Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021

Með lögum skal þjófin vernda.

Það er eitt sem hefur verið að angra mig er löggjöfin á Íslandi, þegar það kemur að þjófnaði. Lögin vernda þann meira sem stelur, en þann sem á það sem er stolið.

En nýlega hafði ég rafhlaupahjól til sölu á netinu. Aðili hefur samband og segist hafa áhuga á því að kaupa. Þegar á staðinn er komið var þetta eitthvað hálf furðulegt. Það tók hann vandræðalega langan tíma að reyna millifæra. Sem vanalega tekur innan við mínútu að gera. Hann sagðist vera millifæra af reikning kærustu sinnar. Þar sem upphæðin var yfir 100 þús eða um 160 þús. Að þá þurfti hann að fá auðkennisnr. Samkvæmt honum að þá þurfti hann að hringja í kærustu sína. Ég horfi á hann millifæra. Og sína fram á kvittun. Þar sem klukkan var 8 að sunnudagskveldi. Að þá sá ég ekkert á reikningum hjá mér, þrátt fyrir að horfa á hann millifæra.

Ég dríf mig í hraðbanka og tékka en ekkert kom inn á reikninginn. Ég bíð svo rólegur fram að 9 á mánudagsmorgun. Og ekkert komið enn inn. Ég dríf mig í því að merkja hann sem kaupanda á bland. Og vara fólk við honum. Í áframhaldi að þá hef ég samband við bland og svo lögreglu. Ég var komin með nafn og heimilisfang kauða. Og nákvæmar upplýsingar á því hvað var tekið ásamt myndum og kvittunum til að sanna það hvað var tekið. Ég fæ þær upplýsingar að þessi aðili stundi þetta og noti svo kallaða framvirka millifærslu og gat því sýnt fram á kvittun um millifærslu. Í framhaldinu reyndi ég að hafa samband við hann og hann lofaði að athuga þetta nánar. 

Lítið vissi ég þá. Í framhaldinu hafa við mig samband 2 aðilar sem lentu í honum líka. Ég aðstoðaði þá við upplýsingar ofl á aðilanum. Bland lokaði svo aðganginum sem var notaður til að svíka fólk. 

Sagan er þannig að á föstudeginum svíkur hann út zero 10x hjól af manni á bland á sama hátt og hann sveik mig. Síðan í hádeginu á sunnudeginum. Svíkur hann svo út oneplus 8t síma af manni. Síðan kemur hann ásamt öðrum aðila sem var frekar tens á því og í annarlegu ástandi. Sá aðili var á hjólinu sem stolið var á föstudeginum. Og segir að þetta sé hjól konunar og hann sé meira kaabo maður. Og spilar sig sem séný á hjól.

Á miðvikudeginum er ég svo kallaður til að gefa skýrslu og sýni fram á upplýsingar um aðilan bæði nafn, hvar þýfið er, og myndir og kvittanir fyrir öllu sem var tekið. Mér er síðan afhent 2 blöð þar sem mér er gefin kostur að leggja fram refsi og skaðabótakröfu.Við nánari skoðun á kröfunni sé ég að ég þarf að hafa samband við lögfræðing. Ég hef síðan samband við lögfræðing og skoða málið með honum. Hann sýnir mér fram á málsgrein sem hindrar það að ég geti fengið það bætt sem var stolið. Því að verðmæti þess sem er tekið verður að vera að minnsta kosti að verðmæti 400 þús. Til þess að fá eitthvað út úr þessu.

Það er því miður upplifun mans, að lögreglan geri þetta vísvitandi svo hún þurfi ekki að gera neitt í málinu. Ég hef samband sama dag og skýrslutakan átti sér stað og bið um að fá samband við þann sem var úthlutað málið. Hann hringir reyndar ekki fyrr en daginn eftir, og var ekki einu sinni búin að skoða það og gera neitt. Þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar að þá lítur það út fyrir það að lögreglan hafi engan áhuga á því að aðstoða fólk sem verður fyrir fjársvikum. Það var líka að heyra í tóni lögfræðingsins að þeim væri sama um svona mál.

En lögreglumaðurinn virkaði áhugalaus og ekki byrjaður á því að gera neitt. Þar til ég nefni það við hann í símanum að ég fari þá bara sjálfur og tékki á þessu. En það kom honum eitthvað til umhugsunar þar sem hann sagðist ætla að athuga hvort það væru lausir lögreglumenn og hafa svo samband við mig. Síðan eru liðnir 4 dagar frá því símtali og ekkert búið að hafa samband við mig. Nema að hlera hjá mér símann, sem ég átta mig ekki allveg á.

Hvað af því sem líður að þá virðist það ekki vera neitt mál að senda götufólk í fangelsi fyrir að stela samloku eða harðfisk. En ekkert gert fyrir almúgan.

Sú spurning kemur í huga manns, afhverju ríkið sé ekki löngu búið að fjölga lögreglumönnum. Þar sem þeir eru löngu komnir yfir öll þolmörk. Sama má segja um aðrar stéttir eins og sjúkrahús oflr. Sem er kannski annað mál.

En því miður virðist að vera þannig að glæpir sem eru ekki nógu allvarlegir, eru látnir eiga sig og lögin vernda þann meira sem tekur ófrjálsri hendi. En þann sem verður fyrir tjóni.

Ég reyni að sjálfssögðu að sýna lögreglunni virðingu, en finnst það ekki auðvelt eftir þetta. Þar sem traust mitt til þeirra er ekki neitt lengur. Og afhverju ætti ég að sýna þeim virðingu þegar þeir hafa engan áhuga á að hjálpa fólki sem þarf á þeim að halda. Það var jú vissulega ákveðið ósætti í mér til að byrja með. Þar sem ég var nýlega búin að lesa grein þar sem lögreglan státar sig á því að vera fljót að leysa svona mál.

Ætli viðbröð þeirra væru önnur ef eitthver ríkur eða þjóðþekktur Íslendingur hefði lent í þessu ? Maður veit ekki. En allavegana lítur það út fyrir það að þeir geta ekki synt öllu sem kemur á borð til þeirra. Skömmin fer væntanlega á ríkisstjórnina fyrir að gera ekki neitt í þessum málum. Þá bæði með kjör þeirra manna og kvenna sem leggja líf sitt í hætturnar til að vernda almúgan. Og þá líka fyrir að fjölga ekki í samræmi við fólksfjölda.

Ég er nokkuð viss um að glæpatíðni oflr mál myndu leysast ef ríkið myndi gera eitthvað í þessu og hætti að spara á röngum stöðum.

Ég hef alls ekkert á móti lögreglunni og virði þá sem löggjafavald. En ég er ósáttur við þá og má vera það.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband