Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hjónaband er sáttmáli

Er leyndarmál á bakvið árangusríkt eða gott hjónaband? Afhverju heppnast sum hjónabönd en önnur ekki? Er þetta allt spurning um breytingar? Eitt er þó með vissu. Ef það er leyndarmál á bakvið hamingjusamt og árangursríkt hjónaband, að þá hefur milljónum hjóna mistekist að finna það. Í næstum hverri vestrænni þjóð hefur hjónaskilnaður margfaldast síðustu ár.

Í bandaríkjunum er sú staðreynd að annað hvert hjónaband endar með skilnaði. Fyrir 50 árum síðan hefði fólk alldrei getað ýmyndað sér að hlutirnir ættu eftir að þróast á þennan hátt, á svo stuttum tíma. Hvað sem við því kemur að þá segir þessi þróun ekki alla söguna. Mörg hjónabönd hafa ekki endað með skilnaði, hvort sem það hefur komið upp erfiðleikar eða óhamingja verið í gangi.

Þó svo að hlutirnir geti litið vel út á yfirborðinu. Að þá eru undir niðri í gangi, biturleiki, ófyrirgefning og uppreisn. Fyrr eða síðar koma þessir hlutir upp á yfirborðið og valda sprengingu, vegna þess að þessir hlutir hafa verið látnir krassera og eru óuppgerðir.

Þó eru sérstaklega sumir sannfærðir um að andlegt heilbrigði fólks hafi einhver áhrif, því fjórða hver manneskja í Ameríku þarf eða mun þurfa á læknisfræðilegri aðstoð að halda. Mörg geðsjúkrahús eru yfirfull og geta ekki sinnt öllu því sem kemur á borð til þeirra. Sífellt meiri þörf er á faglærðum sérfræðingum og geðlæknum. Menn eru á þeirri niðurstöðu að afleiðing af öllum þessum geðrænu kvillum megi rekja til heimilisins, en þó fyrst og fremst til hjónabanda. Þessi sívaxandi sprenging í þjóðfélaginu í dag, má rekja til hjónaskilnaða og aðskilnað heimila.

Ákveðin viðbrögð samtíma félagsfræðinga og sérfræðinga, hefur tekið stefnu af hjónaskilnaðir geti verið óumflýjanlegir. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að segja að hugtakið hjónaband sé mistök, í fyrstu og skipti ekki máli í nútímaþjóðfélagi.

Hvað sem því viðkemur að svo kallaðir sérfræðingar sem koma með slíkar ályktarnir. Eru sjálfir einstaklingar sem koma af brotnum heimilum. Sumir þeirra eiga líka misheppnað hjónaband að baki. Við ættum því að grennslast fyrir því hver bakgrunnur þeirra er í þessum málum. Þeir hafa eflaust reynt að sigrast á lostafullum hlutum en mistekist. Og því niðurstaða þeirra líklegast eftir því, og þeir súrir eða fúlir hvort sem er.

Þegar staðið er frammi fyrir aðstæðum sem valda ruglingi og þessum sorglegu skoðunum. Ég trúi að það er leyndarmál á bakvið hamingjusamt og árangursríkt hjónaband. Ég trúi því að þessi leyndardómur sé að finna í Orði Guðs Biblíunni. Biblían talar um 3 þráðin sem heldur saman hjónabandinu.

Þessi 3 þráður er Guð sjálfur. ef hjónaband er byggt á réttum grunni sem er Kristur að þá geta þau staðist hvaða óveður sem er. Það eru mörg hjón sem gengið hafa með Guði og eru enþá hamingjusamlega gift sem geta staðfest þetta.


Hvað ætli aðskilaðurinn milli Jesú og Föðurins hafi staðið yfir lengi?

Ég er búin að vera velta fyrir mér einu varðandi, þegar aðskilnaðurinn myndaðist milli Jesú og Föðurins á krossinum. Við vitum það að þegar Jesús tók á sig syndir alls heimsins að þá myndaðist aðskilnaður milli Jesú og Föðurins. Það sem ég hef verið að velta fyrir mér, hvað ætli þessi aðskilnaður hafi verið langur.

Ég hugsa til Kól.2:15 ... þegar Jesú afvopnar allt óvinarins veldi og hrósar yfir þeim sigri. Ég trúi því að það hafi gerst þegar Jesús steig niður til heljar. Það er talað um að Jesús hafi predikað yfir öndunum þar. Og með því að tengja Kól.2:15 við það, að þá trúi ég því að það sem Jesús predikaði var að hann var að hrósa sigri yfir öllu óvinarins veldi. Áheyrundurnir hafa þá verið íllu andarnir og satan sjálfur.

En Ritningin kennir okkur að Jesús hafi risið upp á 3 degi. Heilagur Andi hefur þá reist hann upp og samfélag Jesú og Föðurins komist aftur á þar sem Jesús var syndlaus. Þannig að ég hugsa að þessi aðskilnaður hafi átt sér stað á þriðja dag, það er að segja að frá því að Jesús tekur á sig syndir okkar á krossinum og þar til hann rís aftur upp.


Jesús er ekki bara sonur Guðs, hann er líka Guð

Mér varð umhugað þegar einn vinur minn kom með þá fullyrðingu að Biblían talaði ekkert um að Jesús væri Guð. Þessa útskýringu fékk hann hjá manni sem trúir að Jesús hafi ekki verið meira en spámaður. Með allri virðingu fyrir trú hans að þá hefur hann allgjörlega rangt fyrir sér. Biblían segir að Jesús sé sonur Guðs.

Jes 7:14-14
-14- Fyrir því mun Drottinn gefa yður tákn sjálfur: Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel.
Matt 1:23-23
-23- Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel, það þýðir: Guð með oss.

Immanúel þýðir Guð er á meðal okkar. Guð með oss þýðir það sama. Jesús var Guð á meðal okkar þegar hann gekk um á jörðinni. Það er að segja Guð opinberaður í holdi.

Jóh 8:58-59
-58- Jesús sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.-59- Þá tóku þeir upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og fór út úr helgidóminum.
Jóh 10:30-33
-30- Ég og faðirinn erum eitt.-31- Gyðingar tóku aftur upp steina til að grýta hann.-32- Jesús mælti við þá: Ég hef sýnt yður mörg góð verk frá föður mínum. Fyrir hvert þeirra verka viljið þér grýta mig?-33- Gyðingar svöruðu honum: Vér grýtum þig ekki fyrir góð verk, heldur fyrir guðlast, að þú, sem ert maður, gjörir sjálfan þig að Guði.

Kól 1:15-16
-15- Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar.
-16- Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans.
Kól 2:9-9
-9- Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega.

Tít 2:13-14
-13- í eftirvæntingu vorrar sælu vonar, að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni.-14- Hann gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að hann leysti oss frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.
Opb 5:13-14
-13- Og allt skapað, sem er á himni og jörðu og undir jörðunni og á hafinu, allt sem í þeim er, heyrði ég segja: Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu, sé lofgjörðin og heiðurinn, dýrðin og krafturinn um aldir alda.-14- Og verurnar fjórar sögðu: Amen. Og öldungarnir féllu fram og veittu lotningu.

Jóh.8

Jesús, ljós heimsins
12Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“
13Þá sögðu farísear við hann: „Þú vitnar um sjálfan þig. Vitnisburður þinn er ekki gildur.“
14Jesús svaraði þeim: „Enda þótt ég vitni um sjálfan mig er vitnisburður minn gildur því ég veit hvaðan ég kom og hvert ég fer. En þér vitið ekki hvaðan ég kem né hvert ég fer. 15Þér dæmið að hætti manna. Ég dæmi engan. 16En ef ég dæmi er dómur minn réttur því ég er ekki einn, með mér er faðirinn sem sendi mig. 17Og í lögmáli yðar er ritað að vitnisburður tveggja manna sé gildur. 18Ég er sá sem vitna um sjálfan mig og faðirinn, sem sendi mig, vitnar um mig.“
19Þeir sögðu við hann: „Hvar er faðir þinn?“
Jesús svaraði: „Hvorki þekkið þér mig né föður minn. Ef þér þekktuð mig þá þekktuð þér líka föður minn.“
20Þessi orð mælti Jesús hjá fjárhirslunni þegar hann var að kenna í helgidóminum. Enginn lagði hendur á hann því stund hans var enn ekki komin.

Ekki af þessum heimi
21Enn sagði Jesús við þá: „Ég fer burt og þér munuð leita mín en þér munuð deyja í synd yðar. Þangað sem ég fer getið þér ekki komist.“
22Nú sagði fólkið:[2] „Mun hann ætla að fyrirfara sér fyrst hann segir: Þangað sem ég fer getið þér ekki komist?“
23En hann sagði við það: „Þér eruð neðan að, ég er ofan að. Þér eruð af þessum heimi, ég er ekki af þessum heimi. 24Þess vegna sagði ég yður að þér munduð deyja í syndum yðar. Því ef þér trúið ekki að ég sé sá sem ég er munuð þér deyja í syndum yðar.“
25Fólkið spurði hann þá: „Hver ert þú?“ Jesús svaraði því: „Sá sem ég hef sagt yður frá upphafi.[3] 26Margt hef ég um yður að tala og fyrir margt að dæma. En sá sem sendi mig er sannorður og það sem ég heyrði hjá honum, það tala ég til heimsins.“
27Fólkið skildi ekki að hann var að tala við þá um föðurinn. 28Því sagði Jesús: „Þegar þér hefjið upp Mannssoninn munuð þér skilja að ég er sá sem ég er og að ég geri ekkert einn og sér heldur tala ég það eitt sem faðirinn hefur kennt mér. 29Og sá sem sendi mig er með mér. Hann hefur ekki látið mig einan því ég geri ætíð það sem honum þóknast.“ 30Þegar hann mælti þetta fóru margir að trúa á hann.

„Ég er“

Annað atriði sem benti til þess hver Jesús væri var hvernig hann notaði ákveðnar staðhæfingar sem hófust á orðunum „Ég er“ og er einungis að finna í Jóhannesarguðspjalli. Þessar staðhæfingar sem eru á víð og dreif um allt guðspjallið fela í sér að Jesús upplýsir um það hver hann er og þær gefa til kynna hvert sé samband hans við föður hans og við lærisveinana.

Ég er brauð lífsins 6.35
Ég er ljós heimsins 8.12, 9.5
Ég er dyr sauðanna 10.7
Ég er góði hirðirinn 10.11
Ég er upprisan og lífið 11.25
Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið 14.6
Ég er hinn sanni vínviður 15.1

Setningarnar sem byrja á „Ég er“ koma þarna fyrir sem hluti af löngum, heimspekilegum orðræðum sem er að finna út um allt Jóhannesarguðspjall. Eitt dæmið er í 6. kaflanum, „ræðunni um brauð lífsins“ (6.25-59). Eftir kraftaverkið, þar sem Jesús margfaldaði nokkra brauðhleifa og fiska og gaf 5000 manns að eta, talaði hann til lærisveina sinna um tákn þessi. Hann minnti þá á Móse sem hafði gefið Ísraelsmönnum manna að eta í eyðimörkinni. Því næst sagði hann: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“ (Jóh 6.35) Hann tjáði sig jafnvel enn skýrar í næstu versum þar sem hann svaraði gagnrýni frá áheyrendum sínum: „Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu. Og brauðið er líkami minn ... Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans þá er ekki líf í yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf og ég reisi hann upp á efsta degi. Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt er sannur drykkur. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt er í mér og ég í honum.“ (Jóh 6.51, 53-56)

Þessi orð ollu mikilli geðshræringu meðal áheyrenda og fylgismanna Jesú. Reyndar bendir textinn á að margir sem höfðu fylgt honum yfirgáfu hann vegna þessara orða. Þessi orð ásamt öðrum í guðspjallinu urðu síðar meir í sögu kristninnar grunnur að þeirri trú margra kristinna manna að brauðið og vínið í sakramentinu sem kallast heilög kvöldmáltíð verði raunverulega að líkama og blóði Krists. Aðrir kristnir menn túlka orð Jesú sem táknræn um hluttöku þeirra sjálfra í dauða hans og upprisu í trúnni. Á sama hátt talaði Jesús hér um upprisu dauðra sem var að vísu áður þekkt í trú farísea, en varð að grundvallaratriði í kristinni trú

Jesús opinberaði sig sem ég er.Þetta er ekki eina skiptið sem Guð opinberar sig sem Ég er, því að hann gerði það líka við Móse.

2Mós 3:13-14
-13- Móse sagði við Guð: En þegar ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá: Guð feðra yðar sendi mig til yðar, og þeir segja við mig: Hvert er nafn hans? hverju skal ég þá svara þeim?-14- Þá sagði Guð við Móse: Ég er sá, sem ég er. Og hann sagði: Svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: Ég er sendi mig til yðar.

Ég vona að þetta sé nóg til að sannfæra menn um að skilja að Jesús var og er ekki bara sonur Guðs, hann er Guð.


Náð Guðs er ekki til þess að samþykja syndir fólks

Það koma oft upp alvarlegar ásakanir í garð þeirra sem predika mikið um náð Guðs. Meira segja þurfti Páll Postuli að dýla við svona ásakanir. En staðreyndin er sú að þeir sem lifa undir náð Guðs, lifa innan frá og út og leyfa Guði að vinna verkið innra með sér. En þeir sem lifa í lögmáli reyna að breyta sér sjálfir með misgóðum árangri.

Sumt fólk hefur tekið náðarboðskapinn og rangtúlkað hann og haldið því fram að það sé allt í lagi að syndga því að Guð fyrirgefur þeim hvort sem er. Þetta hugarfar er rangt. Því að náðin er betri leið til að losna undan syndinni.

Eftir að hafa hlustað mikið á náðarboðskapinn og tileinkað mér hann að þá hafa ýmsir merkilegir hlutir gerst. Það fyrsta er að ég er orðinn laus við alla skömm og sektarkennd. Hlutir í lífi mínu sem voru ekki réttir frammi fyrir Guði hafa líka breyst og ekki af því að ég reyndi sjálfur að hætta þeim. Ég marg reyndi að hætta sumum hlutum og mistókst oft og sat svo uppi með sektarkennd, skömm og upplifði sjálfan mig ekki vera nógu góðan til að vera kristinn eða frelsaður. En þegar náðin fór að verka í mér að þá fór þessi hugsun að koma hjá mér: Hvernig get ég gert þetta þegar þetta er rangt frammi fyrir Guði, það er enginn grundvöllur fyrir því að maður dæmi sjálfan sig eða aðra fyrir mistök eða óhlýðni.

En það sem gerðist er að mig langaði allt í einu ekki að gera þessa hluti. Ég losaði mig við allt sem var skaðlegt og hef allveg verið frjáls frá því sem var alltaf að fella mig. Þessi breyting átti sér stað innan frá og út. Það var Guð sem vann verkið.

Margir menn hafa oft notað söguna um konuna sem átti að grýta ,þegar Jesús sagði kastið steininum fyrstur sá yðar sem syndlaus er. Síðan fara þeir burt hver á fætur öðrum. Jesús segir,hvað varð um þá kona, sakfelldi þig enginn? nei herra enginn, ég sakfelli þig ekki heldur.

Sumir láta hér kjurt við ligga. En Jesús fyrirgaf henni syndirnar en hann var ekki að gefa henni samþyki fyrir því að það væri allt í lagi að vera halda framhjá ( Að drýgja hór = Halda framhjá) Vegna þess ef maður skoðar það sem hann segir eftir að hann segir ég sakfelli þig ekki heldur. Þá segir hann: Far þú, syndga ekki framar. Það sem hann átti við með þessum orðum. Syndir þínar eru þér fyrirgefnar, en ekki halda áfram að lifa á þann hátt sem þú gerir, snúðu þér frá þessu. Þegar við skoðum orðið iðrun, að þá þýðir það að snúa sér frá vondum verkum sínum , til Guðs.

Iðrun er ekki að segja fyrirgefðu og gera svo sama hlutinn aftur og aftur. Iðrun hefur líka með hugarfar okkar að gera. Vegna þess að það á sér stað hugarfarsleg breyting.

Afhverju innan frá og út? Jesús sagði án mín getið þið alls ekkert gert. Síðan stendur í Filipibréfinu að það er Guð sem verkar í ykkur bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar.

Náðin gerir okkur kleyft að lifa frjáls frá syndinni en ekki til að lifa í henni. Það er annað leyndarmál sem náðin felur í sér gagnvart syndinni. Það er að segja að hún gefur okkur hálfgert meðvitundarleysi gagnvart syndinni. Ekki það að við þekkjum ekki munin á réttu eða röngu eða séum ekki að spá í því. Heldur er það sem er átt við að vera ekki mikið eða yfir höfuð að velta okkur upp úr mistökum okkar. Vegna þess að það er enginn grundvöllur fyrir því, þar sem allar syndir okkar hafa verið fyrirgefnar. Það sem gerist þegar maður er ekki mikið að hugsa um mistök eða syndina að þá fer hún að missa mátt sinn yfir lífi okkar. Vegna þess að mistökin sem við gerum, eru ekki lengur að valda okkur skömm eða fordæmingu um að við séum ekki nógu góð.

Réttlætið er það að Jesús er fullkomin fyrir okkur. Hann tók á sig okkar ranglæti og gaf okkur sitt réttlæti. Við þurfum ekki að vera fullkomin eða gera allt rétt. Það er Guð sem breytir okkur hægt og rólega og stundum breytumst við hratt...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband