Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

Jólahugleiðing

Nú þegar jólin eru að koma aftur. Að þá kemst maður ekki hjá því að hugsa til þess þegar Jesús kom í heiminn. Filipibréfið talar um að hann svifti sig allri tign og kom fram sem maður. Að hugsa sér að sonur Guðs hafi takmarkað sig í einum líkama. Og lagt á sig að gefa líf sitt í sölurnar fyrir okkur.

En mér hefur oft verið hugsað til Jósefs jarðnesks föður Jesú.Ég er allveg viss um að það hafi þurft að reyna á karakter hans, áður en hann fékk það mikla hlutverk að ganga Guðs syni í föður stað og ala hann upp. Við lesum að hann varð var við að María var ólétt. Og Biblían talar um að hún hafi verið heitkona hans. Sem þýðir að þau voru trúlofuð.

Hann hefði auðveldlega geta farið að siðum gyðinga og látið grýta hana til dauða. En hann vildi ekki gera henni mein, og vildi ekki valda henni skömm og dauða. Það lýsir svoldið hvernig hjarta hans var. En við lesum svo um að hann hafi ætlað að skilja við hana í kyrrþey, sem er líklega best þýtt á nútíma máli , að hann ætlaði sér að slíta samvistum við hana í laumi.

En við vitum svo að Jósef fær svo að vita hver það er sem er í móðurkviði Maríu.Þá fékk hann að vita hvað væri að gerast. Og það mikla hlutverk sem beið hans. Við vitum að hann var smiður. En það sem má líka læra af honum er. Að blóðtengsl milli foreldra er ekki það sem skiptir mestu máli. Heldur kærleikurinn til barnsins. Þannig að ég ýmynda mér að Jósef var ástríkur og góður faðir.Við vitum líka að Jesú átti systkyni. Bræður hans eru nafngreindir. En ekki systur hans. Það hefur oft vakið forvitni mína, hver nöfn þeirra voru. Sumir hafa komið með getgátur um nöfn eins og Marta og María. Ég hef reynt að komast í heimildir utan Bíblíunar frá þessum tíma til að reyna komast að því hvað þær hétu. En ekkert fundið sem staðfestir hvað þær hétu.

En aftur að jólunum. Þessi tími getur verið mis erfiður fyrir okkur. Fyrir suma er þetta gleðilegur tími, og aðra ekki. Áherslur hafa líka breyst með árunum. Sem barn að þá var spennan að opna pakkana og sjá hvað var í þeim. En núna í dag siptir samverustundin með ástvinum meira máli og njóta þess að vera með þeim. Og fyrst fremst minnumst við þess að Jesús kom í þennan heim, og afhverju hann kom.

Þó svo að við vitum að Jesú fæddist ekki á þessum árstíma, því ritningarnar gefa til kynna að þetta hafi verið að vori til. Að þá er það ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er tilgangurinn með jólunum. Jesús kom í þennan heim til að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir okkur. Það er stærsta gjöfin sem við getum fengið. Að meðtaka hann í hjarta okkar og opna gjöf náðarinnar. Mætti þér að auðnast að sjá Náð Guðs sem gjöf til þín.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband