Föðurást (tilraun á texta)

Það hefur ekki verið mín sterkasta hlið að gera texta. Ég hef haldið mig við ljóð og sálma. En fékk áskorun um að breyta ljóði sem ég gerði handa dóttir minni í texta, svo það sé hægt að syngja það.. Ef eitthver tónlistar snillingur les þetta eða lagahöfundur. Að þá eru öll ráð og tillögur vel þegnar.. En hérna kemur textinn.

Föðurást

Àst mín til þín, er sönn og sterk.

Ég get ei tekið augun af þér.

Hugfangið hjarta mitt,

brennur af ást til þín.

 

þú ert stolt mitt og prýði.

Framtíð þín er björt.

Sérshvert skref sem þú tekur,

mun gleðja hjarta mitt.

 

Föðurást , föðurást

Er ást án skilyrða

 

Þú ert dýrmæta barnið mitt.

Ég elska þig meira en orð geta lýst.

þú ert stöðugt í huga mínum og hjarta.

Með komu þinni , hefur líf mitt breyst.

 

Nú hef ég fengið nýjan tilgang með þér.

Lífið með þér og það sem framundan er,

gleður hjarta mitt.Ég mun ganga við hlið þèr

og reysa þig við þegar þú dettur ástin mín.

 

Föðurást Föðurást

Er ást án skilyrða

 

Ég mun halda í hönd þína alla ævi.

Ég elska þig , Ég elska þig

Þú ert mitt elskaða barn

Þú ert ávallt í huga mínum

 

Föðurást föðurást

Er ást án skilyrða.

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ég fann í litlum lófa lífsins gæði.

Er reikað hafði einn um lífsins hjarn.                            

Mig tómlegt lífsins strit og sorgir tærði,

þá mætti mér sú gæfa að eignast barn.

Á lífsleið minni fjölda margar raunir.               

Og dulin gæska Guðs míns, æði oft.                                    

Í dölunum oft að mér sótti efi,

að færði þetta streð mér nokkuð gott.

Þá rann með bjartri sól upp dýrðar dagur.      

Er fæddist þú hér inn í þennan heim.           

Mitt hjarta hefur fundið samastað sinn,

því líf þitt kveikti neista í lúin bein.

Það er mér sannur heiður, vera faðir.

Og fá með lífi mínu að blessa þitt.                            

Hve undursamlegt starf og starfs míns titill,

að fá að kallast pabbi, barnið mitt.

Anna (IP-tala skráð) 26.1.2024 kl. 04:21

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Þetta er mjög fallegt hjá þér :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 27.1.2024 kl. 18:53

3 identicon

Ég kíki hingað inn annað slagið til að mynna mig á Guð æsku minnar, lesa kennsluna. Það hefur glatt mig og veitt innblástur að sjá lífið vaxa svona fallega í kringum þig.  

Innilega til hamingju með litlu stúlkuna ykkar, börnin og ástina.

Þú mátt eiga/nota ljóðið ef þú villt, (mín tilraun til umorðunar).

Kv. A

Anna Friðrika Welding (IP-tala skráð) 3.2.2024 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband