smá bakþanki yfr atvinnumál og bankana sem eru aðalkrimmarnir

Jæja þá er kominn tími á smá blogg en ég er búin að vera mikið fjarverandi unfanfarið, þannig að núna ætti maður að koma ferskur til baka, fyrst hvíldin hefur verið góð frá skrifum undanfarið.

það er margt að ske í þjóðfélaginu í dag mikil niðursveifla í atvinnumálum og annað. En það kom að því að þennslan myndi springa eða fara niður á við. Margir hafa tekið á það ráð að geyma fé sitt erlendis og telja því betur borið annars staðar en hér á skerinu Íslandi...

Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér hverjir eru í rauninni aðalglæpamennirnir á Íslandi. Eru það krimmarinir sem berjast fyrir því að eiga fyrir næsta dópskammti eða eru það einhverjir aðrir sem eru skipulagðir og ber ekki mikið á. Ef ég tek ritninguna inn í dæmið að þá stendur það skírt í Biblíunni að menn eiga ekki að lána og setja vexti á lánsféð. Þannig að bankarnir hljóta þá að vera aðalglæponanir og þrælahaldararinir, því að þeir eru með allveg upp í 26% vexti sem er hrein og bein geðveiki. Margir ná varla að borga niður lán og berjast við að halda vöxtunum niðri sem er ekkert annað en þrælahald. Ekki það að það væri eitthvað að því að bankar hagnist eitthvað á viðskiptavinum sínum en þá mættu þeir nota aðrar aðferðir en að kúga landann með okurvöxtum...

En besta orðið í þessu er að skulda engum neitt nema að elska aðra...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband