Getur Guð verið ánægður með okkur?

'Eg hef velt þessu svoldið fyrir mér er Drottinn bara ánægður þegar ég er að lesa í Biblíunni , að biðja eða á samkomum?

Svarið er nei. Hann er líka ánægður þegar við notum hæfileika okkar fyrir hann. Sumir verða góðir í íþróttum og aðrir góðir í að smíða og allir hæfileikar koma frá Guði og honum til dýrðar. Guð gaf okkur misjafna hæfileika sér til ánægju og svo við gætum uppfyllt ákveðin tilgang með líf okkar.

Þegar ég hugsa um Emil Hallfreðsson sem er frelsaður knattspyrnumaður að þá hefur Drottinn gefið honum þessa hæfileika. Þegar Emill er að spila að þá spilar hann fyrir Guð. Þegar hann spilar að þá er Guð ánægður með hann, því að hann er að nota þá hæfileika sem Guð hefur gefið honum.

Það þarf ekki mikið til að gleðja Drottinn Guð, bara minnsta bros eða hjálp til náungans gleður hjarta Drottins. Þegar við erum við sjálf að þá er Drottinn ánægður með okkur.

Guð er ekki að horfa á mistökin þín og hugsa hvað þú ert mikill auli að geta ekki allt rétt. Hann veit allveg um alla brestina þína og veikleika. En það sem hann horfir á er hjartað þitt. Hann horfir á hvernig hjarta þitt er gagnvart honum og öðrum.

Þegar þú tekur þér tíma með Guði ekki bara í lestri og bæn heldur líka bara að koma fram fyrir hann og slaka á í nærveru hans að þá gleður þú Guð. Þegar þú ert bara þú og treystir Guði fyrir lífi þínu þá er hann ánægður með þig..

Fyrir mér er það mikill léttir að þurfa ekki að lifa undir lögmáli heldur undir náð. Ég get alldrei gert allt rétt eða orðið fullkominn. En Guð er fullkominn fyrir mig... Jesús er mitt réttlæti og þegar ég tek við því og þakka honum fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig og það sem ég er í honum að þá er hann ánægður..

Jesús kom ekki til að leita af þeim sem telja sig vera heilbrigða, hann kom til að leyta af þeim sem sjúkir eru. Þegar þú ferð inn á sjúkrahús að þá sérðu ekki stofurnar fullar af heilbrigðum einstaklingum, heldur einstaklingum sem þurfa læknisaðstoð. það sama er með Drottinn hann kom fyrir þá sem vita að þeir eru syndarar og veikir í augum manna. Ég er breyskur og hef mína veikleika en það sem þetta snýst um er að koma fram fyrir Drottinn í mínum veikleika. Páll skildi þennan leyndardóm auðmýktarinnar. Hann sagði: Þegar ég er veikur að þá er ég fyrst máttugur því að máttur Krists fullkomnast í veikleika mínum. Þegar þú gerir eitthvað fyrir Guð að þá snýst þetta ekki um þinn styrkleika eða hvað þú ert klár. Heldur snýst þetta um að leyfa Guði að starfa í gegnum þig.  Þegar við skiljum þennan leyndardóm að treysta á mátt Guðs í staðinn fyrir okkar styrkleika þá er Guð ánægður með okkur. Páll segir líka: Því það er Guð sem verkar í mér bæði í vilja og framkvæmd. Hann segir svo enn og aftur ég er krossfestur með Kristi sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér. Páll útskýrir líka en frekar að það sem þetta snýst um er að við minnkum og Kristur vex í lífi okkar og við breytumst hægt og rólega og verðum líkari Kristi. Það gleður Guð að þú treystir á hann í stað sjálfs þíns og þegar þú ert tilbúin að taka við því sem hann hefur fyrir lífið þitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Þegar maður er búinn að upplifa heilagan anda, fá lækningu, öðlast þennan kraft sem maður fær þá er maður sko sannarlega sannfærður Magnús.  Biblían er mjög merkilegt rit, lestu hana og upplifðu

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.1.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Góður pistill hjá þér og rosalega gott að lesa þetta, eitthvað sem ég þurfti einmitt núna Takk fyrir góða pistla alltaf.

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.1.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hann hlýtur að vera ánægður með okkur þegar við erum góð og sofandi.  Gleðilegt ár

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.1.2008 kl. 01:56

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Magnús þetta er mjög einfalt... Sædís vitnar í kraft Heilags Anda.. Maður veit að Heilagur Andi er raunverulegur því að maður finnur fyrir nærveru hans. Þú veist að vindurinn er til en sérð hann ekki en þú finnur fyrir honum. Það sama er með Guð, þú sérð hann ekki en finnur fyrir nærveru hans:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 4.1.2008 kl. 12:43

5 identicon

mér finnst að ef trúin er einlæg og gerir þig að betri manni, þá skiptir ekki máli hverrar trúar þú ert...

eyþór (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband