Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Sigvarður Hans Hilmarsson - Hvað er Náð ?


Hugleiðing um bænina og kærleikann

Margir hafa talað um að það skiptir ekki máli hvort maður biðji til Jesú eða Föðurins. Ég trúi því að Guð sé ekkert að gera neinar kröfur á fullkomnar bænir hjá okkur. En ég trúi því að hann vilji að við tökum framförum, og þroskumst í bænalífinu, eða samfélaginu við hann. Besta leiðin til þess er að skoða og læra af því hvernig Jesús bað.

Ef við setjum Gal.2:20 í samhengi við bænina, að þá segir Páll sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Þá er ég að hugsa um hvernig bað Kristur ? Hvaða áherslur var hann með í bæninni ? Fyrir 8 árum síðan skoðaði ég svoldið vel bæn Jesú í Getsemanegarðinum. Ég skoðaði hvað það var sem hann bað fyrir á þessari örlagaríku stundu, sem beið hans á þessu augnabliki að verða krossfestur.

En núna er ég að hugsa um bænina sem flestir kunna, Faðir Vorið. Jesús sagði þannig skuluð þér biðja. Faðir vor, sem er Faðir okkar, þú sem ert á himnum. Líka ef við setjum aftur í samhengi, Kristur lifir í mér. Þannig ef Kristur er í okkur, og hann segir okkur að biðja til Föðurins. Er þá ekki skrítið að biðja til Jesú í Jesú nafni ? 

Jesús var allan tíman að benda okkur á að biðja til Föðurins, og svo segir ritningin, að þegar við komum til Krists og öðlumst fyrirgefningu syndana, að þá öðlumst við barnaréttinn, að segja Abba Faðir, sem er í rauninni, að við megum kalla Drottinn Pabba. Hann er þá pabbi okkar líka. Faðir eða Pabbi (Abba),  Faðir er svona meira fjarlægt fyrir mér. En pabbi er mikið nánara. Jesús var alltaf náin pabba sínum og gerði ekkert nema það eitt sem hann bauð honum. 

Þannig að það sem ég velti fyrir mér , er það þá ekki á okkar ábyrgð að skoða svoldið hvernig Jesú bað, og læra biðja út frá Orði Guðs (Biblíunni) og að það sé Heilagur Andi sem blási því í brjóst okkar hvers við skulum biðja ? Ég trúi því allavegana að þau sem lengra eru komin, ættu að gefa gætur að þvi.

Ég er alls ekki að segja að það sé einhver skilda að biðja svona, við nálgumst öll Guð samkvæmt skilningi okkar á honum. Eins og með dóttir mína sem er enþá ungabarn. Þegar ég bið með henni, að þá segi ég góði Jesú í byrjun bænar. Ég hugsa að það myndi svoldið rugla hana í ríminu að segja himneski Faðir, eða pabbi. Því skilningur hennar er ekki enþá komin á það stig að skilja muninn. Hún skilur allveg þegar ég segi góði Jesú, að við séum þá að biðja saman, og verður alltaf glöð þegar ég segi henni að Jesú búi í hjarta hennar og sé ávallt með henni.

Mér finnst líka gott hvernig leiðbeiningar AA bókarinnar eru gagnvart bæninni. Að bænin snúi út á það að vera öðrum að gagni.

Það er gott að geta komið með áhyggjur okkar til Drottins og beðið fyrir því sem bjátar að eða okkur skortir. En ég trúi því líka að bænalíf okkar ætti ekki eingöngu að snúa að okkur, heldur líka að biðja fyrir þeim sem eru í kringum okkur. Þá erum við að æfa okkur í því að hafa áhuga á því að hagur annara vænkist líka.

Enska orðið Joy sem þýðir gleði hefur góða skammstöfun  Jesus, others , you. Það segir mér svoldið hvernig ég ætti að forgangsraða bænalífinu og lífinu sjálfu hjá mér. Annað svoldið merkilegt sem ég hef reynslu af. Sem er, þegar ég er upptekin að þvi að vera öðrum að gagni, það er að segja, ég fæ að vera farvegur Guðs inn í líf annara. Að þá leisast allir hlutir í mínu lífi.

Sjálfselskan og eigingirnin getur stundum ríkt sterkt í okkur. Þannig að góð leið í að æfa sig í kærleikanum er að gera eitthvað fyrir aðra, og biðja fyrir öðrum. Kannski veistu af einhverri fjölskyldu sem á í erfiðleikum. Að þá gæturðu tekið frá tíma til að biðja fyrir þeim og spurt Guð, hvort það sé eitthvað sem þú getir gert fyrir þessa fjölskyldu.

Einu sinni að þá gerði ég ekki neitt fyrir neinn, nema ég hagnaðist á því sjálfur. Það sem mér hefur verið kennt er, að gera eitthvað fyrir aðra, án þess að ætlast til þess að fá eitthvað til baka. Það sem gerist þegar ég geri eitthvað fyrir aðra óeigingjarnt. Að þá fæ ég að upplifa óttaleysi, innri ró, gleði, aukin kraft og kærleika. Þannig að það ætti að vera eftirsóknarvert að gera góðverk...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband