Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018

Hugleiðing um að vera samkvæm/ur sjálfum sér ...

Að vera samkvæmur sjálfum sér, er það fyrsta sem kemur í huga minn, þegar það kemur að orðum Jesú, Já ykkar sé Já og nei ykkar sé nei.

Ég er enginn sérfræðingur í þessum efnum. En finnst gott að leiða hugan að þessum orðum, og hvernig þau tala til mín. Sama mætti segja með bíómynd, ef 10 manns myndu gera ritgerð um myndina væri engin ritgerð eins. Það er misjafnt hvað það er sem fangar huga okkar.

En að vera samkvæmur sjálfum sér er verðugt umhugsunarefni. Þetta gæti allveg eins þýtt , ekki vera meðvirk/ur. Að geta staðið með sjálfum sér er meira en að segja það. Ég veit ekki hvort þú sem lest þetta, hafir séð myndina Yes man . Þar er maður sem segir já við öllu.

Ég get ekki sagt að það sé mjög heilbrigt hugarfar. En það getur oft verið erfit að segja nei. Sérstaklega ef maður hefur á einhverjum tímapunkti verið eins og yes man. Í mínu tilviki, fannst mér erfitt að segja nei. EInfaldlega vegna þess að ég kunni það ekki. Upplifun mín var sú að ég væri vondur ef ég segði nei.

En það er reyndar mjög röng mynd af því að vera samkvæmur sjálfum sér. Sem betur fer lærði ég að það er allt í lagi að segja nei, ef ég er beðin um að gera eitthvað. Mér finnst gott að spyrja sjálfan mig. Vil ég gera þetta ? Get ég gert þetta ? Ætlaði ég að vera einhvers annarsstaðar á þeim tíma sem beiðnin kemur um að gera eitthvað ? Þetta hjálpaði mér allavegana að standa með sjálfum mér.

Ég held líka að þetta hafi eitthvað með hjarta okkar að gera. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru. Það er eitthvað sem ég hef hrasað á að gera aftur og aftur. En reyni í dag að varðveita það. Tökum dæmi. Ungur maður hittir unga dömu sem honum lýst vel. Hann verður ástfanginn af henni, og er tilbúin að gera allt fyrir hana. En henni líður ekki eins. Hún á erfitt með að standa með sjálfri sér, er ílla brend eftir fyrri samskipti við hitt kynið. Henni langar ekkert meira en að spjalla eða vera vinir. Hann áttar sig ekki á þessu af blindni sinni á henni. Hún kannski talar ekki hreinskilnislega við hann, þar sem hún kann það ekki eða þorir því ekki, af ótta við að særa hann. Hann heldur áfram jafnvel semur lag eða ljóð handa henni. Gefur henni hluti af því að honum langar að gleðja hana. En svo springur hún á hann, og veit kannski ekki allveg hvernig hún á að vinna úr þessu. Allt fer í háaloft hjá henni og hann situr einn eftir með sárt ennið, og skilur ekki hvað það var sem fór úrskeiðis.

Allavegana myndi ég halda, að varðveita hjarta sitt í svona málum, er að ást verður að vera gagnkvæm. Fólk þarf að þora að tjá sig, setja mörk og segja hvað það er sem það vill. Það vill engin heilbrigð manneskja særa aðra. En við getum ekki tekið eitthvað inn á okkur sem við viljum ekki. Það endar með því að við gerum eins og unga daman og springum.

Að vera samkvæmur sjálfum sér, hlítur líka eitthvað að hafa gera með, að vera ekki að ljúga að sjálfum sér. Ef þú værir ástfangin af einhverjum. Gæturðu þá verið að spá í öðrum á meðan ? Mín skoðun er sú að ég gæti það ekki, mér yrði íllt í hjartanu við tilhugsunina eina. Þannig að heiðarleiki gagnvart sjálfum sér og öðrum hlítur eitthvað að hafa með þetta að gera. Ef ég vil ekki drekka áfengi, ætti ég þá að vera hanga mikið í kringum fólk sem er að sturta í sig, eða fá sér í glas ? Væri ég ekki kveikja eld og freista þess að brenna mig ekki á honum ? Allavegana finnst mér það ekki eftirsóknarvert. En það má eflaust horfa á þetta með misjöfnum augum.

Til dæmis eins og að fara árshátíð með vinnunni, eða vilja keyra vini sína svo þeir geti lyft sér upp. Þar liggja mörkin hjá mér að minnsta kosti. Ég fer ekki inn á bari eða skemmtistaði, bara til að hanga þar. En svo gæti verið, að þér þætti gaman að dansa, og þá er það líka allt í lagi, því tilgangurinn væri að dansa edrú. En mér finnst alltaf best að spyrja sjálfan mig, hvernig líður mér eftir að ég er búin að vera inn á svona stöðum? Komu hugsanir um að fá sér í glas eða einhverjar lygar sem ég reyndi að selja sjálfum mér ? Fannst mér erfitt að vera edrú í kringum allt þetta áfengi ? Ég reyndar fæ ekki fíkn í breytt ástand, þar sem Guð er búin að taka það frá mér, eftir að ég fór í gegnum 12 sporakerfið.

En nóg af þessu. Þannig að skilningur minn á því að vera samkvæm/ur sjálfum sér er að vera: Heiðarlegur gangvart sjálfum sér og öðrum. Standa með sjálfum sér og þora segja nei og já. Standa við það sem ég segi, ekki lofa of miklu eða taka eitthvað að mér sem ég get ekki gert.

Er ég fullkomin í þessu ? Nei fjarri fer því. Ég er ennþá að læra og vonandi þú líka...

 

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband