Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Hugleiðing

Undanfarna daga og vikur hafa furðulegir hlutir vera að eiga sér stað í heiminum. Það sem ég upplifi frá fólki er mikil reiði. Þá skiptir það engu máli hvort málið snertir Ísbjörn, Íslam , hryðjuverk eða undarlegar aðgerðir lögreglurnar í USA að taka líf nokkura blökkumanna. fjöldaaftökur og pyntingar í Tyrklandi. Hver hryðjuverkaárásin á fætur annari. Þetta sýnir mér að við lifum á siðustu tímum. Eða ætti að kallast endatímatákn.

Reiðin er mikil í fólki. Við sjáum hvernig stjórnvöld og peningaöfl hafa áhrif á þjóðfélagið, það er ekki bara að leigumarkaðurinn sé orðið eitt kaos, heldur sjáum við alltaf fleyrra og fleyrra fólk sem hefur ekki efni á því að lifa sómasamlegu lífi. Fátætkin hefur aukist til muna. Síðan sjáum við stjórnmálamenn sem virðast vera blindir fyrir þessum staðreyndum og reyna sannfæra sjálfa sig og aðra um að ástandið sé orðið mjög gott.

Vissulega hafa Íslendingar gert vel sem þjóð að vinna sig út úr kreppunni. Atburðir eins og árangur íslenska karla landsliðsins í knattspyrnu á EM sameinaði og gladdi Íslendinga. Við erum flest sammála um að þeir gerðu þjóðina stolta. Það sem mér fannst svo frábært við þá á EM , var einingin á milli þeirra. Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Lars lét hafa eftir sér rétt fyrir EM að hver leikmaður bæri ábyrgð. Það gerðu þeir, spiluðu sem ein heild og felldu hvern risan á fætur öðrum.

Íslendingar standa saman þegar það reynir á og þegar stundir eins og EM eiga sér stað. Það er það sem gerir þessa þjóð svo einstaka. Hún verður ein heild. Þegar eitthvað kemur upp á og einhverjum vantar hjálparhönd, þá eru Íslendingar fljótir til að hjálpa. Hjálpsemi og gjafmildi, einkennir þessa þjóð og það er dýrmætt.

En þegar það kemur að því að hafa skoðanir á einhverju, þá getur allt farið í háaloft. Stundum er eins og fólk megi ekki vera ósammála, eða horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Ég held að það sé okkur holt að ræða stundum um hluti sem eru erfiðir viðfangs. Allavegana þegar ég tala af eigin reynslu, að þá hef ég lært mikið á því að sjá sjónarmið annara. Mitt mat er það að skoðun er alltaf skoðun. Við hvern eða hvernig ég segi hana, er svo aftur á móti annnað mál. Ef skoðanir mínar eru til þess eins að særa fólk, að þá getur verið að ég þurfi að endurmeta það sem ég er að segja eða láta út úr mér.

Ég hef eflaust margoft sagt eitthvað opinberlega í fortíðinni sem ég sé eftir í dag, en dreg þann valkost að læra af því og gera betur næst. Með tímanum hef ég lært að virða skoðanir annara og lífsval.

En þegar það kemur að umræðum um kristna trú, og menn fara að hæðast að Guði, gera lítið úr honum, segja hluti um hann sem eru ekki réttir, fjarlæga trúnna úr skólum oflr. Að þá get ég ekki staðið hjá og þagað. Að fylgja Kristi, var ákvörðun sem ég tók 15 janúar 2000. Það er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Tíðarandinn virðist vera þannig að það skapast múgæsingur ef þú dirfist til að vera ílla við eitthvað, eða tala gegn einhverju sem þú vilt alls ekki. En þegar það kemur að kristinni trú að þá hópast menn og konur saman gegn þér.

Gegnum þessi ár, að þá hef ég lært að gjaldið sem ég greiði sem barn Guðs, er eimitt að verða fyrir háði fyrir það hver ég er. Fólk getur sagt ýmislegt um mig og hæðst að mér. Mér gæti ekki verið meira sama, og ég tek því ekki persónulega hvað þetta varðar. Postularnir urðu stolltir þegar þeir fengu að upplifa ofsóknir oflr. Fyrstu árin mín sem kristinn, átti ég erfitt með að hemja mig og lét stundum hluti út úr mér, sem ég hefði ekki átt að gera. Því uppskriftin hjá fíflinu í hinu neðra, virðist alltaf vera sú sama, snúa út úr, gera lítið úr og reynda hanka þig á því að gera mistök og nota það gegn þér.

Hver hefur ekki lent í þvi að hafa sagt eitthvað rangt, og fengið það í hausinn á sér, bíddu ertu ekki kristinn ? átt þú að gera eða segja svona ?

Það er reynt að veiða okkur snörur, skapa fordæmingu oflr um að við séum ekki nægilega góð.

En þar kemur verk KRists inn. 

Og hér er það sem ég hef fengið að upplifa og ég trúi persónulega.

Kristur greiddi gjaldið fyrir öll mín mistök (staðreynd) Kristur hefur gefið mér sitt réttlæti sem er 100% (staðreynd) Ég má gera mistök og þarf ekki að vera fullkominn, því Kristur er fullkomin fyrir mig(staðreynd) Hvern dag fæ ég ferska byrjun og get valið að gera mitt besta (staðreynd) Náðin er stærri og meiri en mín mistök (staðreynd) Lykillinn að hjarta Guðs er auðmýkt , sem felur í sér að taka leiðsögn og fylgja Kristi (staðreynd) Ég gæti talið upp margar staðreyndir til viðbótar.

En að lokum, Kristin trú, á ekki að vera trúarbragð eins og sumir hafa gert hana að. Munur á trú og trúarbragði er: Trúarbragð er búið til af mönnum, það felur í sér að þú þarft að uppfylla ákveðin skilyrði og framkvæma ákveðna hluti til að fá eitthvað. Semsagt þú þarft að treysta á þig sjálfa/n. Aftur á mót er trúin Guðs gjöf, þegar þú iðrast, að þá færðu trú að gjöf frá Guði. Trúin hefur þau áhrif á mig, að náðin fær að komast að, ég fæ að breytast innan frá og út. Semsagt, ekki byggt á mínum verkum, heldur á verki Krists á krossinum. Náðin er því Guðs gjöf til þín og er stærri og meiri en við fáum skilið, og getum skilgreint í orðum.

Þegar ég þarf ekki að treysta á sjálfan mig, heldur á verk Krists nægi mér, að þá fæ ég að lifa frjáls í breiskum heimi, læri að elska og fyrirgefa án skilyrða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband