Er erfitt að viðurkenna sín eigin mistök?


Það sem ég er að spá í núna er varðandi mistök sem við gerum. Þá getum við lent í því að brjóta óvart á fólki eða viljandi. Slíkt er bara óhjákvæmilegt þegar fólk dvelur mikið saman. Enda allir menn breyskir á einhvern hátt. Ég hugsa að lífið væri annsi leiðinlegt ef allir væru fullkomnir og lífið biði þeim ekkert upp á neina áskorun eða þroska.

En þegar ég fer að velta þessu betur fyrir mér þegar við klikkum eða gerum eitthvað rangt, að þá er svo allgengt að við fríum okkur undan því að hafa gert eitthvað og bendum á næsta mann. Svona flóttaleysi undan ábyrgð hefur verið til síðan við syndafall mannsins. Þegar við förum aftur til baka í Edengarðin og skoðum Adam og Evu að þá óhlýðnuðust þau því sem Guð hafði sagt. Þegar Guð spyr Adam afhverju hann braut af sér, að þá kennir Adam Guði um þetta því hann gaf honum konuna sem lét hann gera þetta. Eva gat ekki heldur viðurkennt sín mistök og kenndi höggorminum um þetta því að hann tældi hana.


Í fyrsta lagi að þá vissi Adam að þetta væri rangt, hann valdi það að taka þátt í óhlýðninni með Evu. Eva valdi það líka að hlusta á höggorminn og að óhlýðnast. Hún sjálf framkvæmdi það sem hún átti ekki að gera. Þar af leiðandi var það hvorki Guði né Evu að kenna að Adam óhlýðnaðist, og það var ekki höggorminum að kenna að Eva óhlýðnaðist. Þau völdu það sjálf að óhlýðnast og þurftu því að taka afleiðingum af gjörðum sínum.


En afhverju er svona oft erfitt að viðurkenna að maður klikki? Stundum er það ótti við höfnun, ótti við að vera dæmdur eða ótti við álit annara og manns eigin hroki og stollt.
Lausnin við þessu öllu saman er að lifa fyrirgefandi lífi. Það er góður punktur sem ég las. Við þurfum alldrei að fyrirgefa öðrum meira en Guð hefur fyrirgefið okkur. Þannig að þegar menn láta af eigin hroka og stollti að þá verður það léttara að biðjast afsökunar ef maður hefur gert eitthvað á hlut annara og fyrirgefa þeim sem gera á manns eigin hlut.

Afhverju að ljúga þegar þess þarf ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigvarður.

það er nefnilega það.

Af hverju ljúga þegar þess þarf EKKI.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 07:23

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Fólk lýgur nú oftast ef það er hrætt við viðbrögðunum ef það segir satt...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 17.1.2008 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband