, asnar, nautgripir og jafnvel sauðfé. Og þarna eru María og Jósep saman, Jesús er nýfæddur, hann liggur í jötunni sem lítið og saklaust barn. Guð sjálfur sem skapaði himin og jörð er þarna sem lítið og ósjálfbjarga barn. Þið megið opna augun...

 

Við getum svo fært huga okkar 30 ár fram í tíman frá þeim tíma sem Jesús fæðist og hefur þjónustu sýna. Við sjáum það í þessum versum í Filippibréfinu að hann var hlýðinn allt til dauða, já dauðans á krossi. Þar lést hann einum mesta kvalarfulla dauða sem hægt var, svo reis hann upp frá dauðum og sigraði dauða og hel.

 

Við minnumst þess vissulega að Jesús hafi fæðst fyrir um 2000 árum síðan, enn kannski eigum við það til að gleyma afhverju hann kom. Jesús kom til að gefa okkur nýtt líf. Hann kom til að frelsa okkur frá syndum okkar.

 

Jes 9:6-7

-6- Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.

-7- Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu. Vandlæting Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma.

 

mættum við um þessi jól minnast þess að Jesús hafi komið í þennan heim til að veita okkur frelsi og inngöngu inn í dýrð himins. Að hann hafi komið sem sáttarfórn, það sem við gátum ekki gert það gerði hann með dauða sínum á krossinum til þess að við mættum verða heilbrigð og frjáls frá öllum okkar syndum. Og núna í dag erum við frjáls fyrir hans benjar og höfum fengið fyrigefningu synda okkar....


Villa múslima að opinberast?

Þær kenningar hafa gengið á lofti að öll trúarbrögð leiði okkur að sama Guði. En svo tel ég ekki vera. Því að ég trúi því að eina leiðin til himins sé að meðtaka frelsisgjöf Jesú Krists. Og það greinir kristni frá trúarbrögðum,  trúarbrögð snúast um að nálgast Guð með sínum eigin leiðum og betrumbættum lífsstíl og allskonar reglum.

En að múslimatrúnni. Múslimar trúa á Alah og menn segja að það sé sami Guð og við trúum á. En svo er ekki Alah er íllur andi enda er þetta trúarbragð eða Íslam allgjörlega að opinbera íllskuna í sjálfri sér í dag. Þegar þú ferð í lönd sem Íslömsk lög eru í löndum að þá er ótti og kúgun stór þáttur í stjórnarfari þessara landa. Til dæmis hafa konur engin réttindi eins og þær hafa í vestrænum ríkjum. Konur er einskis metnar og eru á sama level og hundar í þessum ríkjum. Þær mega oft á tíðum ekki láta sjást í andlit sit og þurfa að hilja sig með klútum. Konur þar fá heldur ekki að velja sér maka, þær eru gefnar oftast af foreldrum til ákveðina manna og ekkert frjálst val í þessum efnum. Ef kona dirfist að fá sér kærasta og sofa hjá honum þá er hún drepin. Þá er samkvæmt reglum múslima búið að niðurlægja heiður fjölskildurnar. Þá kemur inn þetta svokallaða heiðursmorð. Heiðursmorð er til að ná aftur heiðri fjölskildurnar aftur. Þá ef stúlkan á bræður að þá er einn bróðirinn fengin til að drepa systir sína og því hrottarlegri sem morðið er, því meiri er heiðurinn fyrir fjöslkilduna aftur.

Það myndi þýða lítið fyrir rauðsokkur eða feiminsta að reyna hasla sér völl í svona ríkjum því þær væru bara drepnar eins og skot ef þær væru með einhvern derring. Samkynhneigð fær ekki heldur að þrífast í þessum löndum og eru þessir einstaklingar drepnir ef þeir verða uppvísir af því að vera með aðila af sama kyni.

Menn eru líka hvattir til að frema sjálfsmorð með sprengjum. Ég sá myndband þar sem börn eru kvött til að sprengja sig fyrir Alah sem er íllur andi en Guð í þeirra augum... hérna kemur svo myndbandið af þessu: http://www.msnbc.msn.com/id/21134540/vp/22325787#22325787

Eru menn virkilega svo blindir að sjá það ekki að það er djöflullinn sem stendur á bakvið þessa trú?


Munurinn á viðbrögðum Péturs og Júdas eftir að hafa svikið Jesús

Það sem ég var að velta fyrir mér er munurinn á viðbrögðum Júdasar og Péturs eftir að þeir sviku Jesú.

Jesús vissi það fyrirfram að þeir myndu svíkja hann. En það sem er vert að spá í þessu að oft var talað um Júdas Ískaríot sem glötunarson. Meira segja sagði Jesús berum orðum við Pétur þú munt svíkja mig með því að afneita mér 3 sinnum áður en hani galar. Þrátt fyrir svo einlæga ákvörðun um að ætla standast þessa raun að þá klikkaði hann.

En það sem ég er að spá í er munurinn á viðbrögðum þeirra. Júdas framseldi Jesús og fékk borgað fyrir það. Þegar hann sá hvað hann hafði gert, leið honum ílla og skilaði peningunum sem hann fékk fyrir að svíkja Jesús. Hann fór og hengdi sig því þetta hefur verið það mikið mál fyrir hann að hann hefur ekki getað fyrirgefið sjálfum sér.

Pétur afneitaði Jesús þrisvar sinnum. En það var ekki fyrr en Pétur leit í augu Jesús að hann brotnaði niður í hallargarðinum og hljóp burt og grét beisklega eins og sagt er. Það hefur eitthvað átt sér stað í hjarta Péturs þegar hann leit í augu Jesú sem varð til þess að hann iðraðist. Líklegast hefur hann mætum þvílíkum kærleika að hann hefur brotnað niður.

En það sem ég er að spá, hvað hefði gerst ef Júdas hefði verið í þessum sporum eftir að hann áttaði sig á svikum sínum? Hvað ef Júdas hefði mætt þessu kærleiksríka augnráði Jesú á þessari stundu í hallargarðinum? Ætli hann hefði þá séð fyrirgefningu Krists og iðrast? Þetta er eitthvað sem maður fær víst seint svarað. En ef maður tekur mið að Getsemanegarðinum þar sem hann leiðir hermennina að Jesú til að svíkja hann og kyssir hann svika koss að þá er líklegt að ekki mikið hefði gerst.

En ef maður skoðar þetta út frá því að Júdas áttaði sig ekki á svikum sínum fyrr en eftirá. þá er mjög líklegt að hann hefði iðrast. Ég er viss um að það sem er munurinn á þessum tveim mönnum er að annar fékk að mæta kærleika Guðs eftir svik sín en hinn ekki. En ég þakka Guði fyrir að hafa ekki fengið það hlutverk að vera Júdas... 


Samfélagið við Guð

 

1.kor.1:9Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn.

Köllunn okkar allra númer eitt er að eiga samfélag við Guð. En hvað er það að eiga samfélag við Guð?

Að eiga samfélag við Guð er ekki bara að biðja einhverjar bænir sem við höfum sjálf búið til.

Samfélagið við Guð hefur svo upp á mikið meira að bjóða en við gerum okkur grein fyrir.

Orðið bæn þýðir beiðni. Þegar við biðjum þá komum við fram með beiðnir fram fyrir Guð. En bænin eða samtalið við Guð er samt svo oft bara eintal. Við segjum það sem okkur dettur í hug og förum svo að gera eitthvað annað. Þetta er ekki allveg það sem samfélagið við Guð gengur út. Bænin á að vera samtal milli þín og Guðs sem þýðir það að við þurfum að læra hlusta.

Ef ég tæki dæmi um eintalið að þá væri þetta eins og við færum á kaffihús með einhverjum. Við myndum tala og tala og leyfa hinum aðilanum ekkert að komast að. Síðan þegar við erum búin með okkar að þá erum við bara farinn og aðilinn fær ekkert að segja á móti.

Svona er því miður samfélags fólk við Drottinn oft á tíðum. Þeir aðilar sem biðja á þennan hátt missa af því að Guð vill líka tala við þá. Drottinn hefur ekki bara áhuga á því að hlusta á okkur koma með okkar fram fyrir hann. Hann hefur líka áhuga á því að tala við okkur á móti.

Guð kallar á Samúel

1.Sam.3:1Sveinninn Samúel gegndi nú þjónustu við Drottin undir handleiðslu Elí. Á þessum tíma var orð Drottins sjaldgæft og sýnir fátíðar.
2Einhverju sinni bar svo við að Elí lá og svaf þar sem hann var vanur. Hann var hættur að sjá því að augu hans höfðu daprast. 3Lampi Guðs hafði enn ekki slokknað og Samúel svaf í musteri Drottins þar sem örk Guðs stóð.
4Þá kallaði Drottinn til Samúels og hann svaraði: „Já, hér er ég." 5Hann hljóp síðan til Elí og sagði: „Hér er ég, þú kallaðir á mig." En hann svaraði: „Ég kallaði ekki, farðu aftur að sofa," og Samúel fór að sofa. 6Drottinn kallaði þá aftur: „Samúel!" og Samúel reis upp, gekk til Elí og sagði: „Hér er ég, þú kallaðir á mig." En hann svaraði: „Ég kallaði ekki, sonur minn, farðu aftur að sofa."
7En Samúel þekkti Drottin ekki enn þá og orð Drottins hafði ekki enn opinberast honum. 8Þá kallaði Drottinn til Samúels í þriðja sinn og hann reis upp, gekk til Elí og sagði: „Hér er ég, þú kallaðir á mig." Nú skildi Elí að það var Drottinn sem var að kalla til drengsins. 9Elí sagði því við Samúel: „Farðu að sofa. En kalli hann aftur til þín skaltu svara: Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir." Samúel fór og lagðist fyrir á sínum stað.
10Þá kom Drottinn, nam staðar andspænis honum og hrópaði eins og í fyrri skiptin: „Samúel, Samúel!" Samúel svaraði: „Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir."
11Þá sagði Drottinn við Samúel: „Nú ætla ég að vinna verk í Ísrael sem mun óma fyrir eyrum allra þeirra sem um það heyra. 12Á þeim degi mun ég láta rætast á Elí allt sem ég hef ógnað ætt hans með frá upphafi til enda. 13Ég hef boðað honum að dómur minn yfir ætt hans muni ævinlega standa vegna þess að hann vissi að synir hans lastmæltu Guði og hann kom ekki í veg fyrir það. 14Þess vegna hef ég svarið ætt Elí að aldrei verði bætt fyrir synd hennar, hvorki með sláturfórn né kornfórn."

Við sjáum það í þessum lestri að Drottinn var að kalla á Samúel. Það þurfti að kenna Samúel það,að það væri Drottinn sem væri að kalla á hann. Það þarf líka stundum að leiðbeina okkur í Samfélaginu við Drottinn og benda okkur á hvað orðið segir um samfélagið. Það skiptir miklu máli að læra hlusta. Þegar Samúel vissi að það væri Drottinn sem væri að kalla á hann. Þá hlustaði Samúel og Drottinn talaði til hans.

Núna í dag gæti Drottinn verið að kalla á þitt nafn. Ertu tilbúin að hlusta hvað þinn himneski Faðir hefur að segja við þig?

Stundum er bara gott að setja rólega lofgjörð á og biðja Heilagan Anda að koma og sitja svo eða liggja og hlusta á eftir röddu Drottins og fá að vera inn í nærveru hans.

Þetta er það sem Drottinn vill tala til ykkar í dag, hann vill kenna ykkur að hlusta. En hvernig vitum við að það er Guð sem talar? Þegar Guð talar þá talar hann með friði. En þegar óvinurinn talar þá talar hann með ófriði. Við verðum bara ringluð og vitum ekkert hvað snýr upp né niður þegar kvikyndið reynir að plata okkur.

Fyrirbæn

I. Hvað er fyrirbæn?

A. FYRIRBÆN ER NÁIN SAMVINNA OG SAMKOMULAG VIÐ DROTTINN.

1. Fyrirbæn er innilegt samband. Bæn er skipti af ást eða rómantík. Drottinn talar til okkar og það hreyfir við eða snertir við hjarta okkar.

Og þegar við tölum til baka við Drottinn eða svörum honum þá hreyfir það við eða snertir við hjarta Drottins.Drottinn þráir að koma á djúpu og ástúðlegu samfélagi við okkur. Hann þráir að eiga innilegt samband við okkur, þá er átt við að hann þráir að vera okkur náin. Hann vill að við þekkjum hjarta hans og meira en það, og að við finnum þessu tilfinningu frá hjarta hans, og hann þráir að heyra okkur gráta fyrir þeirri löngun að hjarta okkar verði eins og hans hjarta, að þau slái í takt og að við fáum þessa djúpu löngun í hjarta okkar sem hann hefur, að þær verði okkar. Þetta er samfélag af nánasta stigi sem er mögulegt. Við förum að finna og gera það sem Drottinn finnur og gerir. Jes 62:1.

Sökum Síonar get ég ekki þagað, og sökum Jerúsalem get ég ekki kyrr verið, uns réttlæti hennar rennur upp sem ljómi og hjálpræði hennar sem brennandi blys.

Jes 62:6.

Ég hefi skipað varðmenn yfir múra þína, Jerúsalem. Þeir skulu aldrei þegja, hvorki um daga né nætur. Þér sem minnið Drottin á, unnið yður engrar hvíldar!

 

2. Fyrirbæn er samvinna. Fyrirbænin þýðir það að vilja Drottins verði komið á, á jörðinni.Drottinn starfar ekki sem fjarlægur í samvinnu við maninn út frá hjarta sínu. Fyrirbænin lætur í ljós fullkomið samræmi í samstarfi við brúðina (Kirkjuna). Það er ekkert kröftugra sem hreyfir við hjarta Guðs þannig að hann starfi á jörðinni en grátur brúðar hans, sem þráir að endurspegla þrá Drottins fyrir mennina.

3. Fyrirbæn er samkomulag við Drottinn. Fyrirbæn er samkomulag fyrir því sem Drottinn lofar að gera. Þegar við biðjum Drottinn um að gera það sem hann þráir að gera, þá erum við að lýsa því yfir að hans þrá er góð, og að hans þrá er orðin að okkar þrá .

B.  FYRIRBÆNIN LÆTUR Í LJÓS SKILGREININGU DROTTINS Á ÞVÍ HVAÐ KIRKJA ER.

"...Jes 56:7.

Því að hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir.

"...BÆNIN ER EINNIG GERÐ FYRIR HANN(JESÚS) EILÍFLEGA, og daglega mun hann verða lofaður.

"BIÐJA ÁN ÞESS AÐ STOPPA..."(1Þess 5:17.Biðjið án afláts.)

Þegar við höfum náð þeim grunni að fyrirbænin snýst ekki um það sem við getum gert heldur Guð. Þá förum við að sjá tákn og undur gerast.

Fil.2:13Því að það er Guð sem verkar í ykkur bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar.

Það er Guð sem vinnur verkið í gegnum okkur, Guð hefur áhuga á þér, hann hefur áhuga á því að nota þig til þess að lækna fólk, leysa fólk sem er fast í fjötrum oflr..

En hvernig getuðru öðlast þennan kraft til þess að gera það?

Post.1:8En þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar."

Einu skilyrðin eru að meðtaka Heilagan Anda inn í líf okkar. Síðan þurfum við náttla að kynnast honum og læra þekkja hann. Og hvernig fer maður að því að kynnast Heilögum Anda? Jú með því að bjóða hann velkomin og sækjast eftir að því að dvelja í nærveru hans. Við kynnumst hvoru öðru með því að verja tíma saman. Það sama er með Guð, þú kynnist honum ekki nemaþú takir frá tíma til að verja með honum.

Það er mjög áhugavert að velta þessu fyrir sér. Hvað er svo óvinurinn hræddari við en annað hjá hinum kristnu? Svarið er í rauninni mjög einfalt. Óvinurinn er hræddastur við tungutalið.

 

Tungutalið er sú gjöf sem hann hefur lagt sig sem mest frammi við að koma út úr kirkjunni. En hvað er tungutal? Tungutal er bænamál sem Guð lánar okkur til að byggja okkur upp. Þetta er himneskt bænamál. Okkar mannlegi skilningur er of takmarkaður til að skilja áætlun og vilja Guðs með´líf okkar. Þess vegna lánar hann okkur þetta bænamál.

 

En afhverju er óvinurinn svona hræddur við tngutalið. Það er vegna þess að hann skilur ekki það sem er sagt. Þessi bæn er líka beintenging við Guð eða svona framhjátenging frá öllum skilningarvitum okkar. Það er Heilagur Andi sem biður í gegnum okkur.

 

Það eru til 4 tegundir tungutals.

 

1. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar. Það tungutal er ætlað öllum. Þegar Heilagur Andi kom á Hvítasunnudag að þá kom hann yfir alla 120 ekki bara suma. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar er tungutal sem við höldum út af fyrir okkur sjálf. Páll talar um það að það eigi ekki að tala upphátt tungum fyrir framan aðra nema það sé einhver til að útleggja. Þá á hann við þetta tungutal. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar losar okkur við innsta mótþróan í hjarta okkar og gerir okkur djarfari. Við sjáum bara skýrt dæmi um Pétur. Fyrir Hvítasunnudag þegar hann stendur frammi fyrir þeirri raun að afneita Kristi og svo þegar hann stígur fram í krafti Heilags Anda á Hvítasunnudag. Hver er eiginlega munurinn á Pétri þarna? Fyrir Hvítasunnudag hafði Heilögum Anda ekki enþá verið úthelt yfir alla menn. Þann dag sem Pétur afneitar Jesú er hann í sínum eigin mætti. Hann hafði ekki kraft eða djörfung til að játa Jesú sem Drottinn í þessum raunum. En svo skeður það að Hvítasunnudagur kemur og Pétur sem hafði fengið lyklana af fagnarerindinu stígur fram í krafti Heilags Anda og predikar þar sem 3 þúsund manns gefa líf sitt til Krists. Þetta var ekki sami Pétur og var áður fyrr. Tungutalið gerir okkur líka hæfari í þjónustu í Guðsríkinu. Það er það sem gerðist nákvæmlega við Pétur tungutalið losaði um öll höft hjá honum. Hann var ekki lengur hræddur heldur djarfur í að vitna um Jesú Krist. Hann breyttist úr gungu í hugrakkan mann. Þetta er það sem tungutalið gerir við okkur. Það breytir okkur og gerir okkur hugrökk.

 

2. Tungutal sem birtist á jarðnesku tungumáli. Þetta tungutal kemur þegar útlendingar eru á safnaðarsamkomum og Guð þarf að koma skilaboðum til þeirra. Það hefur komið fyrir að Íslendingur hefur verið á safnaðarsamkomu í Bandaríkjunum. Þar var maður sem stóð upp á samkomunni og talaði reiprennandi íslensku. Íslendingurinn ætlaði svo að fara og tala við þann sem talaði tungum á íslensku. Íslendingurinn byrjar að tala við hann á íslensku en gaurinn skildi ekki upp né niður hvað hann var að segja. Síðan er annað dæmi um þetta tungutal. Einu sinni voru trúboðar í Afríku sem var búið að handtaka. Heilagur Andi sagði einum að tala í tungum og hann talaði í tungum. Síðan sagði Heilagur Andi honum að stoppa, hann stoppar og einn hermaður talar á móti, síðan talar hann aftur tungum og þeim er sleppt. Þarna varð tungutalið til þess að þessir trúboðar þurftu ekki að fara í fangelsi.

 

3. Tungutal til fyrirbæna. Að vera í fyrirbæn er ekki bara að leggja hendur yfir fólk heldur líka að vera í bæn fyrir fólki. Það getur verið að þú sért að biðja fyrir einhverjum og veist ekki allveg hvað þú átt að biðja fyrir þessu einstaklingi en Heilagur Andi veit það. Það hefur komið fyrir að ég hafi vaknað um nótt til að biðja fyrir fólki en ekki allveg vitað hvað það væri sem ég ætti að biðja fyrir. Þá hef ég beðið í tungum því Heilagur Andi veit alltaf hvers á að biðja hverju sinni. Eitt dæmið er að ég vaknaði 3 sinnum upp eina helgina til að biðja fyrir vini mínum. Ég spurði hann um þetta og sagði svo tímasetningarnar. Öll 3 skiptin var hann að taka inn dauðaskammta af eyturlyfjum en þau virkuðu ekki á hann. Annað skitpið er þegar ég var í Biblíuskóla og þetta var á mánudagsmorgni. Á mánudögum var frídagur og þennan morgun ætlaði ég sko að sofa út. En ég vaknaði upp til að biðja fyrir nemendum sem voru að koma frá vopnafirði. Eina sem ég vissi var að biðja um vernd Guðs yfir þau og notaði tungutalið. Ég hafði svo strax samband við þau hvort eitthvað hafði skeð. Það sem skeði var að það var hestur á veginum sem stefndi beint á bílinn en þau höfðu ekki hugmynd hvernig þau komust framhjá hestinum því þetta var á svona vegi sem er við fjall.

 

4. Spámannlegt tungutal. Það er tungutal þar sem einn kemur fyrir framan allan söfnuðinn og talar tungum og síðan annar kemur og útleggur. Biblían segir að ekki tala allir tungum að þá á hún við það í þessu samhengi. Þá á ég við að allir hafa tungutal til persónulegrar uppbyggingar en það er ekki öllum gefið að tala spámannlegt tungutal og útleggja. Spámannlegt tungutal er til að byggja upp söfnuðinn í heild sinni. Þá á ég við að tungutal til persónulegrar uppbyggingar er bara fyrir einstaklinginn sjálfan. En Spámannlega tungutalið til að byggja upp allan söfnuðinn.

 

Við sjáum það að tungutalið gerir gæfumunin í trúargöngu okkar. Þegar við göngum fram í þessari gjöf að þá verður óvinurinn hræddar við okkur. Þess vegna hefur hann haft sig allan við að koma þessu út úr kirkjunni svo að hún verði máttlausari. En ég nota tungutalið mikið og er bara ánægður með að óvinurinn skuli fá niðurgang þegar hinir kristnu ganga fram í þessari gjöf...


2 draumar sem mig dreymdi í nótt

Mig dreymdi 2 skrítna drauma í nótt nema það sem þeir eiga sameigilegt er að ég var á flótta í þeim báðum..

Fyrri draumurinn var svoldið spes. Þar var ég staddur í Byrginu og virtist vera ná í dót sem ég átti þar. Nema í draumnum voru þeir sem voru á staðnum óvinir mínir þá meina ég fjölskilda Guðmundar og örfáir aðilar til viðbótar. Ég þurfti að fela mig í draumnum og lauma mér burt eða flýja. Ég man samt ekki mjög mikið eftir þessum draum nema ég flúði..

Seinni draumurinn var ég upp við strönd og það skall á óveður. Sjórinn byrjaði að láta mjög ílla á stuttum tíma og það mynduðust svona sog á mörgum stöðum. Sjórinn réðist upp á land og fellti mig nokkrum sinnum og sogin reyndu að ná mér. Ég náði alltaf að standa aftur upp og hlaupa burt. Síðan brýst sjórinn enþá meira upp á land og ég þurfti að klifra upp á háan hól og sjórinn alltaf við það að gleypa mig. En ég náði alltaf rétt að sleppa þar til í restina að ég náði að komast í skjól undan óveðrinu


Jólin

Jólin se  eiga að vera gleðileg hátíð fyrir alla menn er það ekki alltaf. Oft er þetta þá tengt minningum frá jólum fortíðar þar sem slæmir hlutir hafa gerst.  Öðrum líður ílla við allari þessari geðveiki og bilun sem fylgir því að halda gleðileg jól. Jólin sem eiga að vera hátíð ljós og friðar eru orðin kapphlaup og standpínukeppni hver gefur flottustu gjafirnar eða hver skreytir mest og bla bla.

Fyrst og fremst eiga jólin upphaf sitt að rekja til sólstöðuhátíðar en var svo breytt í hátíð til að minnast fæðingu frelsarans Jesú Krists. En Jólasveinarnir hafa ekkert breyst með að vera þjófóttir og eru farnir að reyna stela jólunum af Jesú.

Fyrir mér að þá er þessi hátíð komin svo langt út fyrir það sem henni var ætlað að gera. Fyrir mér skipta gjafir engu máli í þessu tilviki. Þær skiptu mestu máli þegar maður var barn. En í dag er það sem skiptir mestu máli að geta komið saman með fjölskildu sinni og átt góðar stundir.

Við erum komin inn í þannig þjóðfélag þar sem fólk vinnur of mikið og reynir of mikið að eignast hitt og þetta og vanrækir börnin sín og leyfir sjónvarpinu að ala þau. Sjónvarpið og tölvur eru ekki eins saklaust og fólk heldur. Vaxandi ofbeldi, klám og hryllingur er orðið daglegt brauð á skjánum og fólk brenglast á því að horfa á þetta ruslfóður.

En aftur að jólunum. Fyrir öllum eru jólin ekki hátíðleg, þeim líður ílla og vilja helst að þessi tími klárist strax. En fyrir mér varðandi slæmar minningar tengdar jólunum að þá snýst þetta um hugarfarið. Í fyrra ákvað ég að í stað þess að hugsa alltaf um hvað þetta er ömurlegur árstími að þá ætlaði ég mér að eiga góð jól. Það reyndist rétt því þetta voru mín bestu jól sem ég man eftir. Þannig að það má breyta hugarfari sínu gagnvart því liðna því það er það sem liðið er..

En núna er tími þar sem allir eru á fullu að versla jólagjafir og eins og ég skrifaði hér fyrir ofan menn oft í keppni hver gefur flottustu og bestu gjöfina... Þó svo að menn geti eitt mjög miklum fjármunum í jólagjafir að þá toppar enginn hin Himneska Föður, því hann gaf það besta sem hægt er að gefa. Hann gaf sinn son til lausnargjalds fyrir okkur. Þannig að jólagjöfin í ár er að meðtaka eilífa lífið í Kristi Jesú og fyrirgefningu syndana...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband