Hégilja

Ég hef svona verið að skoða nýju Biblíuþýðinguna og  bera hana saman við 81 þýðinguna og svo aftur á móti nýjar enskar þýðingar í dag. En ég hélt svona að þar sem Biblían ætti að færast á nútímalegra mál að þá myndi hún vera auðskiljanlegri.

En það poppar upp orðið hégilja. Þetta orð hef ég alldrei heyrt áður svo ég muni til. Enda ekki mikið notað í mínu umhverfi. Í 1.Tím.4:7 kemur þetta orð fyrir. 81 þýðinginn þýddi vanheilögum kerlingaævintýrum sem þýddi að maður ætti ekki að taka, þátt í baktali, slúðri eða neikvæðu tali. En nýja þýðingin segir vanheilögum hégiljum. Þá er komin allt önnur meining á versið og þannig séð búið að breyta merkingu þess. Ég finn ekki nákvæma merkingu þessa orðs, en það sem ég kemst næst er hjátrú. Þeir sem vita betur mega leiðrétta mig endilega. En sé þetta raunverueg merking orðins, þá þýðir þetta vers ekki lengur að við eigum að hafna því að taka þátt í baktali og slúðri, heldur að við eigum að hafna allri vantrú.  Frumtextin sem orðin hégilja og kerlingarævintýri er þýtt af er muthos.

Muthos er þýtt í King James sem uppspuni. Versið í King James er þýtt þannig, en hafna þú hinu óguðlega og uppspuna gamalla eiginkvenna.

New Living Translation þýðir þetta sem ekki eyða tíma í þras yfir guðlausm hugmyndum  og uppspuna gamalla eiginkvenna

Orðið hégilja sem er eldgamalt og háfleygt er mér hulið afhverju það sé notað í nýju íslensku þýðingunni. Kannski það að háskólarektorar og íslenskufræðingar hafi lagt þær kröfur að þetta orð yrði tekið aftur upp. En hvað á unglingur að halda sem les þetta? hann skilur ekki baun í bala en orðið kerlingarævintýri má allveg misskilja auðveldlega. En það mátti allveg skilja þetta vers, en hafna þú öllum vanheilögum kerlingarævintýrum og æf sjálfan þig í allri guðhræðslu. Það mátti allveg skilja þetta á þann hátt að maður eigi að láta konur sem ganga ekki sama veg og maður sjálfur eiga sig. Þess vegna kemur orðið vanheilög því það er engin blessun í því að fara í sambönd með vantrúuðum því það hefur í flestum tilvikum leitt til þess að ´trúaði aðilinn fer hægt og rólega af vegi sannleikans. En þó svo að vers þýði eitthvað ákveðið, þá má maður alldrei sleppa því að leyfa orðinu að tala til sín. Þetta vers í 81 þýðingunni talaði þetta til mín eins og ég útskýrði en þýðir að taka ekki þátt í því óguðlega eins og slúðri og baktali og þrætum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband