Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

fjármál og trú

Eitt sinn átt ég samtal við eina manneskju, og hún segir: Hvernig finnst þér svo að vera í þessum sértrúar söfnuði, er ekkert leiðinlegt að vera skildugur að borga tíund ? Ég: Ég er alls ekki skildugur til þess. Hún: jú víst ... Ég: nei alls ekki, það er frjálst val fyrir mig að treysta Guði fyrir fjármunum mínum eða ekki.

Líklega er þetta eitt það sem er mest notað gegn kirkjum að þær séu að stunda peningaplokk og vilji bara fá veskið þitt. Eflaust má það vera að einhverjir hafi mikla ást á peningum og noti ríki Guðs sem gróðrastíu. Ritningin talar um að fégirndin er rót alls þess sem íllt er. 

Græðgin sjálf í peninga er slæm, peningar eru ekki slæmir, þeir eru ákveðin lykill fyir okkur, og það er í okkar valdi að fara gætilega með þá.

Andi heimsins, reynir að fá fólk til að vera of upptekið við að eignast allt. Það má þá segja, að margir hafa fallið í því gryfju að eltast við auðlegð og skjótfenginn gróða.

Einnig hef ég heyrt, þar sem þú eyðir peningum þínum, þar er hjarta þitt. Ég hef oft heyrt þegar samskot eru tekin, að þá segja sumir: Það er alltaf sama sagan með þetta lið, það kemst ekkert annað enn peningar að hjá þeim.

Staðreyndin er sú að söfnuður er rekin af fólkinu sjálfu í honum. Reynsla mín sýnir, því meira sem ég gef, því meira öðlast ég til baka. Það er ávallt okkar valkostur að treysta Guði fyrir fjármálum okkar eða ekki. Betri eru blessuð 90% enn bölvuð 100%.

Þegar ég treysti Guði, þá líð ég engan skort. Eitt átti ég þann valkost að skila tíund, eða greiða einn reikning. Á þessum tíma var að koma verslunarmannahelgi. Þetta var árið 2002 og ég bjó á Ísafirði þá, og ekkert ódýrt að ferðast þaðan. Mig langaði rosalega að fara á kotmót, en fjárhagsstaðan var þannig að ég valdi það að treysta Guði fyrir fjármunum mínum og þáverandi maki líka. Seinna um daginn fengum við bæði ávísun í pósti með endurgreiðslu frá skattinum, við gátum ekki bara klárað að greiða reikningana, og farið á Kotmót. Heldur áttum við mikið afgangs. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum sem ég hef upplifað.

Ég er alls ekki að reyna plotta fólk til að gefa meira. Því það er eitt sem ég þoli ekki, og það er þegar fólk skipar mér að gefa eða gera eitthvað sem ég vil ekki gera. Löngunin hjá mér kemur innan frá. Stundum erum tekin samskot fyrir ákveðnum málefnum. Og þá finn ég, ok mig langar að taka þátt í að fjárfesta í þessu.

Ást á peningum er slæm,og hafa menn framkvæmd ýmsa slæma hluti, bara til þess eins að græða meiri pening. Mannslíf verða allt í einu einskis virði fyrir þessum einstaklingum sem elska peninga, svo framarlega sem þeir fá sitt. Þetta er sjúkur hugsunarháttur og ekki neinum manni holt að falla í þessa gryfju.

Hvað þú gerir við þá peninga sem þú átt, er þitt val. það er ekki vilji Guðs að við séum þrælar peningana, heldur að við notum þá til góðs og nauðsynja. Ég hef ekki skrifað oft um þetta síðustu 15 árin sem ég hef skrifað reglulega. En þetta er eitthvað sem liggur á mér núna og mig langaði að deila með ykkur.


þarf samstarf að vera vesen ?

Jesús sagði, þar sem tveir eða þrír eru samankomnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal. Það mætti allveg segja, þar sem 2 eða fleyrri kristnir koma saman. Þar eru verkefni sem þarf að leysa. Þá á ég við að það er leyndardómur í einingunni og hún skiptir miklu máli.

Oft á tíðum að þá er fólk með afbrýðissemi út í aðra sem starfa með þeim. Þá getur verið að þessir einstaklingar upplifi sig útundan, eða hafa ekki eitthvað sem hinn hefur, og jafnvel litið á hann/hana sem ógnun við sig.

Ef slíkt ber á góma, að þá þurfa þessir einstaklingar eitthvað að endurskoða hugarfar sitt. Það er ekki eðlilegt að fjölskylda Guðs, sé í sitthvoru horninu eða í samkeppni við hvort annað. Það er ástæða fyrir því að Guð setur ákveðna einstaklinga í forstöðu og stjórn. Það er af því að Guð hefur gefið þessum einstaklingum hugsjón.

Ef ég kem inn í nýjan söfnuð, þá þarf ég að kynna mér hugsjón forstöðumannsins, og aðstoða við að ná þeim markmiðum og stefnum sem eru sett. Það er allgjör óþarfi fyrir mig að ætla í einhverja allt aðra átt en söfnuðurinn. Ef við fáum að starfa innan safnaðarins að þá gerum við það innan um ákveðin ramma sem er settur. Segjum tildæmis, stefna safnaðarins er að byggja upp einstaklinga, uppörva og hjálpa fólki að vaxa. Þá set ég mig ekki á móti þeim sem eru að starfa með mér.

Ég sjálfur er alls ekkert saklaus á því að hafa upplifað svona. Ég hef fundið fyrir afbrýðissemi í garð trúsystkyna, í stað þess að samgleðjast þeimm og standa við bakið á þeim. Við mennirnir erum stórkostleg fyrirbæri, og getum oft á tíðum verið sjálfum okkur og öðrum skaðleg.

Við erum börn Guðs, í sama liði, sama hvaða söfnuði við tilheyrum, að þá erum við öll limir á líkama Krists. Drottinn sjálfur hefur kennt mér að hafa það hugarfar, að standa í skarðinu þegar þess er þörf. Ef það er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa til, þá geri ég það.

Allir hafa ólíkar skoðanir á því hvernig á að framkvæma hluti og svo framvegis. En þess vegna er svo gott að geta starfað með öðrum í einingu og rætt málin og komist að niðurstöðu, hvernig er best að gera hlutina, eða réttara sagt, gera þá eins og Guð vill að við gerum þá.

Það sem Guð segir, það er það sem er rétt, og það er engin málamiðlun þar á ...

Það er líka ástæða fyrir því afhverju ritningin talar um að við eigum að vera undirgefin leiðtogum okkar. Það þýðir að við eigum að vera tilbúin að starfa með þeim, og treysta því að Drottinn sé að leiða þau ákveðna og við vinnum öll að sama markmiðinu.

Baktal, slúður eða ásakanir um hitt og þetta, á ekki að eiga heima í líkama Krists. Vissulega hafa margir hrasað á þessu á einhverjum stundum. Enda er það í okkar mannlega eðli að vera breisk, og gera mistök eða taka rangar ákvarðanir.

En staðreyndin er samt sú, ef Drottinn byggir ekki húsið, þá starfa smiðirnir til einskis. Sem þýðir það, ef ég er að starfa í Guðsríkinu og það er ekki leitt af Guði, þá mun það ekki bera neinn ávöxt.

Þess vegna er það mín einlæg skoðun og sannfæring, að það er alltaf best að spyrja Guð, hvað vilt þú að ég geri fyrir þig, og hvernig viltu að ég geri það. Það er stórsigur fyrir fólk að geta tekið leiðsögn, því öll keppumst við á einhverjum tímapunkti að vera okkar eigin herrar. Eða höfum það hugarfar, ég ætla ekkert að láta þennan stjórna mér, veistu ekki hvað hann/hún gerði þarna árið 1700 og súrkál ? Hann sagði að ég væri skinka. En svona án alls gríns. Að þá reynir það oft á karakter okkar að starfa með öðrum. Ég hugsa að fyrstu árin mín með Guði, hafi ég verið fjarri því að vera auðveldur að starfa með. En með tímanum lærir maður, að maður getur ekki ráðið öllu.

Það er auðmýkt að leggja sínar skoðanir til hliðar, og treysta því sem Guð segir að sé rétt. Drottinn sjálfur segir, hugsanir mínar og mínir vegir, eru langtum æðri en ykkar hugsanir og vegir.

Bíll getur ekki farið að rífast við framleiðandan og neitað fyrir að vera bíll eða væla yfir því, afhverju gerðurðu mig svona. Guð hefur skapað hvern mann með einstaka hæfileika, og það er þitt að kafa eftir þeim fjársjóðum sem hann hefur sett innra með þér. Þú skiptir jafn miklu máli og hinir, ekkert minna og ekkert meira. Öll erum við eitt og eigum það sameigilegt, að Jesús Kristur er okkar Drottinn og frelsari. Elskum því friðinn og störfum saman í stað þess að vera abbó eða með eitthvað plott gagnvartöðrum.

Það sem ég hef, það get ég  notað og Drottinn sér um rest. Mundu að þú ert dýrmæt persóna og Guð vill aðeins það besta fyrir þig, ávallt ...


Hvernig gerast hlutirnir ?

Hvenær gerast hlutirnir í Guðsríkinu ? Er það þegar einhver biður rosa flott ? Er það þegar einhver predikar rosa flotta ræðu sem heillar alla upp úr skónum ? Hvorugt af þessu er rétt.

Þó svo að dagleg ganga mín með Guði nái ekki meira en rúm 15 ár, að þá er langt síðan ég skildi það, að það er Guð sem vinnur verkið ekki ég.

Ég hef oft fengið að upplifa margar sálir frelsast og stórkostlega hluti gerast. En það hefur ekkert með mig sem persónu að gera, eða aðrar manneskjur. Þetta hefur allt með Guð sjálfan að gera. Ef Guð mætir ekki, þá gerist ekki neitt. Það er eitt sem er grunnurinn af öllu saman, og það er hungrið eftir nærveru Guðs, það er þá sem við fáum að breytast innan frá og út. 

Það að biðja mikið er heldur engin mælikvarði á að eitthvað gerist. Ég get eitt mörgum dögum í að biðja og biðja, og kannski gerist bara akkúrat ekki neitt. Er það af því að Guð heyrir ekki í mér ? Nei fjarri fer því.

Mín reynsla sýnir það, að þegar ég bið að þá bið ég Heilagan Anda um að koma, og segja mér hvað það er sem ég á að biðja fyrir. Ég ákveð ekki fyrirfram hvers ég á að biðja, það kemur. Bæn samkvæmt vilja Guðs og undir leiðsögn Andans, er lykill af nærveru Guðs. Einnig er virðing við Heilagan Anda mjög mikilvæg.

En það er ekki mitt að stjórna því hvað Guð gerir eða hvenær hann gerir eitthvað. Hann segir okkur stundum að framkvæma áðkveðna hluti og mætir síðan með miklum mætti sínum. Sumir hafa þá gjöf að draga niður nærveru Guðs. Hvort sem það er með lofgjörð eða bæn.

Við þurfum að trúa því að Guð vilji og geti notað okkur, það eru engin takmörk fyrir því, hvað hann getur framkvæmt í gegnum okkur, ef við leyfum honum það. Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.

Hafir þú ekki kynnst Heilögum Anda persónulega, þá hvet ég þig, að biðja hann um að koma og sýna þér hver hann er. Þú þarft ekkert að hafa neina mentun eða gráður í Guðsríkinu til þess. Eina sem þú þarft er löngunin í að kynnast honum. Hlutirnir gerast þegar þú ert tilbúin að leggja þig til hliðar, og leyfa Guði að komast að .. ekki ég, heldur Kristur í mér ..

 

 


Hugleiðing um bænina, náðina og kristna lífið með Guði.

Við heyrum að bænin er andardráttur trúarinnar. Bestu stundirnar að mínu mati eru bænastundirnar þar sem fólk kemur saman og leitar Guðs. Samt er svo skrítið, afhverju svo fáir mæta á þær.

Það þykir eflaust ekkert voðalega cool að vera á bænastundum. En án þeirra gerist ekkert. Guð starfar einungis í gegnum bæn, ef það er ekki beðið neitt , þá gerist ekki neitt. Það er bara þannig.

1.Kor.1:9 talar um að Guð sé trúr að hafa kallað okkur til samfélags við son sinn Jesú Krist Drottinn okkar. Það er hluti af tilgangi okkar sem mannverur, að vera tengd við Skaparann. Fólk talar oft um tómleika sem það upplifði innra með sér áður en það kom til Guðs.

Bara það að vera í nærveru Guðs gefur af sér þann ávöxt sem heitir gleði. Trúarhetjurnar fortíðar og nútíðar sem lifðu sigrandi lífi, og höfðu mikil áhrif á samfélagið var fólk sem bað og var gefið Guði.

Allir eru kallaðir til að biðja. Ó að við myndum hlýða og fylgja því sem Guð kallar okkur til að gera. Þá vær fleyrri sálir hólpnar.

Ég trúi þvi að Guð vilji setja hungur í hjarta okkar, hungur eftir orði hans, hungur eftir nærveru hans, hungur eftir því að fólk frelsist. Fólk hefur falið sig alltof mikið á bakvið náðina, þegar menn þurfa að framkvæma eitthvað, þá er notuð sú ásökun, lögmál lögmál, ég er bara frelsaður fyrir náð.

Þó svo að náð Guðs sé ný á hverjum degi, þá er hún ekki leyfimiði  á að gera það sem við viljum. Ég geri það sem ég vil, er boðsskapur djöfsa, og hann á ekkert erindi inn í líkama Krists. Páll talar um að við séum ekki okkar eigin, og erum dýru verði keypt.

Það að vera Kristinn er að deyja af sjálfum sér og lifa í Kristi. Til þess að þessi breyting geti átt sér stað, þá þurfum við að leyfa Guði að komast að. Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu sjá nýtt er orðið til. Orð Guðs segir skýrt að við séum orðin nýsköpun.

Markmið sérhvers Kristins manns ætti að vera líkjast Kristi meir og meir. Sem þýðir það, að við er alldrei allgjörlega með etta, við getum alltaf bætt okkur. En við skoðun raunverulegan tilgang náðarinnar. Að þá er hún betri leið til að losna undan synd. Í stað þess að berja sig áfram og rembast við að gera hlutina í eigin mætti. Að þá vill Guð breyta okkur innan frá og út. Hann á að vaxa , ég á að minnka. Þegar við rembumst, þá hvílir Guð, en þegar við hvílum í honum, þá vinnur hann verkið.

Það er Guð sem verkar í ykkur bæði að vilja og framkvæma. Fyrir mér er þetta afskaplega einfalt. Það sem Guð segir að sé rétt, það er það sem er rétt, og engin málamiðlun þar á milli.

Heilagur Andi, er hjálparinn mikli sem leiðir okkur í allan sannleikan, hann hjálpar okkur að skilja orðið og blæs bænarefnum í brjóst okkar. Ég þarf alldrei að ákveða fyrirfram ræður, ef ég er að biðja, Heilagur Andi lætur mig vita hvað það er, sem ég á að biðja. Því að bænin er ekki eintal, hún er samstarf milli mín og Guðs, og þá á ég við fyrirbæn. Hvernig á ég að biðja fyrir öðrum, ef ég er of upptekin af sjálfum mér ? JOY = Jesus Others You ... 

Ritningin talar um að við eigum að meta aðra meira en sjálf okkur. Ekki það að við eigum að hafna sjálfum okkur og þóknast öðrum. Nei heldur að víkka út sjóndeilarhringin og sjá að við erum öll ein heild og eigum að hjálpast að, öll sem eitt. Það sem ég hef, það nota ég Guði til dýrðar.Hann sér um rest.

Að vera á bænastund með mörgum í einu, og fólk fer að biðja ég ég ég ég, viltu þetta og þetta fyrir mig ... þá fæ ég hausverk. Því að þeir einstaklingar hafa ekki náð, því að við erum ein heild. Ég hlusta á það sem hinir biðja og er þeim sammála. Það er allgjör óþarfi fyrir mig að endurtaka bænir annara. Guð er ekki með svo þykk eyru að hann heyri ekki. Hann heyrir ekkert betur í mér en þér, eða öfugt. 

Bænastund með öðrum er samvinna, þar sem við sem börn Guðs fáum að vera farvegur Hans inn í líf annara, eins og orðið segir, samverkamenn Guðs erum við. Bæn er ekki bara að biðja og biðja . Bæn er líka þakkargjörð. Þó svo að orðið bæn þýði beiðni. Að þá skiptir þakklæti gríðarlega miklu máli líka.

Stundum þurfum við bara að líta örlítið til baka og sjá hvað það er sem Drottinn hefur fyrir okkur gert og þakkað fyrir það.

Á bænastundum þar sem 2 eða fleyrri eru samankomnir, eru allir jafn mikilvægir, því það að vera einhuga og sammála skiptir meira máli en að reyna biðja flottar bænir. Fyrir mér snýst þetta um að biðja það sem Heilagur Andi leggur á hjarta mitt. Bænir þurfa ekki að hljóma fagurgallega, þær þurfa einungis að koma frá hjartanu. Ég trúi því að Guð elskar einlægni.

Þegar við sýnum auðmýkt í bænum okkur, og biðjum Guðsvilja, þá fyrst förum við að lifa sigrandi lífi, förum að starfa í kærleika og hugsa um hag Guðsríkisins en ekki einungis okkar sjálfra. Það er ekkert sjálfgefið að hætta að vera eigingjarn, en það er verk Guðs innra með okkur.

Áður en ég kynntist Föðurelsku Guðs, að þá átti ég erfitt með nánd. Ég var óttaslegin, og þorði ekki að tengjast neinum, af ótta við höfnun. Að ótta við að vera ekki nógu góður. En þegar ég fór að meðtaka Föðurelsku Guðs inn í líf mitt, þá fór ég að breytast innan frá og út, og gat byrjað að mynda nánd við aðra, og tengst fólki. Það var kærleikur Guðs sem læknaði ótta við höfnun. Ég þurfti ekki að gera eitthvað flókið, bara að meðtaka elsku Guðs og leyfa henni að endurspeglast áfram til annara. Róm. 5:5 talar um að kærleika Guðs er úthelt í hjörtum okkar.

Vá þvílík forréttindi, ég þarf ekki að rembast við að elska aðra, það er kærleikur Guðs sem verkar í mér og hvetur áfram til góðra verka.

Ég gæti eflaust haldið endlaust áfram að skrifa, en mig langar að láta þetta nægja í bili svo einhverjir nenni nú að lesa þetta. En það er von mín og þrá að vuið vöxum og þroskumst í bænalífinu og göngu okkar með Guði.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband