Hver er satan?

Satan er óvinur Guðs. Orðið satan þýðir andstæðingur Guðs. En hver var satan? hefur hann alltaf verið svona íllur?

Upphaflega hét Satan Lúsifer. Lúsifer var fallegasti engillinn á himnum og verndar kerúb þakin Gulli og dýrum steinum. Honum var gefin sú gjöf að stjórna lofgjörðinni á himnum. En það sem gerðist er að hann ofmetnaðist af fegurð sinni og vildi verða meira en Guð. Lúsifer gerði uppreisn á himnum ásamt 1/3 englum himins og ætlaði sér að steypa Skaparanum sjálfum af stóli. Lúsifer vildi reysa hásæti sitt ofar en Guð. En refsing Lúsifers og hina englana varð sú að þeim var varpað niður af himnum.

Lúsifer eða satan í dag er fallinn engill. Hann hefur fengið sinn dóm. Sá staður sem honum er búin kallast hel. Hel þýðir staður eilífrar kvalar og refsingar. Jóh.10:10 Lýsir áætlun satans með jörðina og gagnvart mönnum. Þar stendur að hann sé komin til að stela slátra og eyða. Besta vopn satans er að fá fólk til að trúa því að hann sé ekki til.

 En hvernig birtist satan okkur fyrst á jörðinni? Í aldingarðinum Eden. Þá birtis hann í líkingu höggorms. Ritningin talar um að hann geti birst í ljós engilsmynd. En þarna birtist hann sem höggormur. Á þessum tíma hafði satan ekkert vald yfir jörðinni. Því að þegar Drottinn Guð skapaði jörðina og allt sem á henni er, að þá gaf hann manninum vald til að drottna yfir jörðinni, þá sagði hann yfir gróðrinum, fuglum himins, dýrum jarðar og fiskum sjávar. Valdið var mannsins.

En hvað varð þá til þess að maðurinn missti valdið í hendurnar á satan? Í edengarðinum Eden var skilningstré góðs og ílls. Á þessum tíma þekktu Adam og Eva ekki hvað það væri að gera það sem rangt var. Enda gátu þau gengið um nakin án þess að það truflaði þau eða þau gerðu sér grein fyrir nekt sinni. Enda er talað um að dýrð Guðs hafi hulið nekt þeirra. Drottinn Guð sagði við Adam og Evu að þau mætu borða ávexti af öllum trjám nema þessu eina, sem var skilningstré milli góðs og ílls. Það sem gerist er að satan tælir Evu til að óhlýðnast Guði og hann notar þar aðferð sem hann reynir að nota gegn hinum trúuðu enþá daginn í dag og allmennt gagnvart Guði. Hann fær fólk til að efast um tilvist Guðs og það sem hann hefur sagt. Satan fer að tæla Evu, villir um fyrir henni en hún vissi a hún mætti ekki gera þetta. En hún valdi það að óhlýðnast Guði og tældi manninn sinn í leiðinni. Þar sem þau eru bundin hjónasáttmála samkvæmt Matt.19:6 að þá gat ekki myndast aðskilnaður á milli þeirra tveggja og því varð að vísa þeim báðum út úr Eden. Við það að óhlýðnast Guði að þá missa þau yfirráðin af jörðinni og jörðin því komin á vald satans.

Eins og ég ritaði hér aðeins ofar að þá er áætlun satans að stela slátra og eyða. Hann vill ekki að fólk fái það sem hann fór á mis við. satan fær alldrei að snúa aftur til himinsins. þess vegna hatar satan sköpun Guðs og vill skemma hana og eyðileggja eins og hann getur. Maðurinn er skapaður í Guðsmynd og skapaður til þess að eiga samfélag við Drottinn.

En áður en ég enda þetta er svoldið sem verður að fylgja með. Því að þarna í Eden myndast aðskilnaður milli Guðs og manna, því að syndin er búin að  fæðast inn í heiminn og jörðin komin á vald hins ílla. Guð setti strax fram áætlun í 1.Mós.3:15.. Fjandskapurinn milli hans og konunar er Jesús, konan er María móðir Jesú. Að sæðið skildi merja höfuð höggormsins, þýðir að Jesús kæmi og myndi afvopna hann á golgata eins og vitnað er í Kól.2:15. Áætlun Guðs var að koma á þessu nána samfélagi aftur á við mennina sem hafði glatast í Eden. Drottinn valdi að fara leið sem kallast blóðsáttmáli. Það að útskýra nánar blóðsáttmálan er bara efni í næstu bloggfærslu. En Drottinn náði samt sambandi við Abraham og gerði við hann blóðsáttmála. Biblían talar um að lífið er í blóðinu. Þess vegna varð að veita okkur líf með saklausu og lítalausu blóði. Þangað til Jesús kæmi að þá dugði dýrablóð til að hylja yfir syndir okkar og menn þurftu að færa fórnir árlega og minnast þess að þeir væru syngarar. En þegar Jesús kom, var hann hin fullkomna fórn og blóð hans hylur ekki syndir okkar. Það afmáir þær. Í gegnum fyrirgefningu Krists til okkar að þá komust við í þetta nána samfélag sem við erum sköpuð til að vera í. En ég skal útskýra þetta nánar í næsta bloggi. Aðeins í gegnum Jesú Krist getum við losnað undan áætlun satans og þeim dómi sem er yfir heiminum.

Satan blindar fólk og villir um fyrir þeim. Enda samkvæmt orðum Jesús að þá fer satan eftir eðli sínu þegar hann lýgur enda lýginar faðir. Jesús er dyrnar á himnaríki. Hafni menn þessari björg undan dómi heimsins að þá er ekki til nein önnur leið til að nálgast Guð eða vera hólpin og komast í himnaríki. Guð valdi þessa leið til að bjarga okkur og hann er ekki vondur ef við höfnun þessari björg. Það er okkar að velja og hafna hvaða leið við veljum. Ef við værum að drukkna og okkur bæðist hjálp til að losna frá drukknun, myndum við þá hafna hjálpinni? Það held ég ekki. Sálir mannana eru fastar í kvöl og pínu óvinarins. Jesús hef plan fyrir alla menn og vill leysa þá frá fjötrum og lygum satans. Enda lítið mál fyrir Jesús að leysa menn, enda búin að sigra satan og alla hans ára á golgata. Jesús er eina leiðin inn í himininn og til að komast í nálægð við Guð... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður ertu, í þínum útskýringum,og vona ég að sem flestir lesi þetta.         

ALGÓÐUR GUÐ BLESSI ÞIG.  

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:09

2 identicon

Ok ég las öll 3 versin sem þú bentir á og satan eða lúsífer eða óvinurinn kemur hvergi fram þar. Þar er minnst á snákinn og ekkert sem gefur til kynna að hann sé nokkuð annað en snákur. Og jóh 10:10 er minnst á að þjófur komi til að stela drepa og skemma. En í 10:8 segir allir sem komu á undan mér eru þjófar og ræningjar. Þar er aftur ekki verið að tala um neinn satan heldur falsspámenn sem komu á undan jesú.

Hvar segir jesú að satan sé faðir lyginar?

Gissur Örn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jóh 10:10-10

-10- Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.

Það stendur þjófurinn en ekki þjófur og í þessu samhengi er verið að tala um djöfulinn. Vissi nú ekki til þess að markmið allra þjófa væri að slátra og eyða.. markmið þeirra er að stela... En markmið satans er að stela slátra og eyða ... Enda allgjörlega í samræmi við það sem stendur annars staðar í Biblíunni...

Ég skal finna versið;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2007 kl. 20:20

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jóh 8:44

Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2007 kl. 20:22

5 identicon

Ok rétt er það... með jóh 8:44. Þó satan sé ekki notað eða lúsífer. Heldur djöfullinn.

En samengið í 10:8-10 er augljóslega verið að tala um fyrri spámenn.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:02

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Rétt merking þessara versa í samhengi er verið að tala um fallsspámenn sem hann flokkar undir börn satans og þjófurinn sjálfur í þessu samhengi er satan... þarna er ekki átt við spámenn Drottins, heldur menn sem spruttu upp og hurfu svo...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.12.2007 kl. 08:54

7 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Góð samantekt Sigvarður, ég fletti að gamni upp í gamalli samantekt um þetta efni hjá mér. Þar sé ég að orðið satan er notað 52 sinnum í bíblíunni, orðið djöfull 35 sinnum. Djöfull er reyndar notða til að lýsa illum öndum líka þannig að samtals er það notað um 60 sinnum.

Hins vegar notar biblían 22 nöfn til að lýsa þessum skæðasta óvini mannkynsins.  Læt þau fylgja hér með : Valdhafinn í loftinu -Guð þessarar aldar - konungur dauðans- höfðingi þessa heims - heimsdrottinn þessa myrkurs- Levjatan - Lúsifer - Dreki - Afvegaleiðandinn- Appollyon-Beelzebúl- Belial - Hinn vondi - Freistarinn- Ákærandi bræðranna-Engill ljóssins- Lygari- Morðingi- Óvinurinn - Öskrandi ljón - satan - djöfull.

bestu kv.

Kristinn Ásgrímsson, 8.12.2007 kl. 18:15

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

það er líka samantekt um þetta í bók sem heitir, allt sem þú þarft að vita um djöfla og ílla anda...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 8.12.2007 kl. 20:17

9 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 11.12.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband