Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019

Blessunarbænin til að biðja yfir þig daglega.

Blessunarbænin til að biðja yfir þig daglega.

4.Mós.6:24-26 (27) Tilgangur bænarinnar er í versi 27.

Drottinn blessi þig =

Vilt þú YaHWeH minn himneski Faðir, þú sem ert.

Krjúpa frammi fyrir mér (eins og góður faðir krípur með barni sínu)

Og gera þig aðgengilegan fyrir mér, svo þú getir þjónað til mín og úthellt gjöfum þínum

Og loforðum yfir mig.

 

Og varðveiti (verndi) þig =

Vilt þú YaHWeH minn himneski Faðir, þú sem ert.

Gæta mín og vernda mig kröftuglega, svo það varni

Satan og öllum óvinum mínum frá því að skaða , líkama minn

Sál mína, huga minn og anda minn, ástvini mína og allt sem ég á.

 

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig =

Vilt þú YaHWeH minn himneski Faðir, þú sem ert.

Upplýsa alla tilveru þína gagnvart mér, til mín stöðuglega.

Færa allt í röð og reglu. Svo ég geti uppfyllt það sem þú

Hefur áætlað með líf mitt og tilgang minn.

 

Og sé þér náðugur =

Vilt þú YaHWeH minn himneski Faðir, þú sem ert.

Sjá fyrir mér, með þinni fullkomnu elsku og vináttu,

Alldrei yfirgefa mig og mæta þörfum mínum.

Leiðbeina mér og vera vinur minn.

 

Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig =

Vilt þú YaHWeH minn himneski Faðir, þú sem ert.

Lyfta mér upp, opinbera tilveru þína fyrir mér,

(aðstoða mig með öllu sem þú ert) styðja mig ,

Og umfaðma mig með þinni Guðdómlegu tilveru.

 

Og gefi þér frið =

Vilt þú YaHWeH minn himneski Faðir, þú sem ert.

Færa allt á sinn stað svo ég geti öðlast lækningu og gengið heil/l í sigri,

Stund fyrir stund, í krafti Heilags Anda.

Viltu gefa mér yfirnáttúrulega heilsu,

Yfirnáttúrulegan frið, velgengni, öryggi,

Heilbrigði, friðsæld, velmegun,

Fullkomnun, fylla mig, hvíld, sátt, og halda frá mér

Öllu áreti og því sem skaðlegt er.

Amen

 


Áætlun Satans gegn þér

Áætlun satans gegn þér

1.Mós.3:1-7

Efi

Fær til þig að efast um Guð og gæsku hans.

Reynir að blinda þig

Reynir að fá þig til að líta á vandamál eða aðstæður, frekar en Guð.

Reynir að beina sjónum þínum frá sannleikanum.

Reynir að láta það sem er rangt, líta út fyrir að vera spennandi og eftirsóknarvert. Svo eitthvað gerist innra með þér sem fær þig til að langa til að gera þessa röngu hluti.

Tap, eða ósigur

Reynir að fá þig til að líða eins og lúser, svo þú missir alla von og hættir að reyna áfram.

Frestun

Reynir að fá þig til að draga hlutina á langin eða fresta þeim, svo þér verði ekkert úr verki.

Áhugaleysi                                 Reynir að fá þig til að missa áhugann á öllu því sem tengist Guði.


Faðir Vorið - Passion þýðingin

Faðir Vorið (Passion þýðingin)


Okkar Heilagi Faðir, þú sem dvelur í himneska ríkinu,
Mætti dýrð þín vera þungamiðjan af því sem líf okkar snýst um.
Opinbera þitt konunglega ríki, og lát tilgang þinn
Verða uppfylltan á jörðinni,
Á sama hátt og hann er uppfyltur á himnum.
Við játum að þú ert sá sem sérð fyrir þörfum okkar sérhvern dag.
Fyrirgef okkur þau rangindi sem við höfum gert, og við einnig
Leysum út fyrirgefningu til þeirra sem hafa brotið á okkur.
Bjarga okkur í sérhvert skipti sem það þrengir að okkur,
Og frelsa okkur frá íllu.
Því að þú ert konungur sem ríkir með krafti og dýrð að eilífu
Amen.

 


Ljóð - Iðrun

Ég iðrast fyrir syndir mínar.

Ég iðrast fyrir allt sem ég hef gert,

Bæði meðvitað og ómeðvitað.

Hvort sem það hefur verið í verki eða orðum.

Ég iðrast fyrir að leyfa öðrum hlutum,

Að halda mér frá þér.

Ég iðrast fyrir allt sem ég hef tekið fram yfir þig.

Ég iðrast fyrir hvert skipti,

Sem ég hef farið í málamiðlanir,

Með vilja þinn og orð þitt.

Ég iðrast fyrir sérhverja óhlýðni.

Ég iðrast fyrir að hafa ekki sagt,

Fleyrrum frá þér.

Ég iðrast fyrir að hafa ekki ,

Tekið stöðu mína eins og ég ætti að gera.

Ég iðrast fyrir hvert skipti,

Sem ég hef sagt ósatt.

Ég iðrast fyrir allt sem ,

Ég hef tekið ófrjálsri hendi.

Ég iðrast fyrir að hafa óhlýðnast,

Með yfirvald í bæn og ekki

Fylgt leiðsögn þinni.

Ég iðrast fyrir að hafa trúað,

Lyginni sem var töluð yfir mig,

Sem barn. Og ekki meðtekið sannleika,

Þinn um sjálfan mig.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég hef

Haft þig að háði, eða orðið þér til skammar.

Ég iðrast fyrir að gefa þér ekki allt.

Ég iðrast fyrir sjálfselsku mína og eigingirni.

Ég iðrast fyrir að leita að ást á röngum stöðum.

Ég iðrast fyrir að stofna til óguðlegra sambanda.

Ég iðrast fyrir að hafa leyft syndinni að grasera innra með mér.

Ég iðrast fyrir allt í lífi mínu sem er ekki frá þér.

Ég iðrast fyrir að elska ekki sjálfan mig nóg.

Ég iðrast fyrir slæma framkomu ganvart,

Sjálfum mér og öðrum.

Ég iðrast fyrir alla undanlátssemi og stjórnsemi.

Ég iðrast fyrir að hafa meitt aðra með orðum mínum.

Ég iðrast fyrir öll særindi sem ég hef valdið öðrum.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég hef valdið öðrum vonbrigði.

Ég iðrast fyrir að bera ekki virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég hef ekki treyst þér.

Ég iðrast fyrir allt sem ég hef látið ná stjórn á lífi mínu.

Ég iðrast fyrir allar fíknir sem ég hef hleypt inn í líf mitt.

Ég iðrast fyrir að hafa einangrað hjarta mitt.

Ég iðrast fyrir að hafa látið særindi stjórna hegðun minni.

Ég iðrast fyrir að hafa samþykkt þunglyndi inn í líf mitt.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég eitthvað rangt í þinn garð.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég hef tekið þátt í,

Baktali, slúðri og lygum um aðra.

Ég iðrast fyrir að hafa látið reiði stjórna mér.

Ég iðrast fyrir allt stjórnleysi sem ég hef hleypt að mér.

Ég iðrast fyrir að hafa vanrækt sjálfan mig.

Ég iðrast fyrir allar rangar ákvarðanir sem ég hef tekið.

Ég iðrast fyrir alla synd sem var í lífi mínu og vill komast að .


Ljóð - Hjartað

Hjarta þitt bregst við hjarta mínu.

Hjörtu okkar tengd saman ,

Sem faðir og sonur.

Elska þín býr í hjarta mínu.

Elskan fær mig til að sjá,

Hlutina með þínum augum.

Ég er augasteinninn þinn,

Og þú ert minn elskaði faðir.

Þér er annt um hjarta mitt,

Og kostar kapps við mig að varðveita það hreint.

Þú fjarlægðir óhreinleikann úr hjarta mínu.

Þú læknaðir særindin sem þar voru.

Nú er hjarta mitt heilt,

Og slær aðeins fyrir þig.


Ljóð - Verðleiki

Ég spurði þig hversu mikið elskarðu mig ?

Þú opnaðir faðminn þinn og gafst þitt líf,

Í minn stað og sagðir svona mikið.

Ef ég hefði verið eina persónan á jörðinni.

Að þá hefurðu samt gefið líf þitt í minn stað.

Það er vegna þess að ég er dýrmætur.

Þú gast ekki hugsað þér eilífð án mín.

Þú gast ekki hugsað þér að sjá mig glatast.

 

Nú get ég ekki hugsað mér lífið án þín.

Eilífð án þín myndi gera út af við mig.

Þú læknaðir hjarta mitt og settir mig frjálsan.

Þú leyfir mér að eyða tíma með þér stöðuglega.

Gæðastund já gæðastund með þér.

Þú ert alldrei of upptekin og þekkir hjarta mitt.

 

Þú talar til mín og leyfir mér að finna verðmæti mitt.

Elska þín flæðir um hjarta mitt.

Gleði þín er hlífiskjöldur minn.

Við göngum saman hlið við hlið,

Sonur og faðir sem eitt.

Þú heldur í hönd mína og segir við mig:

Ég elska þig.

Þú hefur velþóknun á mér.

Þú ert stoltur af mér.

Þegar ég dett að þá reysir þig mig  við.

Þú tekur burt frá mér stoltið.

Setur mig frjálsan frá sjálfum mér.

Þú fjarlægir lygarnar úr lífi mínu.

Lygarnar um sjálfan mig.

Þú talar til mín sannleika þinn um sjálfan mig.

Þú byggir mig upp,

Gefur mér sjálfstraust, öryggi og ró.

Þú hefur velferð mína að fyrirrúmi.

Ég er þinn og aðeins þinn.


Ljóð - Náð

Náð hversu stórfengleg þú ert,

að ég fái skilið þig.

Gjöf til mín þú ert.

Eilíft líf,

Fyrirgefning,

Kærleikur.

Persónan Jesús Kristur þú ert.

Margir reyna að skilgreina þig með orðum.

En munum við einhvern tíman skilja og meðtaka til fulls,

Að þú ert miklu stærri og meiri en orð fá lýst?

Sumir nota þig sem afsökun til að lifa í synd.

Aðrir meðtaka þig ekki til fulls.

Þú íklæðir mig réttlæti.

Þú fyrirgefur mér.

Þú umbreytir hjarta mínu.

Þú elskar mig til fulls.

Ég held áfram að opna og meðtaka þig,

Þú mikla Guðs gjöf.

Andan Heilaga þú sentir mér,

Til að opna augu mín.

Að þau mættu fá að sjá og skilja gæsku þína.

Þegar þú mættir mér sá ég gæsku þína.

Ég átti erfitt með að skilja afhverju,

Þú valdir mig.

Orð þitt segir að ég er útvalin af náð.

Ég sé þig ekki sem afsökun til að lifa í synd,

Ég ég þig sem betri leið til að lifa frjáls frá synd.

Þú leystir mig undan skömm,

Þunglyndi,ótta, ófyrirgefningu,

Hatri, reiði, lýgi, depurð,

Vímuefnum, áfengi, klámi

Og öllu því sem hefur haldið mér frá þér.

Þú gefur mér kraft til að framkvæma þau verk,

Sem þú hefur falið mér.

Þú gafst mér gjöf bænarinnar,

Og dregur mig nær þér.

Talar til mín og sýnir mér hver vilji þinn er.

Má ég vera eins og Enok og vera þér stöðuglega nálægur ?

 


Ljóð - Bænin

Þú gafst mér þá gjöf að biðja niður himininn.

Þú gafst mér þá gjöf að halda út í bæn.

Þú kenndir mér leyndardómin að hlusta á þig.

Þú sýnir mér hvað er á hjarta þínu.

Sýnir mér hvað ég má og ekki má.

Segir mér hvað biðja skal,

Sýnir mér hvaða leysa og binda má.

 

Bænin færir niður nærveru þína.

Hún leysir út vilja þinn.

Færir niður konungs ríki þitt á jörð.

Þú kenndir mér að skilja leyndardóm bænarinnar,

Að fæða fram það sem verða skal.

Þú sendir mér engla til að vernda mig.

Þú sýnir mér leyndardóm himinins.

Gefur mér sýnir og hefur velþóknun á mér.

 

Bænin er gjöf frá þér til mín.

Bestu stundir lífs míns eru í nærveru þinni.

Allt annað verður eins og fölnað gras.

Ég vil fá að vera með þér um eilífð.

 

Ég vil fá að dvelja í nærveru þinni,

Ég vi fá að upplifa meira með þér .

Það er löngun mín að upplifa þig,

Og dvelja með þér.


Ljóð - Skömmin

Skömm þú læðir þér inn og lýgur.

Komst yfir mig sem barn.

Þú laugst að mér,

að það væri eitthvað að mér.

Þú reyndir að segja mér að heimurinn væri betri án mín.

 

Mörg kvöldin sem barn grét ég í koddann minn.

Trúði lýginni þinni að það yrði alldrei neitt úr mér.

Trúði því að ég væri ekki velkominn inn í þennan heim.

Þú jafnvel notaðir tungu manna og kvenna,

til að tala þínu máli.

 

Þú fékkst mig til að einangra mig.

Til að halda öðrum fjarri mér.

Rændir mig hæfileikanum til að tengjast öðrum.

Hélst mér sem föstum fanga.

Vildir ekki sleppa tökunum af mér.

Komst inn með nýjar lýgar.

 

Skömm nú hefur þú misst tangarhald þitt á mér.

Ég fann leið til að losna frá þér.

Mér vegnar betur án lyga þinna.

Þú tapaðir á golgata.

Hvílík framtíð sem bíður mín, án þín.

 

Þú ert ekki lengur velkomin hér.

Fyrirgefning til sjálfs míns og annara,

hefur sett mig frjálsan frá þér.

Mistökin sem þú stöðuglega minntir mig,

ná ekki lengur tök á mér.

Þau ná ekki lengur að strá inn ótta,

til að halda mér niðri.

 

Skömm hvar er sigur þinn?

Hann er hvergi.

Náðin þig kverkataki tekur,

og rekur þig burt.

vertu sæl skömm, 

ég vil alldrei sjá þig framar.


Ljóð - Heilagur Andi

Heilagur Andi besti vinur minn.

Þú sem ávallt ert með mér.

Leiðbeinir mér og kennir mér.

Úthellir gjöfum yfir mig.

Heiðrar mig með nærveru þinni.

Fyllir hjarta mitt af gleði.

Huggar mig og styrkir.

kærleikur þinn flæðir inn að,

dýpstu hjartans rótum.

Fyllir mig af friði og ró.

Gefur mér öryggi.

Ég elska þig Heilagur Andi.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband