Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017

Náð - hugleiðing.

Mér er umhugað um Davíð konung, þegar hann langaði að byggja hús fyrir Guð. Hann ræddi þetta við Natan spámann, og Natan hvatti hann til þess. En síðan talaði Guð til Natans, að Davíð mætti ekki byggja húsið (musterið) vegna þess að hendur hans voru ataðar blóði. En hins vegar myndi hann velja einn af sonum hans til að byggja hús sitt.

Þegar Natan fór og færði Davíð þessar fréttir. Að þá voru viðbrögð Davíð þau að hann fór afsíðis til að eiga samfélag við Guð. Þau orð sem komu úr munni hans, hver er ég ? Hann minntist þess að hann var ungur smaladrengur, þegar Guð valdi hann sem konung yfir Ísrael. Hann minntist þess að Guð hafði gefið honum sigur yfir öllum óvinum sínum. Og það væri friður yfir Ísrael. Hann minntist alls þess sem Guð hafði gert fyrir hann. Hann minntist þess að það var Guð sem útvaldi hann af náð.

Sama mætti segja með okkar líf sem höfum gengið með Guði. Mættumst við minnast þess og sjá að við erum þar sem við erum, vegna náðar Guðs. Ekki vegna þess að við komum okkur á þann stað í eigin verkleikum.

Fyrir náð valdi Guð hetjur trúarinnar. Við þurfum bara að líta í Gamla Testamenntið og sjá allt fólkið sem Guð valdi. Fólk sem jafnvel fannst það vera aumast af öllum. En þetta fólk vann stórvirki fyrir Guð. Vegna þess að Náð hans var að verki. Einhver spyr en bíddu, ég hélt að náðin hafi ekki komið fyrr en eftir Golgata. Náðin kom fyrir þann tíma, þó svo að hún hafi ekki komið fullkomnlega fyrir en eftir Golgata. Hvað er það annað en náð, að vera útvalin af Guði, til að vinna verk hans á þessari jörðu ?


Villa sem gengur um peningagjafir í söfnuðum eða kirkjum

Það sem hefur verið að angra mig undanfarið er að hlusta á presta og predikara tala um að við fáum margfallt til baka það sem við gefum í baukinn. Þá er yfirleitt vitnað í orð Jesú að við getum borið allt að 100 faldan ávöxt. Þannig að þegar sumir gefa að þá trúa þau því að Guð gefi þeim allt að 100 þúsund til baka ef þau setja 1000kr í baukinn.Þetta kemur beint frá USA frá sjónvarpspredikurum þar.

Þarna er allgjörlega búið að taka orð Guðs úr samhengi. Þegar Jesús talar um að bera ávöxt, að þá er hann ekki að tala um peninga, hann er að tala um okkur sem persónur. Hvað við gerum við þá hæfileika og gjafir sem okkur hafa verið gefnar af Guði. Þetta þýðir að vaxa í því sem við gerum. Biblían notar stundum orðið talentur.

Það sem angrar mig líka við þessa lýgi, er eigingirnin og fégirndin á bakvið þessa hugsun. Þetta veldur því að fólk er að gefa svo það geti fengið meira. Allavegana hefur Guð sett það element í mig, að ég er allgjörlega laus við fégirnd. Ég hef engan áhuga á því að hagnast á öðrum. Þegar ég gef, að þá gef ég af því að mig langar til þess, en ekki af því einhver annar segir mér að gera það.

Löngunin kemur innan frá og út. Það er ekki öllum gefið að vera gjafmildir. Þegar ég gef, að þá gef ég án þess að vænta þess að fá eitthvað til að baka. Sá lærdómur kemur úr 12 sporakerfinu. Og hefur líka með það að gera að læra hjálpa öðrum, og að vera að gagni.

Reyndar getur Guð lagt það á hjartað á okkur að gefa ákveðna upphæð til ákveðna einstaklinga, eða í kirkjuna. Og það hef ég oft gert. En ávallt með því hugarfari að gefa til þeirra sem minna eiga, og vera farvegur Guðs inn í þeirra líf.

Vissulegar færir það velgengni inn í líf okkar að gefa af okkur, og veitir okkur tækifæri til að vaxa og þroskast í því sem við gerum. Því að sá/sú sem gefur ekki af því sem þau hafa. Er eins og persóna sem borðar og borðar, en kúkar ekki eða pissar. Við vitum að slíkt endar ekki vel. Að sitja á þvi sem maður hefur veldur stöðnum.

Þannig að gefa hefur með miklu meira að gera en að gefa peninga. það er að gefa af tíma þínum. Og leyfa öðrum að njóta þeirra hæfileika sem þú hefur.

Þannig að næst þegar ég heyri þessa græðgi aftur, að þá ætla ég að hunsa það. Þvi að það er mín persónulega skoðun að fólk á ekki að láta hafa sig að féþúfu.

Það angrar mig líka þegar það er verið að heimta háar fjárhæðir. Það lætur þau sem lítið geta gefið, líta ílla út, eins og þau séu ekki að gefa nóg. Einnig þegar ég hef gefið peninga á ákveðin stað, að þá fæ ég alltaf bréf um að það vanti meira.

Kirkja er ekki fyrirtæki til að taka peninga af öðrum, hún er fjölskylda sem stendur saman. Sem mætir þörfum annara.

Að gefa tíund er eitthvað sem margir gera í þeirri trú að Guð blessi forðarbúr þeirra. Það er Biblíulegt og reyndar frjálst val hvað það varðar. Að gefa í baukinn þegar það er tekið samskot, má líkja við 7 erfðavenjuna hjá 12 sporasamtökum. Þar sem fríkirkjur njóta ekki sömu réttinda og þjóðkirkjan að vera ríkisreknar. Þannig að það er eðlilegt að vilja sjá söfnuði sínum vegna vel, og sýna þakklæti fyrir það starf sem er unnið með því að gefa.

En aftur að rót vandans, fégirndin er rót alls þess sem íllt er. Og því miður að þá falla margir í þá gryfju.


Jólin hugleiðing

Núna er að renna í garð ein stærsta hátíð ársins. Jólin eru látin líta út fyrir að vera mesti gleðitími ársins. En þvi miður að þá er raunveruleikinn ekki þannig hjá mörgum. Margir upplifa kvíða, ótta og þunglyndi. Margir hafa áhyggjur að ná endum saman. Margir eru einmanna og upplifa jólin alls ekki sem gleði hátíð. En burtséð frá allri jóla geðveikinni. Að þá breytist hugarfar sumra með aldrinum, hvað jólin varðar. Ég man eftir því sem barn, hversu eftirvæntingin var mikil. Hvað fæ ég í jólagjöf ? Sem barn voru jólin gleðilegur tími. En þegar líða fór á árin komu upp atburðir, sem breyttu öllu. Jólin hættu að vera gleðileg. Þó fóru að vera tími þar sem kvíði og minningar um slæma atburði komu upp. 

Það var ekkert lengur nein eftirvænting eftir þessari hátíð. Hugsun mín á þeim tíma, var að fer ekki þessari hátíð að ljúka. Í 5-6 ár voru jólin þannig hjá mér, ömurleg hátíð knúin að geðveiki landans og öfgum. Ég fór síðan á námskeið 2006. Þar greip ég þá kennslu. Þetta snýst allt um hugarfarið okkar. Ég varð meðvitaður um það, að ég þurfti að koma til sjálfs mín og gera upp það liðna, leyfa því að fara og skapa nýjar ánægjulegar minningar. Ég tók þá ákvörðun það ár, að þetta yrðu góð jól. Staðreyndin varð sú, að þetta urðu bestu jól sem ég hafði upplifað í langan tíma.

Árið eftir langaði mig að skapa minningu um öðruvísi jól. Þar sem ég var að vinna með mönnum sem bjuggu á götunni. Að þá langaði mig að prufa að eyða jólunum með þeim, og sjá hvernig þeir upplifa jólin.

Þessi jól eru eftirminnileg vegna þess, að ég fékk að eyða tíma með mönnum, sem nægði að fá húsaskjól og fá mat að borða.

Eftir þessi jól hefur hugsun mín breyst. Í dag er ég þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu, þakklátur fyrir að hafa þak yfir höfuðið. Þakklátur fyrir að fá mat að borða. Þakklátur að gjafir skipta mig engu máli lengur. Heldur að fá að eyða tíma í faðmi fjölskyldunar. Þakklátur fyrir að minnast þess afhverju Jesús kom inn í þennan heim. Það er jú afhverju jólin eru haldin, til að minnast komu frelsarans inn í þennan heim. Þó svo að fræðilega séð að allt bendi til þess að Jesús hafi fæðst í apríl eða að vori til. Að þá minnumst við komu hans inn í þennan heim um jólin.

Það eru einhverjir sem trúa ekki á Guð, en halda samt jólin og leggja þá eflaust meiri fókus á jólasveinanna. En hvað af þvi sem líður, að þá held ég að við getum flest verið sammála um að jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Þar sem þau gleðjast yfir öllum þeim gjöfum sem þeim er gefið. En stærsta gjöfin er til þín og mín, hún er frelsarinn Jesús Kristur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband