Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Misheppnuð stefnumót - sönn frásaga- falspersónur á netinu

Eins yndisleg og stefnumót geta verið, að þá hafa þau líka sínar spaugilegu hliðar.Árið 2003 var ég tiltölulega ný skilinn og farin að skoða aðeins í kringum mig. Ég komst í kynni á þeim tíma við síður á borð við einkamál og private.is . Á private síðunni var svona fréttaveita, ekkert ósvipuð og er á Facebook. Nema þar gastu sett inn auglýsingu til að láta vita af þér og ná einhverjum árangri í því sem þú varst að gera, hvort sem þð var spjall eða eitthvað annað. Nema ég eins og ég var, fékk þá snilldar hugmynd að mér fannst, að setja inn auglýsingu og spyrja hvort einhver sé ekki til í tuskið. Ein sendir mér strax skilaboð og gefur mér upp nr sitt. Ég hringdi voða spenntur í þess dömu. NEma þegar hún byrjar að tala, gaf raddblærinn  til kynna að ekki væri allt með felldu. Ég sendi henni svo skilaboð og segist vera hættur við. Ekki líður á löngu þar til daman fer að hringja á nóttinni og hóta að drepa sig, ef ég myndi ekki vilja hana. Svona gekk þetta, og ekki virtist það skipta neinu máli að ég skipti um símanr, einhvernvegin komst hún að því nr líka. 

Ég ræddi þetta við vinnufélaga mína, og einn af þeim sem var til í allt, sagðist ætla að bjarga málunum og afgreiða dömuna. Þau mæla sér svo mót. Einn daginn kemur hann svo drukkinn í vinnuna og ósofinn og segir við mig , þú ert djöfullinn. Ég spyr hann hvað hann á við, að þá hafði hann farið og hitt dömuna, og þótt hún svona ófríð, að hann gat ekki fengið blóðið til að renna í miðfótinn. Daman var alls ekki sátt við hann, og tók svo hníf og hótaði að skera sig á háls, ef hann myndi ekki vilja hana.

 

 

Annað svona dæmi er þegar ég fékk þá hugmynd að prufa blind date. Þá vildi það svo til að ég rakst á skrif frá einni sem var að úthúða karlmönnum. Ég hugsaði með sjálfum mér, hún hefur ekki hitt allvöru karlmann. Ég segi þá við hana, ég skal fara með þér á deit ef þú ert falleg. Hún lýsir sér sem allgjöri prinsessu, og við mælum okkur mót á kaffi vín sem er í kjallaranum hliðina á Landsbankanum á Laugarveginum. Ég var komin tiltölulega snemma og orðinn spenntur að sjá þessa dívu. Ég sé þarna nokkra gamla kunningja og segi þeim frá því að ég sé að fara á blind date með svaka skutlu. Síðan kemur daman, og hún var bara alls ekkert eins og hún hafði lýst sér. Ég leit í kringum mig og sá að strákarnir glottu gletnislega. Ég byrjaði að kófsvitna og var orðin svo örvæntingarfullur, að ég var tilbúin að gera hvað sem er, til að komast í burtu. Ég sendi svo vini mínum sms og bið hann að koma og sækja mig. Þetta var sos sms ... Hann hringir svo þegar hann er kominn. Ég lýt svo á wanabe dívuna, og segi lýg að henni, heyrðu vinur minn var að enda á gjörgæslu, ég verð að drífa mig. Ég sendi henni síðan skilaboð og segi að það verði ekkert meira úr þessu, því hún væri alls ekki það sem hún hafði gefið sig út fyrir að vera. Ég fæ síðan hverja svívirðinguna yfir mig á fætur annari. Síðan fer hún á þessa spjallsíðu, og byrjar að hrauna yfir mig. Ég var alls ekki sáttur, og álpaðist til að svara henni og ekki leið á löngu, að það kom linkur á humor.is ,,, Ofsatrúarmaður fer á blind date og stingur af ...

 

Þó svo að ég hafi brennt mig á þessu tvennu hér fyrir ofan, að þá átti ég heldur betur eftir að láta plata mig. Það var árið 2006. Ég byrja að tala við eina dömu á msn og hún sendir mér bara fullt af myndum af sér.Mér fannst hún allveg svakalega falleg, og átti í netsamskiptum við hana í hálft ár. Ég opnaði mig fyrir henni og sagði henni marga hluti sem maður segir ekki hverjum sem er. Síðan kemur að því að fara á stefnumót, og staðurinn sem varð fyrir valinu var hornið niður í miðbæ. Ég fer þar og panta pítsur, bæði það sem hún hafði beðið um og það sem mig langaði í, semsagt 2 stórar pítsur. Ég byrja svo að borða eftir að hún virðist vera orðin hálftíma of sein.

Ég fékk síðan afsakanir um að hún hefði orðið svo stressuð að hún hefði ekki meikað að koma.Ég ákvað síðan að gefa henni séns. Síðan kemur það upp að ein dama byrjar að verða ágeng við mig, og ég segi henni það að mmér þyki þetta svoldið óþægilegt,þar sem ég væri að fara á date með einni dömu. Hún vildi ekki trúa mér og biður mig um að senda sér mynd af skvísunni. Ég geri það, og eftir smástund, kemur, þetta er Mandy Moore fíflið þitt. Eg var ekki allveg tilbúin að gleypa við því, og segi dívunni frá þessu. Um leið og hún fær skilaboðin ýtir hún á block og lætur sig hverfa.

 

Lærdómurinn er sá, ekki treysta þeim sem geta ekki gert allmennilega grein fyrir því hverjir þau eru. Ég er ekki allveg beint sá skarpasti þegar það kemur að kvennamálum. En vonandi mun maður fá að fara á deit sem verður betra enn þetta ...


Máttu hafa skoðun ?

Fólk hefur ólíkar skoðanir, og oft verða árekstar út af málefnum sem gata valdið hita. En hvað er þetta mál varðar um að hafa fræðslu um samkynhneigð í skólum, er ekki galin hugmynd og allt í lagi að fræða börn á því að sumir eru öðruvísi, og fólk á ekki að skammast sín fyrir að vera það sem það er ...

Enn staðreyndin er samt sú, að þær aðfarir og hótanir í garð þeirra sem eru þessu ekki sammála eru hreint út sagt með ólíkindum. Það þarf að hafa umræður á málefnalegan hátt, en ekki beyta hópþrýstingi og múgæsing til að þvinga aðra inn á sömu skoðunar ..

Hvað með það þó Gylfi Ægis, sé þessu ósammála ? Má hann ekki vera það ? truflar það ykkur að hann sé með öðruvísi hugsanahátt enn þið gagnvart þessu ?

Ég tók strax afstöðu að ég vildi ekki eiga neinn þátt í þessum látum. Þó svo að við höfum öll ólíkar skoðanir og viljum rökræða hlutina. Að þá er það ekkert alltaf til góðs. 

Fyrir einhverjum árum hafði ég afskaplega gaman af rökræðum og segja mínar skoðanir, enn hvað uppskar ég við það ? akkúrat ekki neitt nema leiðindi ...

Fyrir mér persónulega, finnst mér að ég eigi að halda sumum skoðunum út af fyrir mig.

Mér leiðast riflildi og múgæsingar.

Fyrir mér snýst þetta líka stundum um að, skoða ávextina af umræðunum, eru þær til góðs, eða eru þær að skapa leiðindi ... anda inn og anda út .. róa sig ...

Þetta er svona megin ástæða þess að ég forðast það að vera rífast um hluti eða skoðanir ...

Enn af því að ég lækaði óvart á síðu þar sem stóð verndum börnin, og var svo ekkert að pǽla í því meir, að þá þykir mér það afskaplega leitt að fólk sé með skítköst og leiðindi og ákveða fyrirfram hvað mér finnst..

Það liggur við að maður taki upp gamalt orðbragð og æsi sig ... en ég nenni því ekki ..

Ég ætla bara halda áfram að hafa mína skoðun, og ef þér líkar hún ekki, þá er það þitt vandamál en ekki mitt. Þér er frjálst að segja hvað þér finnst um mig eða ákveðin málefni .. en leyfðu mér að hafa mínar skoðanir, ég einn ákveð hverrar skoðunar ég er .. ég er opin og alltaf til í að hlusta á annara sjónarmið, enda er maður alltaf að læra ..


Hugleiðing ...

Það sem fólk áttar sig ekki á varðandi kirkjunarmenn. Að þeir eru allir mannlegir allveg eins og aðrir. Mennirnir bregðast sífellt, enn Guð bregst alldrei. Jafnvel hafa menn sem hafa verið í forsvari fyrir kirkjur og söfnuði, gert afdrifarík mistök sem hafa sett svartan blett á kristindómin í augum heimsins. Fólk fær eflaust þær hugsanir þeir eru allir eins þessir hræsnarar, vilja bara peninga, kvenfólk og völd.

Náðin byggir ekki á mínum verkum, eða mínum myndugleika. Fjarri fer því. Náðin byggist á því hvað Kristur hefur gert, og hvað mér er gefið í honum, réttlætið, eilífa lífið, kærleikurinn, Andi Guðs tekur sér bústað innra með okkur, leiðbeinir okkur oflr ..  Kristna lífið  felur í sér að deyja af sjálfum sér og lifa í Kristi.

Kristna lífið á ekki að vera yfirborðskennt , þar sem allt á að lýta svo vel út.Það er bara ekkert alltaf þannig. Allir menn þurfa að glíma við ákveðina hluti á lífsgöngunni, og stundum er bara allt í rugli, og það er enginn fullkominn.

Ég þarf ekki að hafa flottan front, og vera svo að mygla innan í mér af hræsni. Ég þarf bara að vera ég sjálfur.

Afhverju hafa sumir kirkjunarmenn villst frá Náðinni og selt kirkjuna fyrir vinsældir ? Allveg eins og Páll Postuli myndi orða það. Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni.

Menn og konur sem gefa sig út fyrir að vera þjónar Guðs, fara í málamiðlanir með orðið, og hleypa heiminum meira inn í söfnuð sinn. Allt er leyfilegt í nafni kærleikans. Villist ekki. Óvinurinn er lævís og kemur með lygina inn í formi kærleikans. Það er ekki  í lagi að skipta út sannleika Guðs og lýginni. Annað hvort ertu með Guði eða ekki.

Það sem Guð segir, það  er það sem er rétt. Guð er ekki að fara breyta sér eftir mínum hentugleika. Það er ég sem þarf að breytast og læra að vera sammála honum.

Kærleikurinn lýgur ekki, hann samþykir ekki allt,hann elskar alla og umber alla. En samþykir ekki allt. Ef dóttir mín brýtur glerið á  símanum mínum, að þá elska ég hana allveg jafn mikið fyrir vikið. Enn ég þarf að kenna henni að það er ekki í lagi  að skemma hluti sem aðrir eiga. Sumir hlutir  geta skeð fyrir slysni, og það er munur á því eða gera hlutina með einbeittum vilja...

Spurningin er, viltu vera sammála Guði, eða reyna þóknast mönnum fyrir vinsældir og fótum troða Guðs orð ?


Verður Guð fyrir vonbrigðum

Einhvern tíman á göngunni með Guði, hlítur þessi spurning að vakna í huga okkar. Verður Guð fyrir vonbrigðum þegar ég bregst ?

Til að taka það skýrt fram að þá er þessi hugleiðing ekki fullyrðing eða leyfisskjal að við getum gert allt sem okkur dettur í hug. Allt sem við hugsum, segum og gerum hefur sína uppskeru. EF ég tala ílla um aðra, þá líður mér ílla osfrv...

En það er samt annað sem ég hef hugleitt stundum líka, það er ekki það sama að syndga í veikleika og viljandi. Að syndga í veikleika, skilgreini ég á þann hátt ef ég er í aðstæðum sem ég er veikur fyrir, segjum tildæmis ég fer á internetið, sé mynd af fallegri dömu fáklæddri, áður en ég geri mér grein fyrir þvi, að þá er ég dottinn inn í að skoða klám. Annað dæmi gæti verið um alkólista. Hann sér bjór, hann ætlar ekki að drekka hann, en drekkur hann samt. Þetta myndi þá skilgreinast að vera vanmáttugur.

Sumir hlutir fella okkur aftur og aftur , og stundum er eins og við ætlum ekki að læra af þeim. Enn lykilinn í átt að sigri er alltaf sá sami, let  go,and let God. Gefðu Guði veikleika þína, þá ferðu að lifa sigrandi lífi. Það er að segja, að uppgjöfin þarf að vera til staðar.

Til að rökstyðja mál mitt enn frekar, að þá hugsa ég til Júdasar og Péturs...Júdas framseldi Jesú, Jesús vissi það allan tímann, samt henti hann alldrei Júdasi í burtu. Jesús sagði Pétur að hann myndi afneita honum 3 sinnum áður enn hani myndi gala. Pétur brást, og ég get ýmyndað mér að hann hafi litið á Jesús og brotnað niður í iðrun. Varð Jesú fyrir vonbrigðum þegar Pétur brást ? Nei það varð hann ekki. Þýðir þetta að við getum gert allt sem við viljum, Guð fyrirgefur okkur hvort sem er ? Nei fjarri fer því ...

Það að Náð Guðs sé ný á hverjum degi, er ekkert ævintýri eða skáldskapur. Hvern dag þurfum við að taka ákvörðun um að fylgja Jesús, hvern dag þarf ég að taka frá tíma til að eiga samfélag við Föðurinn sem sonur. Hvern dag fæ ég tækifæri til að láta gott af mér leiða. HVern dag fæ ég tækifæri, til að velja að gera það sem rétt er.

Guð verður ekki fyrir vonbrigðum með þig, hann skapaði þig, hann þekkir þig, hann elskar þig, og þráir að eiga tíma með þér ... Það myndi ekkert gleðja hann meir, enn  að þú gæfir þér tíma til að kynnast honum og verða vinur hans.


Skiptir hugarfar mitt máli ?

Hvernig samsömum við okkur við umhverfið í kringum okkur ? Hvernig tengjumst við náunganum ? Með hvaða augum horfum við á aðra ? Erum við meðvituð það sem er að gerast í kringum okkur ? Allar þessar spurningar eiga rétt á sér. En þó get ég einungis svarað gagnvart sjálfum mér. Enda ber ég einungis ábyrgð á sjálfum mér og dóttir minni.

Reyndar þarf ég að bera ábyrgð á hegðan minni, á því sem ég hugsa, segi og geri. Því jú allt þetta hefur áhrif.

Finnst mér fólk vera fífl ? Það gæti vel verið, en er það þá ekki bara mér sem finnst það ? Það þarf ekki að vera staðreynd um aðilann. Þetta er einungis staðreynd um mitt  eigið hugarfar.Þetta sýnir mér nákvæmlega , hvar ég er stattur hugarfarslega. Í góðri bók stendur, þegar fíflunum í kringum þig fjölgar, þá er eitthvað að hjá sjálfum þér, en ekki hinum í kringum þig.

Hvað skiptir þá mestu máli í þessum öllu saman, jú það er hugarfarið mitt. Þannig að staðreyndin í þessu öllu saman, er ekki að umhverfið eða aðrir eru vandamál eða mér til ama, heldur hugarfar mitt. Hver hefur ekki hugsað ó hvað ég vildi að þessi væri svona eða allir væru eins og þessi, þá væri heimurinn miklu betri.

En eitt getum við huggað okkur við, við getum ekki stjórnað því hvað aðrir hugsa, aðeins okkar eigin hugarfari.Er allt ómögulegt ? Líður þér ílla ? Hefurðu spáð í hvaða hugsanir þú ert með ? Hvernig þú talar um aðra ? Eða hvað þú gerir og segir ?

Væri okki ekki nær að huga svoldið að sjálfum okkur fyrst ? Breyta því hvernig við hugsum, tölum og framkvæmum ? Þegar hugarfar okkar breytist til hins betra, þá verður umhverfið í kringum okkur betra. Fíflin hverfa og fólk laðast frekar að okkur.

Neikvæðni er ekki aðlaðandi , en jákvæðni er það... þitt er valið, það stjórnar engin þinni líðan nema þú, það stjórnar engin þínum hugsunum nema þú. Það stjórnar þvi enginn hvernig þú talar nema þú. Það ber engin ábyrgð á því sem þú gerir, nema þú,

Jákvætt hugarfar skilar 33% meiri árangri í verkefnum og vinnum, en neikvætt hugarfar.Að sjálfssögðu eigum við okkar misjöfnu daga. En valið er alltaf okkar, hvernig bregst ég við umhverfinu, hverju sinni. Lífið væri ekkert gaman, ef hlutirnir væru alltaf eins ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband