Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Kraftur eða afl

Veit ekki hvort fólk spái mikið í þessu orði, Kraftur, máttur, styrkur eða afl. Við Íslendingar erum heppin að hafa mörg orð til að útskýra hvað kraftur er.

Kraftur er líklegast best útskýrt sem möguleiki til að gera eitthvað eða geta framkvæmt eitthvað. Afhverju það jú vegna þess ef við tökum bíl sem dæmi að þá eru þeir alltaf skráðir með hestöflum. Því meira sem hestaflið er, því meiri er krafturinn í þeim. Því auðveldara er að keyra hraðar vegna þess að þeir hafa aflið til þess.

Ef við setjum Nisan Micru með krók á tún til að reyna draga 20 heyrúllur á þungum vagni sjáum við að bíllinn kæmist ekki einu sinni úr stað því hann hefur ekki aflið til þess að draga þennan þunga og þar með engan möguleika til að framkvæma þetta verk. En ég færi með stóran og öflugan Massey Ferguson út á tún þá færi ég létt með að draga vagninn því að þessi traktor hefði aflið til að framkvæma þetta. Þess vegna er kraftur líklegast best útskýrt sem möguleiki til að geta framkvæmt eitthvað.

Þetta er það sama með kristna lífið. Biblían segir að þegar við meðtökum Heilagan Anda að þá munum við öðlast kraft þegar hann kemur yfir okkur. Það þýðir það að möguleikar okkar til að framkvæma eitthvað munu aukast. En krafturinn liggur í dvala ef hann er ekki virkjaður. Páll segir ap við eigum að glæða náðargjafir okkar. Til þess að virkja kraft Heilags Anda í lífi sínu verður maður að tala tungum svo Heilagur Andi fái að komast að með sinn kraft í lífum okkar,því að okkar skilningur er alltof takmarkaður til að skilja og trúa því sem Guð vill framkvæma í lífum okkar. Þetta er það sama og með eldinn til að halda honum gangandi að þá vantar eldivið og til að halda krafti Guðs gangandi í þínu lífi að þá þarf bænalíf og samfélag við Drottinn

Við sjáum það að þegar við erum í eigin mætti og biðjum fyrir sjúkum að þá gerist ekki neitt, en þegar Heilagur Andi er yfir okkur að þá er kraftur í okkur sem hefur möguleikan til að framkvæma lækninguna. Við í okkar eigin mætti getum ekkert gert en með kraft Guðs innra með okkur opnast margar dyr og margir möguleikar.

Ég er svo heppinn að ég fæ að lifa í þessum krafti. En það gerist ekkert fyrr en ég virkja hann. Páll talar líka um að til að sigrast á girndinni að þá verðum við að fylla okkur af Guði. Hvernig fyllum við okkur af Heilögum Anda öðruvísi en að tala tungum. Ef þú færð fíkn í eitthvað sem er veikleiki hjá þér, prufaðu þá að deyða girndina með því að leyfa Heilögum Anda að biðja í þér sem er tungutalið eða tungumál Andans. Þá færðu kraft til að segja nei við girndina.

Með kraft Guðs innra með mér að þá er mér kleyft að gera margt sem ég gat ekki gert áður, ég hef kraft til að segja nei við áfengi og fíkniefni, ég sem er allgjörlega vanmáttugur gagnvart áfengi og vímuefnum. En Kraftur Guðs gerir mér kleyft að vera edrú og frjáls og til þess að viðhalda edrúmennsku minni að þá verð ég að fá kraft frá Guði á hverjum degi til að vera edrú einn dag í einu og þannig hefur það virkað í rúm 8 ár og virkar enn og mun alltaf virka.

Páll ritar líka allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir, en New Living Translation útskýrir þetta á þann hátt, allt get ég gert fyrir hjálp krists sem gefur mér þann styrk sem ég þarf.

Þegar við erum með Guði og lifum í krafti Guðs að þá opnast möguleikar okkar að geta framkvæmt eitthvað sem við vorum ekki fær um áður


Hvaða hugarfar ert þú með?

 

Hugsunarháttur okkar skiptir miklu máli og mótar það hvernig við tölum og annað við aðra . Hugsunarháttur okkar hefur líka með það að segja hvernig við bregðumst við ákveðnum aðstæðum.

Það er svo allgengt að heyra fólk baknaga aðra og gera lítið úr þeim þegar aðrir heyra ekki til þeirra. En þessi aðilar eru þá bara að tala um sjálfa sig. Með þeim dómi sem þú dæmir, munt þú dæmdur verða. Það hvernig við tölum hefur allt með það að gera hvernig við hugsum.

Biblían segir að maður eigi að endurnýja hugarfar sitt. Byrja að hugsa á annan hátt en maður gerði áður. Það sem hefur verið mesta áskorunin fyrir mig í þessu tilviki er að hætta að hugsa bara um sjálfan mig. Þegar hugsanir mínar hætta að snúast eingöngu um mig frá mér til mín að þá er maður komin langt í land með að hafa gott hugarfar.

Biblían segir líka að við eigum að vera með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.  Jesús hafði það hugarfar að gera vilja Föðurins. Jesús sagði ekkert geri ég af sjálfum mér heldur eitt það sem Faðirinn hefur sagt mér að gera.

Hugarfar okkar þegar veikindi koma eða þegar einhver gerir okkur eitthvað hefur líka heilmikið að segja. Það er svo sem ekkert óallgengt að þegar fólk veikist að það fari að vorkenna sjálfum sér. Það er ekkert að því að láta vita að maður sé orðin veikur og þurfi að fá frí í vinnunni eða því sem maður er að gera. En að vera vorkenna sér fyrir það sem komið er fyrir mann er ekki jákvætt. Sagt er að bati frá veikindum hefur 80% með hugarfarið að gera. Ef maður hugsar vel um sig og er ákveðin í að taka hlutunum eins og þeir eru að Þá kemur ekki upp þessi hugsun æ aumingja ég eða afhverju ég? Lífið hefur upp á fullt af hlutum að bjóða sem verða á vegi okkar til að þroska okkur. En það skiptir miklu máli að hugarfarið sé rétt.

Þetta er það sama með hjón. Þau hafa gefist hvort öðru og eiga að hafa hugan hjá hvoru öðru. Það er ekki eðlilegt að fólk sé að hugsa um aðra á kynferðislegan hátt en maka sinn. Þess vegna í því tilviki skiptir það öllu máli hvernig við hugsum um makan og aðra í kringum okkur. Það geta skotist upp freistingar og annað í huga okkar og hugsanir sem við viljum ekki hugsa en það er þitt að velja hvað þú gerir við þessa hugsun. Ef fólk leyfir hugsunum að krassera í hausnum á sér að þá fer það að tala það út og svo framkvæma það. Ef annar makinn hvort sem það er karl eða kona fer að skoða klám á netinu að þá byrjar hugsunarhátturinn að brenglast. Síðan fara hugsanir að skjótast upp í kollinn um ótrúnað, síðan verður þetta talað út og áður en þú veist af ertu farin að halda framhjá maka þínum. Jesús sagði að hugsa girndarlega um aðra væri framhjáhald í hausnum á þér. Jesús er Guð og veit hvað hann segir. Fyrir mér er þetta aðvörun að leyfa ekki svona hugsunum að krassera í hausnum á okkur því það hefur slæmar afleiðingar. Hvaða áhrif hefur það að halda framhjá? Jú það hefur þær afleiðingar að traust tapast, nándin tapast og vináttan kólnar, og þar með kærleikurinn til makans líka og það getur margt annað slæmt fyglt í kjölfarið á þessu.

Að hugsa er ekki bara að leyfa hugsunum að vafra um hausinn á okkur sem skjóast upp. Það sem þú hugsar það ert þú. Það hvernig þú talar það ert þú. Það hvað þú framkvæmir ert þú. En allt byrjar þetta með einni hugsun. Hvernig hugsar þú?


Hvað er það að tilheyra?

 

Hvað er það að tilheyra einhverju? Fyrir mér er það að vera hluti af einhverju. Ef ég tilheyri fjölskyldu að þá er ég hluti af henni.  En líður manni alltaf eins og maður tilheyri einhvers staðar? Það held ég ekki. Alltaf þegar ég var yngri að þá fannst mér ég vera öðruvísi og tilheyra ekki neins staðar. Mér fannst ég ekki passa inn neins staðar á neinn hátt. Kannski ekki fyrr en ég fór að drekka áfengi að þá fannst mér ég vera eins og hinir. Eða að minnsta kosti í smátíma þar til vínið hætti að virka og dópið tók við og það hætti að virka líka. En hver var þá lausnin? Guð. Ef við höfum verið utangáttar eða týnd eins og sagt er að þá er það svo merkilegt að þegar maður veitir Jesú Kristi viðtöku inn í líf sitt sem Drottinn og frelsara að þá verður maður Guðsbarn. Maður tilheyrir þá Guði og ekki bara Guði heldur nýrri fjöskyldu.

1Kor 12:12

Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur.

Það að tilheyra Guði sem elskar mann án skilyrða er forréttindi. Því að þegar maður fer að þakka Guði fyrir að tilheyra honum og vera hans barn að þá hverfur þessi ótti við höfnun. Því að Drottinn hafnar okkur ekki þótt við séum breysk og klikkum oft ílla á því. Þegar við höfum gefið honum líf okkar að þá lætur hann sér annt um okkur. Og þar sem við tilheyrum kristi að þá agar hann okkur líka. Það að tilheyra Guði þýðir líka það að maður þarf að mótast inn í hans fjölskyldu og finna sitt hlutverk innan líkamans sem er kirkjan. Hver er kirkjan? Það er ég og þú. Það er alltaf gott og allveg nauðsynlegt að eiga sitt andlega heimili sem er söfnuður.

Þetta snýst svoldið um að tilheyra. Þegar unglingar eru að kaupa sér föt og láta klippa sig flott og eiga flottan síma eða eiga hitt og þetta að þá er það oft til þess að reyna tilheyra og vera meðtekin. Ef þú ert ekki svona og hins eigin að þá er þér hafnað eða þú flokkaður eða flokkuð eftir efnahag þínum. En þú þarf ekki að eiga ákveðin föt, eða eignir til að tilheyra Guði. Þú þarft bara að veita Kristi viðtöku inn í hjarta þitt og þá tilheyrir þú Guði. Þetta er bara ein ákvörðun um að fylgja Guði. Guð hafnar engum sem til hans leytar. En það má vera að aðrir hafni þér af því að þú ert ekki eins og þeir. Þannig að ég spyr hverjum tilheyrir þú?


Annasamir tímar

 

Annasamir tímar geta verið hjá öllum. Oft verður álagið mikið og kannski lítill tími fyrir mann sjálfan. En mikið áreiti getur haft þreytandi áhrif á mann. Oft á tíðum verður maður mjög þreyttur. En það er þá það sem skiptir miklu máli að hafa mikin innri styrk og þolinmæði.

Þolinmæði hefur kannski ekki verið minn sterkasti þáttur en eitt sinn taldi ég mig vera höndla þolinmæðina með því að fara með þáverandi konunni í fatabúð þar sem það tók hana 4 klst að finna einar buxur. En slík þolinmæði er allveg góð en þolinmæði gagnvart þeim sem þurfa hjálp og gagnvart því að það sé mikið að gera er það sem þarf. Umburðarlyndi ætti kannski líka heima í þessum pakka, að umbera fólk eins og það er.

En það sem ég ætlaði að hugleiða er hvaðan kemur sá innri styrkur sem maður hefur? Minn innri styrkur kemur frá Drottni. Því að án hjálpar hans væri ég óþolinmóður og ekki að hugsa um neitt annað en sjálfan mig. En þegar maður er með Drottni að þá getur maður fengið allan þann styrk sem maður þarf. 81 þýðinginn segir í Fil.4:13 Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir. En New Living Translation kemur með betri útleggingu á þessu versi. Allt get ég gert fyrir hjálp Krists, sem gefur mér allan þann styrk sem ég þarf.

Drottinn hefur lofað okkur öllum þeim styrk sem við þurfum. En hvernig fáum við þennan styrk frá honum? Með lestri í orðinu og bæn. Þegar það koma annasamir og erfiðir tímar að þá getur maður samt fengið að hvíla í klettinum Jesús. Þegar stormarnir geisa að þá getur maður leitað skjóls hjá Jesú og verið glaður. Þannig að annasamir tímar geta verið tímar sem þroska okkur og hjálpa okkur að taka samfélag okkar við Drottinn á dýpra stig. Að lesa og biðja skiptir öllu máli. En það er ekki alltaf mikill tími til þess að gera það í næði. En það má biðja hvar sem maður er allan sólarhringinn og biðja Drottinn um þann styrk sem maður þarf.

Biblían segir að ungmenni munu þreytast sem reyna sig á eigin styrk og gamalmenni sem reiða sig á Drottinn þeir þreytast ekki. Einn sálmur segir hvaðan  kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar. Jesús hafði alltaf mikið að gera. En hann tók sig samt alltaf frá til að eiga samfélag við Föðurinn. Marteinn Lúther sagði að ef dagurinn framundan væri annasamur að þá myndi hann vakna fyrr og biðja aukalega. Enda gat hann áorkað miklu. Jesús gæti þess stöðuglega að vera í samfélaginu við Föður sinn enda er Jesús sá sem breytti heiminum fyrir 2000 árum síðan og er enn að breyta lífum fólks sem til hans leitar. En hvaðan kemur þinn styrkur? Að það sé mikið að gera er engin afsökunm fyrir því að vanrækja samfélagið við Drottinn.


Allt hefur sinn tíma

 

Allt hefur sinn tíma. Eitt af því sem truflar nútímamanninn er  óþolinmæði. Fólk ætlast til þess að fá skyndilausnir í öllum málum. Bara svona eins og að fá sér skyndikaffi. En í mörgum málum er bara ekki til nein skyndilausn.

Þegar það kemur af því að gefa Guði líf sitt. Að þá er ekki hægt að ætlast til þess að einstaklingar breytist bara 100% á no time. Það gengur alldrei upp. Ávextir þurfa sinn tíma til að vaxa og þroskast. Sama er það með þegar kona gengur með barn. Það tekur 9 mánuði og ekkert sem heitir skyndilausn þar eða skyndimeðganga. Það að þroskast tekur sinn tíma. Það að vaxa og verða fullorðinn hefur sinn tíma.

Þetta er það sama hjá Guði. Einstaklingar sem ganga til samfélags við Drottinn þurfa sinn tíma til að þroskast. Á lífsleiðinni rötum við í ýmiskonar raunir og hindranir sem verða á vegi okkar. Þetta er allt saman til að þroska okkur. Jafnvel freistingar eru settar í veg okkar til að þroska okkur. Í Freistingum höfum við alltaf tvo valmöguleika og það er að þroskast eða falla í freistnina. Þroskinn kemur þegar við stöndumst þær. En til að sigrast á freistingu er best að hundsa þær. Þá er átt við að leiða hugan að einhverju öðru sem því sem freistar okkar.

En þegar maður byrjar að ganga með Guði að þá er það sem skiptir mestu máli er að lesa í Biblíunni og ef það er eitthvað sem maður skilur ekki að þá er bara að vera nógu dugleg(ur) að spyrja sig til um hvað hlutirnir þýða og læra að stúdera og fá sér gott Biblíuforrit. Bænin skiptir líka miklu máli. Til að byrja með biðjum við bara eins og okkur dettur í hug. En þegar við förum að ganga lengra með Guði að þá byrjum við að þroskast og þar af leiðandi bænalífið líka og það verður dýpra.

En til þess að þroskast þá þurfum við þolinmæði. Einstaklingar sem koma til Guðs verða alltaf að fá að vera þeir sjálfir og finna það að þeir eru jafningjar okkar þótt þeir hafi gengið styttra með Guði. En við eigum að hjálpa þeim fyrstu skrefin og hjálpa þeim að þroskast og tengjast í Guðsríkinu. En allt hefur þetta sinn tíma...


Að hafa hugarfar þjónsins

 

Fil 2:5-10

-5- Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.-6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.-7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.-8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.-9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,-10- til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu.

Guð vill að við höfum þetta hugarfar sem Jesús hafði. Jesús upphafði sig alldrei á því að vera Guð. Hann var alltaf að þjóna inn í líf annara. Jesús leit á sig sem þjón. Hann sagðist vera komin til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds. Síðan segir Jesús að sem vill verða mikill skal þjóna öllum. Þetta er allgjörlega í andstöðu við það sem fólk sem tilheyrir heiminum hugsar. Fólk til sig vera mikið ef það hefur marga til að þjóna sér. En í rauninni hefur þetta svoldið að gera með óöryggi í fólki við að þurfa láta vera þjóna sér og fá viðurkenningu frá öðrum.

Þetta er svoldil æfing og áskorun að temja sér þetta hugarfar. Hugarfar þjónsins. Ég hef ekkert alltaf haft svona hugarfar og klikka á því oft og hugsa mest um sjálfan mig. En oft stendur maður frammi fyrir því að leggja sín áform til hliðar og vera tilbúin að starfa fyrir Guð.

Ég man eftir einu svona tilviki. Það kvöld var ég búin að plana að fara hitta eina gullfallega stelpu. En Guð hafði annað plan. Hann setti í veg fyrir mig einstakling sem þurfti að fá lausn inn í líf sitt. Þessi einstaklingur var eins og gangandi lík og var fjötraður í vímuefnum. Hann kom til mín og bað mig um að hjálpa sér. Ég hugsaði með mér í minni eigingirni, oh þarf hann að biðja um hjálp núna, afhverju gat hann ekki bara komið seinna? Ég varð pínu gramur en það var samt kærleikur Guðs sem yfirtók mig til þessa manns. Ég sagði já ég skal hjálpa þér en það var ekki auðvelt að leggja mín áform til hliðar. En svo fór ég með manninn heim og fór með honum á hnén og bað með honum. Á einu augabragði sá ég manninn gjörbreytast. Tár runnu niður kinnar hans og gleði tók að skína úr andliti hans. Þessi maður sem var við það að deyja eignaðist nýtt líf og tilgang með lífinu. Eftir á leið mér mjög vel en ég átti samt ekki auðvelt með að segja fólki að þetta hefði verið erfið ákvörðun fyrir mig að gefa eftir. En ég átti auðvelt með að segja öllum hvað breyttist hjá manninum.

Að temja sér nýtt hugarfar krefst tíma og áskorunar.

Það er eitt sem mig langar að skrifa aðeins um. Það er svo oft að menn sem eru að þjóna Guði verði afbrýðissamir út í aðra sem eru að þjóna Guði og ég er engin undantekning við því. En Guð sýndi mér eitt varðandi þetta. Við erum öll í sama liðinu. Þegar við erum að þjóna Guði að þá eigum við alltaf að hugsa um hag Guðs og samgleðajast öðrum fyrir það sem Guð hefur gefið þeim og biðja fyrir þeim. Það sem ég geri varðandi þetta þegar það kemur upp afbrýðissemi, að þá þakka ég bara Guði fyrir það sem hann hefur gefið mér og þessum einstaklingum. Ég bið síðan fyrir því að þeir haldi áfram að vaxa í því sem þeir eru að gera. Það á ekki að vera tími fyrir afbrýðissemi í Guðsríkinu, við vinnum öll af því sama, fyrir sama Drottinn og ríki hans til framdráttar. Þess vegna á maður að þakka Guði fyrir það sem hann hefur gefið öðrum og manni sjálfum og samgleðjast þeim sem gengur vel. Minnimáttarkennd og afbrýðissemi verður að deyja út í lífum okkar.


hugleiðing dagsins

 

Róm 5:18-19

-18- Eins og af misgjörð eins leiddi sakfellingu fyrir alla menn, þannig leiðir og af réttlætisverki eins sýknun og líf fyrir alla menn. -19- Eins og hinir mörgu urðu að syndurum fyrir óhlýðni hins eina manns, þannig mun hlýðni hins eina réttlæta hina mörgu.

Til þess að átta sig á þessu versi þá þurfum við að vita að í upphafi skapaði Guð manninn til að vera sér nálægur. Guð gekk um í Eden á meðal Adam og Evu og átti náið samfélag við þau. En til þess að Guð sé samkvæmur sjálfum sér, þá varð hann að gefa manninum það val að velja og hafna. Guð skapaði manninn þannig að hann þurfti að velja það sjálfur að elska sig.

kærleikurinn gefur alltaf frjálst val. Kærleikurinn beitir alldrei neinni kúgun eða þvingar alldrei neinn til neins. En Misgjörð Adam og Evu varð til þess að þessi aðskilanður myndaðist milli Guðs og manna. Eva valdi það að óhlýðnast Guði þegar satan (höggormurinn) freistaði hennar og reyndi að draga í efa það sem Guð hafi sagt henni. Hún mátti ekki borða af skilningstrénu en gerði það samt. Síðan tældi hún Adam til þess sama.

Afhverju Adam ber ábyrgð á hennar óhlýðni er líklegast vegna þess að konan var sköpuð sem meðhjálp hans og hann því ábyrgur fyrir henni. Og svo þessi hjónasáttmáli. Framar eru þau ekki tvö heldur eitt. Það sem Guð hefur tengt saman má maðurinn eigi sundurskilja. Vegna þessa sáttmála gat ekki myndast aðskilnaður á milli Adam og Evu og þess vegna hann ábyrgur fyrir þessu.

En þessi óhlýðni þeirra hafði slæmar afleiðingar. Það myndaðist aðskilnaður á milli þeirra og Guðs. Drottinn Guð hafði samt áætlun að bjarga okkur og endurreysa samfélagið sem var í Eden.

Þess vegna kom Jesús Kristur. Hann þurfti að koma og uppfylla lögmálið. Lögmálið var gefið til þess að sýna fram á ranglæti mannsins og að hann væri ófullkomin án Guðs og þyrfti á Drottni skapara sínum að halda. Það var allveg sama hvað menn lögðu sig fram við að gera þetta allt rétt, það gat enginn maður gert þetta á fullkomin hátt. Aðeins Jesús Kristur hefur gert allt rétt og uppfyllt lögmálið.

Jesús Kristur var og er réttlátur. Vegna hans hlýðni og hans réttlæti. Hefur opnast aðgangur til Föðurins til samfélags á ný. Óhlýðni Adams varð til þess að samfélagið rofnaði milli Guðs og manna en hlýðni Jesú Krists varð til þess að samfélagið varð endurreyst.

Aðeins í Jesú Kristi getum við átt þetta nána samfélag við Guð. Það er engin önnur leið til að nálgast himnaríki nema í gegnum Jesú Krist. Hann er dyrnar á himnaríki. Til þess að ganga inn í dýrðina verðum við að gera sáttmála við Jesú og gefa honum líf okkar og grafa gamla manninn. Þá gerist það að Heilagur Andi tekur sér bústað í hjarta okkar. Þá á ég við að við verðum musteri lifandi Guðs. Guð sjálfur sem skapaði okkur býr innra með okkur. Allur kraftur himinsins er meðal okkar. Við höfum aðgang að uppsprettum sem munu alldrei þrjóta. Heilagur Andi er með okkur til þess að leiða okkur í allan sannleikan, gefa okkur kraft til að vinna verk Guðs og gera það sem rétt er.

Svona að lokum þá talar Kólosarbréfið um það að við erum smíð Guðs sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka, til þess að við skildum leggja stund á þau. Fyrra Korintubréfið talar um í fyrsta kafla og versi níu, að við séum sköpuð til samfélags við Guð.

Og þar sem Jesús er búin að endurreysa þetta samfélag milli okkar og Föðurins, eigum við þá ekki að skygnast inn í himininn og skoða hvað það er sem tilheyrir okkur? Það er jú búið að afgreiða syndavandamálið í eitt skipti fyrir öll. Því að við sem vorum ranglát, erum réttlát í Kristi Jesú. Hann er okkar réttlæti og hann hefur greitt gjaldið fyrir syndir okkar sem ollu aðskilnaðinum.


Hugleiðing dagsins!

 

Eins og andlit horfir við andliti í vatni svo er hjarta manns gagnvart öðrum. 

Þetta er merkilegur Orðskviður. Opinberunin sem ég hef á hann er þessi, eins og ég er þannig sé ég aðra. Þegar ég tala um aðra þá er ég að lýsa því hvernig ég er . Ef ég tala ílla um aðra þá er ég að auglýsa það að, það sé eitthvað að hjá mér sem ég reyni  að fela með því að vera gera lítið úr öðrum og finna að hjá þeim.

Kærleikurinn er ekki íllur og tekur ekki þátt í baktali eða neikvæðum umræðum. Kærleikurinn talar ekki ílla um neina söfnuði. Kærleikurinn brýtur engan niður. Kærleikurinn tekur ekki frá þér og skilur þig eftir tóma(n). Kærleikurinn sameinar söfnuði , kærleikurinn vill einingu á meðal Guðsbarna og frið og sátt þeirra á milli. Kærleikurinn byggir upp karakter þinn, óttinn fær að víkja úr lífi þínu þegar þú ert upptekin að því að meðtaka kærleika Guðs inn í líf þitt. Kærleikurinn gefur þér hugrekki og öryggi um það að þú sért elskuð persóna sköpuð í Guðs mynd. Kærleikurinn leyfir þér að finna að þú skiptir máli. Kærleikurinn gefur.

Grunnurinn er alltaf sá að meðtaka kærleika Guðs inn í sitt líf og endurspegla hann svo til annara. Því það er sagt að við líkjumst þeim sem við umgöngumst. Allavegana er ég áhrifagjarn og þess vegna vil ég vera undir áhrifum Heilags Anda en ekki heimsins.

En að öðru og það er hugrekki Páls postula. Ég veit ekki hvort fólk hefur velt því fyrir sér hvernig hann byrjar Galatabréfið. Það eru svoldið merkilegir punktar í þessu hjá honum. Hann segir ef einhver predikar ykkur annað fagnaðarerindi en ég, þá sé hann bölvaður, hvort sem það er engill á himnum eða einhver annar. Hver sem er hefði getað sagt þetta. Það sem hinir hafa sagt ykkur það er bara bull og ef þið hlustið ekki á mig að þá eruð þið bara bölvuð. En Páll var ekki með neinar getgátur, hann vissi á hvern hann tryði á og hafði fullvissu í hjarta sínu um þann sannleik sem í því var. Tákn og undur fylgdu líka Páli þegar hann boðaði trúnna.

 En þegar betur er skoðað afhverju hann segir þetta að þá hafði það komið upp að menn voru farnir að blanda einhverju rugli við trúnna og farnir að boða eitthvað annað en frelsisverk Jesú á krossinum og eilíft líf sem við fáum að gjöf með því að veita Kristi viðtöku. Páll útskýrir svo síðar að hann reyndi allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að góðu fréttirnar yrðu sagðar mönnum. Hann gaf sig allan í að reyna útrýma hinum kristnu til að vernda Gyðingdóminn.

Sjálfssagt hefðu margir sagt, vá Guð á eftir að refsa þessum fyrir að gera þetta. En Guð sá kostina í fari Páls óháð því hvað hann var að gera. Líklega hefur Guð hugsað Páll er öflugur að verja Gyðingdóminn, hann mun einnig verða öflugur að verja fagnaðarerindið um Jesú Krist minn son. Best að ég frelsi hann og opinberi mig fyrir honum.

Við sem höfum lesið um frelsun Pálls sjáum það að Páll var að fara myrða börn Guðs en Guð í allri sinni miskunn mætti honum og umbreytti hjarta hans. Guð breytti honum í öflugan hermann sem gerði allt sem hann bað hann um.

Og núna kemur að því hvað það var sem Páll predikaði, hann predikaði Jesú Krist. Páll hét Sál áður en Guð breytti nafninu hans . Nafnið Sál þýðir hinn mesti en Páll hinn minnsti. Þessi breyting á nafngift hans er táknræn fyrir líf hans og hvernig það breyttist. Sál var fremstur manna í lögmálinu og þekkti það fram og til baka. En þegar hann hóf göngu sína með Jesú að þá áleitt hann alla sínu þekkingu og allt sem hann kunni bara vera sorp hliðina á því að þekkja Jesú.

Þetta ætti að kenna okkur það, að það sem skiptir mestu máli er að þekkja Jesú Krist. Öll okkar Guðfræðilega þekking mun ekki skila okkur neinu. Það eina sem skiptir máli er að þekkja Jesú Krist og ganga í hlýðni með honum. Við endi heimsins mun Jesú ekki segja farðu í ystu myrkur heimskingi af því að þú fórst ekki í Biblíuskóla og gerðir svona og svona mikið fyrir mig, eða af því að þú varst alltaf að syndga. Jesús mun segja farið frá mér íllgjörðarmenn því alldrei þekkti ég yður.

Jesús gefur allveg skýra mynd á því að aðalatriðið er að lifa í samfélaginu við hann. Öll Guðfræðileg þekking er góð og það er nauðsynlegt að þekkja Orð Guðs en ef menn fara að taka bókstafinn fram fyrir kraft Heilags Anda og hans leiðsagnar að þá mega þeir éta sinn þura  og máttlausa skít. Ef Heilagur Andi fær ekki að vera drifkrafturinn í lífi okkar að þá er þetta allt saman þungt , þurrt og erfitt.

Allveg eins og bíll þarf smurolíu líkt og bensín að þá þarft þú að taka bensínið þitt í samfélaginu hjá Jesú og leifa Heilögum Anda að vera smurolían sem snýr vélinni svo hún virki vel. Þetta þýðir það að þegar þú lest í orðinu að þá er alltaf best að bjóða Heilagan Anda velkomin að vera með þér og hjálpa þér og opinbera fyrir þér leyndardóma himnaríkis. Páll Postuli fékk opinberun frá himnum því að Heilagur Andi fékk að taka virkan þátt í lífi hans. Þú getur líka fengið opinberanir frá Guði ef þú leyfir honum það.

En að lokum er ein opinberun sem Guð gaf mér: Hver hefur ekki fengið þessa spurningu: Fyrst Guð er svona kærleiksríkur og góður, afhverju leyfir hann þá öllu þessu fólki að fara til helvítis? Einfallt svar eða spurning á móti þeim er þessi. Fyrst Guð er svona kærleiksríkur og góður afhverju ætti hann þá að neiða allt þetta fólk sem ekkert vill með hann hafa til að eyða með sér eilífðinni?

Opinberunin er þessi: Ef Guð hefði skapað manninn með engan valmöguleika til að velja og hafna að þá væri hann ekki kærleiksríkur Guð. Guð skapaði manninn með þann valkost að maðurinn myndi velja það að lifa með honum. Þess vegna er þetta ílla líka til. Þeir sem velja það að fylgja Guði, það eru þeir sem munu lifa með honum í eilífðinni. Þetta snýst allt um val og hvar vilt þú eyða þinni eilífð?


Ákvörðun!

Var að velta þessu orði ákvörðun fyrir mér. Þetta er svoldið merkilegt orð því að við erum alltaf að taka ákvarðanir á hverjum degi.

 Á hverju degi ákveðum við það að fara á fætur, við ákveðum hvaða vinnu við sækjum um, við ákveðum hvað við viljum læra í skóla, við ákveðum hverja við kjósum sem vini okkar. Við ákveðum hvort við hofum á sjónvarpið og þá á hvaða sjónvarpsstöð við viljum horfa á. Sumar ákvarðanir eru stórar og aðrar smáar.

 En svo er aftur á móti þessi hugsun er ég að taka rétta ákvörðun?

 Ef mér eru boðnar margar vinnur þá verð ég að ákveða hverja af þessum vinnum ég vel. Allan dagin erum við að taka ákvarðanir. Þess vegna finnst mér þetta orð ákvörðun vera svoldið merkilegt og kom þetta í huga minn áðan þegar ég fattaði það í kringum svona 9-11ára tók ég ákvarðanir sem standa enþá. Ég ákvað að halda með Arsenal sem ég geri enn. Ég ákvað að stiðja Sjálfsstæðisflokkinn sem ég geri enn. Ég ákvað að halda með Ac Mílan í ítölsku knattspyrnunni. Ég ákvað að halda með Real Madrid í þeirri spænsku og þessar ákvarðanir standa enþá.

Árið 1999 ákvað ég að fara í meðferð í fyrsta sinn og sú ákvörðun að hætta drekka stendur enn, en 6 jan voru 8 ár síðan ég fór í meðferð, mína fyrstu og einu en féll eina helgi og stóð aftur upp 9 júlí 2000. 15 janúar 2000 ákvað ég að gefa Jesú líf mitt og það stendur enþá í dag. Ákvarðanir eru mikilvægar og móta líf okkar og stefnu. Þess vegna finnst mér ég þurfa alltaf að hugsa mig vel um áður en ég ákveð eitthvað. Stundum tekur maður ákvarðanir sem maður sér eftir. Ef ákvarðanirnar eru slæmar þá er bara að læra af þeim og gera betur næst;)


8 ára edrú í dag

Góður dagur í dag, sólskin og heitt úti, náði bóklega bílprófinu og á 8 ára edrúafmæli í dag, svo er það bara sund á eftir í góða veðrinu og svo smá dekur í kvöld Halo    njótið dagsins hann er góður :)

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband