Svefnleysi

Það er kannski tilvalið að skrifa um svefnleysi núna þar sem ég get ekki sofið neitt núna.

En afhvejru svefnleysi eða vandamál með svefn? Reyndar er ég ekki heima hjá mér núna og vont veður úti. Ég er allavegana þannig að það tekur sinn tíma að venjast nýjum stað. En það er náttla alltaf best að sofa heima hjá sér.

En þegar ég spái í þvi afhverju maður getur stundum ekki sofnað að þá er það svo oft út af því að maður er spenntur. Jafnvel getur verið að maður sé svangur líka. Þess vegna finnst mér gott að borða á kvöldin upp á svefnin að gera. Ég sofna líka stundum ekki ef ég fer að hugsa of mikið.

En hvað er þá til ráða í svona tilvikum?

Mér var sagt að það væri gott að lesa í bók til að þreyta augun og það er satt. Maður sofnar þá,því að það kemur ró á hugan og hann er við það sem maður er að lesa. Ég má ekki taka svefnlyf þar sem ég er óvirkur alki og þau eru ávanabindandi. En einu sinni kom tímabil sem ég svaf ekki í mánuð. Þá varð ég að gefa mig og fara til læknis og fá eitthvað við þessu. Þá reyndar fékk ég töflur sem kallast amilin. Amilin er gamalt þunglyndislyf og hjálpar manni að sofna og er oft notað í dag í þeim tilgangi. Það sem þetta lyf gerir er að það slekkur þannig séð á hausnum á manni og maður nær hugarró og sofnar og spennist ekkert upp. En ég mæli samt bara með því að lesa eitthvað þangað til maður sofnar áður en eitthvað annað er reynt.

En hvað segir þú sem lest þetta, kannastu við það að geta ekki sofið? sumir reyndar geta ekki sofið út af áhyggjum af hinu og þessu en það liggja víst margar ástæður fyrir því í sumum tilvikum afhverju maður getur ekki sofið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég hakaði óvart út möguleikan á athugasemdum og biðst afsökunar á því... ég hélt reyndar að með því að taka hakið úr 14 daga leyfi til að skrifa athugasemdir værir ég að taka öll tímamörk burt með þessu en svo er ekki:) kjáni getur maður verið

Sigvarður Hans Ísleifsson, 14.12.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband