Hvað er friður?

Ég hef oft spáð í þessu hvað friður þýðir. Ég hélt fyrst að hafa frið Guðs yfir sér væri það að fá sálarró og verða slakur. En þegar ég fór að skoða betur hvað þetta þýðir að þá kom það mér á óvart.

Friður þýðir: Heilbrigð manneskja, velgengni og að finna fyrir öryggi í nærveru Drottins...

Þegar ég hugsa um þessi orð að þá kemur lag í huga minn sem Unnur og Simmi í Vestmanneyjum sömdu fyrir mörgum árum síðan. Lagið er svona:

Í faðmi þínum öryggis leita

Í faðmi þínum öryggið finn ég

Í faðmi þínum friðinn þinn finn ég

Í faðmi þínum Jesús ég er,

Jesús ég er...

Mig minnir að textinn sé svona orðrétt en einhver sem veit betur má leiðrétta það með glöðu geði enda skal rétt vera rétt..

En það sem ég er að spá núna eftir að hafa lesið um orðið friður er. Að þegar friður Guðs er beðin yfir líf okkar að þá er ekki bara verið að biðja um ró og öryggi, heldur heilbrigði og velgengni inn í líf okkar. Guð vill að við séum heilbrigð og að okkur gangi vel í því sem við erum að gera. Það er jú áætlun hans að við séum hamingjuöm og frjáls. Mér datt í hug áður en ég skoðaði orðið friður að það gæti þýtt kannski eitthvað tengt öryggi en núna veit maður betur hvað þetta þýðir. Ég get tekið undir þennan texta hér fyrir ofan því hann er það sem friður er.

Hver þráir ekki að finna fyrir öryggi í lífi sínu, ganga vel og vera heilbrigður? Ég trúi því að flest allir sækist eftir því...

Þannig að þegar þú biður um frið Guðs inn í líf þitt, þá veistu að þú ert að biðja um öryggi með því að finna fyrir nærveru Guðs, þú ert að biðja um heilbrigði inn í líf þitt og velgengni..

Þannig að friður Guðs sem er æðri öllum skilningi varðveiti þig sem lest þetta og opinberi meira fyrir þér hver hann er...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég held að friður sé hugaró. svona eins og finnst í litlum óþróuðum samfélögum, þar sem er ekki of mikið um val og lífið er eins einfallt og hægt er.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.12.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég held að orðið hugarró sé innifalið í orðinu öryggi í þessu tilviki... En varðandi litlu óþróuðu samfélögin sé þessi friður nú til staðar sumsstaðar... En allir þrá frið:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 11.12.2007 kl. 15:51

3 identicon

Sæll. Sigvarður.Ég komst ekki inn á svefnsíðu greinina þína svo ég brá mér hér inn. Ég er einn af þeim sem veit eiginlega ekki hvað svefn er.Síðustu 20 ár hef ég verið að sofa þetta 3,4 5 tíma á sólarhring.Ég hef ekki borið neinn skaða af.Ég hef alltaf haft gífurlega þörf fyrir að vaka.Sérstaklega á sumrin.Núna þegar ég er orðinn sjúklingur hefur þettað gengið í allar áttir .Ég er ekkert að æsa mig yfir því.Tíminn er orðinn afstæður hjá mér.Get leyft mér að sofa þegar það kemur yfir mig.Ég get þó sagt þér það í þessi fáu skifti sem ég hef sofið elilega er ég allt annar maður . Ég er úthvíldur,og miklu hressari.Mér finnst svenleysi hjá mér tengjast ómeðvituðu stressi.  Það hefur enginn dáið svo vitað sé úr svefnleysi.Og svo er vitað að ég held um eitt tilfelli um mann sem ALDREI hefur sofið síðan hann vaknaði til lífsins hér á jörð.Vonadi lagast þetta hjá þér.Þórarinn  Þ.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband