Á að aðskilja ríki og kirkju

Finnst mönnum að það ætti að aðskija ríki og kirkju? Mér finnst það persónulega að það ætti að gerast. Tilhvers að eyða skattpeningum í þjóðkirkjuna sem er hundleiðinleg og föst í fornöld með messuhald sitt og hefðir.

Ég er á því að krikjan eigi að standa á eigin fótum. Ég hugsa þá líka að kirkjuhald myndi breytast eitthvað í leiðinni og prestar fengju meira sjálfræði með formið á messum sínum.

Eða hvað finnst fólki? Á það ekki að vera frjálst val hvers og eins hvaða afstöðu hann tekur gagnvart trú og þeirri stefnu sem hann tekur í lífinu? Fyrir mér mætti vera meira frjálsræði og umburðarlyndi, en því æfir maður sig betur í með degi hverjum...

En hérna á Íslandi væri þessi aðskilnaður aðeins of flókin, því að mikið af þeim jörðum sem ríkið hefur afnot af, eru í eigu kirkjunar sem er í staðin rekin af ríkinu. En vonandi mun hann eiga sér stað.. Því að boðun trúar í kærleika er alltaf jákvæð og komin tími á að hefðir frá fornöldum fari að víkja burt..

Jesús sagði að hann hefði áhuga á ´hjarta okkar en ekki hefðum okkar eða athöfnum.. Þess vegna fyndist mér þessi aðskilnaður milli ríkis og kirkju í anda þessara orða Frelsarans..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna er ég sammála þér minn kæri, þótt oft höfum við verið að tala í kross.  Aðskilnaður ríkis og kirkju hefur einnig í för með sér algeran aðskilnað á störfum kirkju og ríkisvalds, sem þýðir:

Að trúboð fari út úr skólum og mennt um trúarbragðasögu verði þar einungis og þá ekki skilið undan hið illa í þeirri blóði drifnu sögu.

Að við greiðum ekki nefskatta til kirkjunnar og að trúfélög almennt hafi ekki skattfrels fram yfir þegna landsins.

Prestar verði á launum hjá kirkjunni  og kirkjan kosti sig með að innheimta fyrir hefðbundnar athafnir fyrir utan almennt messuform og frjáls framlög standi straum af daglegum rekstri kirkna. Kirkjujarðir verði seldar og kirkjan fer sjálfkrafa að sníða sér stakk eftir vexti.

Kirkja og trúfélög dragi sig út úr heilbrigðisgeiranum en að bænaaðstaða verði á þeim eftir þörfum fyrir þá sem æskja.  Strangari reglur um fagmennsku verði settar um rekstur meðferðastöðva í trúarlegu samhengi og aðaláhersla lögð á hefðbundnar og viðurkenndar aðferðir og menntað fagfólk. Trúboð verði miðað við óskir sjúklinga en verði ekki skilyrði meðferðar.

Hætt verði að dreifa trúarritum í opinberum stofnunum og sjúkrastöfnunum en biblíur og önnur trúarrit höfð tiltæk fyrir þá sem óska. Rétt eins og á hótelum.

Lög um Guðlast verði tekin út og trúarlegt áreiti skilgreint í lögum.

Þá verða allir nokkuð sáttir.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2007 kl. 07:40

2 identicon

Já ég er sammála um aðskilnað ríkis og kirkju. Ég held að þetta yrði einmitt kirkjunni til heilla og færa henni gleði, frjálsræði, fögnuð, tilgang, ....og ....og ....og ....já einmitt ....aðskilnað fljótlega uppúr 2010 og fullt sjálfstæði 2015.

NN (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 07:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Taktu fram nýja testamentið þitt og teldu, ef þú mátt vera að, hve oft Kristur segir þér Farisear og Hræsnarar. (Farisear verandi prestastétt þess tíma) Athugaðu svo líka hvar hann talar reiðilega og ásakandi og til hverra hann beinir máli sínu.  Þú munt komast að því að hann gerir það nánast aldrei við hinn almenna borgara, heldur er orðum hans beint til kirkjunnar og boðenda hennar.

Hvað á það að segja okkur?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2007 kl. 07:52

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Margt er sagt í biblíunni, sem ekki er hægt að andmæla. Þar ber fyrst að nefna Kærleiksboðið og fyrirgefninguna, auk umburðarlyndis og jafnræðis. Fordæming, morða og ofbeldis og hvatnig maka til tryggðar.

Best finnst mér að þar er sú athöfn að lána peninga með vöxtum er sérstaklega fordæmt þar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2007 kl. 07:59

5 identicon

Allir geta verið sammála um eitthvað, ég er náttúrulega sammála og ef kirkjan fer að nota illa fengnar jarðir gegn íslenskri þjóð þá er það ágætis eftirskrift um hana

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 08:41

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Góðir punktar hjá ykkur, en það er satt Jón Steinar , maður á ekki að lána með vöxtum... þess vegna eru bankarnir aðal krimmarnir í dag ásamt öðrum ríkisbubbum...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2007 kl. 07:43

7 Smámynd: Þorgeir Arason

Sigvarður, ég bið þig að kynna þér starfsemi Þjóðkirkjunnar ögn betur áður en þú varpar fram spurningum á borð við:

Tilhvers að eyða skattpeningum í þjóðkirkjuna sem er hundleiðinleg og föst í fornöld með messuhald sitt og hefðir.

Þetta er mjög niðurlægjandi fyrir okkur, sem erum í Þjóðkirkjunni, höfum einlæga trú á Drottin Jesú og njótum hefðbundins messuhalds sem trúaruppbyggingar.

Sömuleiðis er þetta niðurlægjandi fyrir þá fjölmörgu starfsmenn kirkjunnar, sem bæði boða fagnaðarerindið og þjóna fólki í erfiðum aðstæðum. Þú virðist ekki gera þér grein fyrir eðli Þjóðkirkju og skyldum hennar.

Þorgeir Arason, 7.12.2007 kl. 09:29

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég hef oft farið á messur og les stundum greinar og annað eftir ykkur. Þetta skot er ekki á neina einstaklinga, heldur hefðirnar. Mér finnst það bara asnalegt að kirkjan sé ríkisrekin. Enda mistök í frumkristninni að gera kristna trú af ríksistrú og eitt af vélabrögðum djöfsa að villa um fyrir mönnum og láta þá missa fókusinn af því sem skiptir máli og fara hugsa um byggingar. Mér finnst það líka asnalegt af þjóðkirkjunni að ljúga af fólki varðandi, barnaskírn , fermingar og svo varðandi jarðarfarir. Barnaskírn er ekki Biblíuleg, Jesús tók börnin í faðm sér og blessaði þau, orðið skírn eða babtizo þýðir að dýfa undir. Þegar Biblían talar um skírn þá talar hún um að grafa gamla manninn, (gamla lífernið) Hvaða fortíð eða gamla líferni hefur ungabarn til að grafa?  Fermingin er góð athöfn og fræðslan og annað sem börn fá er nauðsynleg, því að það þarf að kynna fyrir þeim kristna trú. En villan sem Þjóðkirkjan er í, er sú að hún boðar það að menn eigi að skírast og fermast að þá séu þeir hólpnir. Síðan þegar fólk er jarðað er Drottinn beðin um að hjálpa þessari villuráfandi sál að rata heim.

Í fyrsta lagi að þá er það eina sem nægir til að vera hólpin er að játa Jesú Krist sem Drottinn sinn og frelsara.

Í öðru lagi þegar maður hefur gert Drottinn að leiðtoga í lífi sínu að þá tekur maður skírn, til þess að staðfesta það að maður ætli að fylgja Drottni og grafa gamla lífernið.

Í þriðja lagi er það ekki Biblíulegt að biðja fyrir látnum því bænir okkar breyta því ekkert hvert viðkomandi fór, heldur afstaða þess einstaklings. Einstaklingur sem hefur tekið afstöðu með Drottni Jesús Kristi er hólpin en ekki villuráfandi.

Það er fullt af góðu fólki í Þjóðkirkjunni sem á lifandi trú og elskar Drottinn eins og þú segir. En værir þú ekki til í að losna við þessar allar hefðir og frosnamessuhald og hafa þetta svoldið lifandi, og kraft Heilags Anda með ykkur? Án krafts Guðs er lítið varið í þetta allt saman.. En eins og ég segi að þá er þetta gagnrýni á þjóðkirkjuna sjálfa en ekki einstaklinga.

En mín skoðun er bara sú að kirkjur eigi ekki að vera ríkisstofnanir heldur, frjálsar. Kirkjan á ekki heldur að taka þátt í syndum heimsins, heldur vera ljós inn í myrkrið og hafa áhrif á þá sem fyrir utan eru.

Hafi ég sært þig með þessu, þá biðst ég afsökunar á því... En tilgangurinn er til að benda á að það þarf að glæða líf í messuhald Þjóðkirkjunar og hreinsa burt hefðir og kenningar sem eru ekki Biblíulegar... 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.12.2007 kl. 15:08

9 identicon

Til þess að jafnræðis verði gætt í prédkun fagnaðarerindisins hér á landi þá er ekki sanngjarnt að ríkiskirkjan fái fleirri hundruð milljón króna árlega til safnaðarhalds, laun starfsmanna og viðhald fasteigna. En aðrar fríkirkjur verða að treysta á hollustu safnaðarmeðlima sinna. Ég hef aldrei heyrt prest þjóðkirkjunnar tali um þá blessun sem fylgir því að gefa tíund? Margir lærðir guðfræðingar og prestar eiga perssónulega lifandi trú, en því miður held ég að það séu fleiri sem ekki eiga þetta lifandi samfélag við heilagan anda og þetta nána samfélag. Ég held líka að viðhorfið innan guðfræðideildarinnar sé að það þykji hvorki gáfulegt né smart að vera mjög trúaaður. Ég á vin sem fór mjög trúaaður í guðfræðideildina og eftir þrjú ár þar, var hann genginn af trúnni og í stað komnir siðir og venjur sem frelsa fáar sálir en er ágætt skipulag utanum messur/samkomur. Kirkjunni til heilla væri best fyrir hana að skilja sig frá ríkinu og fara að lifa á eiginforsendum, með virðingu fyrir öllu því starfsfólki sem kemur þar að, enda ætti frekar að fjölga í kirkjunni en fækka, fólkið sem er þar fyrir yrði guðslifandi fegið að fá heilagan anda ferskan og andblæ sem aldrei fyrr og nýjir meðlimir koma.

Svanfríður Ósk (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 19:29

10 Smámynd: Þorgeir Arason

Það þjónar nú ekki hagsmunum kristninnar að við sem tilbiðjum sama Drottin stöndum í rökræðum eða deilum á þessum síðustu og verstu tímum í landinu, en ekki gat ég á mér setið hér að ofan þar sem mér þótti ómaklega að kirkjunni minni vegið. Hún er sko langt frá því að vera fullkomin og ég er ósáttur við margt þar. Það getur líka vel verið að það væri kirkjunni hollt að aðskilja sig að fullu frá ríkinu, en það væri hins vegar slæmt fyrir íslenskt samfélag því það gæti minnkað áhrif kristindómsins í því - og nógu lítil eru þau orðin. - En það er orðið dálítið þreytandi fyrir lifandi trúað þjóðkirkjufólk að heyra fríkirkjufólk tala eins og heilagur andi starfi varla í guðsþjónustum Þjóðkirkjunnar. Lífið sem heilagur andi gefur í messu eða á samkomu er bundið við lífið í trú hjartans hjá þeim sem koma, og hefur ekkert að gera með dans eða tónlist. Á hinn bóginn myndi ég gjarnan vilja sjá miklu fleira fólk í kirkju á Íslandi, og það viljum við flest sem hér skrifum, sýnist mér.

Hitt er annað mál, að ég hef engan Þjóðkirkjuprest heyrt boða (en þó getur það vel hafa gerst), að aðeins þurfi skírn og fermingu til að verða hólpinn, enda er það alls ekki lúthersk túlkun, skv. Lúther hefur skírnin enga merkingu ef ekki kemur til trú síðar á ævinni. Í fermingunni felst fyrst og fremst trúfræðsla og blessun/fyrirbæn, þó að oftast sé talað um hana sem staðfestingu á skírninni sem er líka í góðu lagi. Hvað barnaskírnina snertir er það allt of langt mál að fara út í og tilgangslaust að deila um, best að hver hafi það eins og honum finnst best svo lengi sem allir leita vilja Guðs í lífi sínu. Bænir fyrir látnum eru mjög umdeilanlegar bæði innan og utan Þjóðkirkju. Við höfum líklega öll annað þarfara við tímann að gera núna, en að deila um það mál. Leggjum það einnig í Guðs hendur.

Guð gefi okkur öllum gleðilega, heilaga jólahátíð.

Í Hans friði, Þorgeir.

Þorgeir Arason, 8.12.2007 kl. 11:14

11 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það er reyndar rétt hjá þér, best að leggja niður allar deilur, enda þurfa öll trúfélög að standan saman á þessum síðustu tímum... Enda mikil vakning búin að vera í allt haust

Sigvarður Hans Ísleifsson, 8.12.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband