Magnþrungin pæling...

Eitt af því sem maður lærir þegar maður fer í bata við meðvirkni er að standa með sjálfum sér. Maður lærir að setja sín mörk og leyfir fólki ekki að vaða yfir sig. sömuleiðis lærir maður að, maður getur ekki heldur stjórnað öðrum, heldur aðeins sjálfum sér.

 Það er eitt af því sem mér finnst vannta meira á Íslandi er samstaða verkamanna.

Ég var einu sinni á stað þar sem það var verið að mismuna fólki. Margir voru fúlir og í sitthvoru horninu og þar af leiðandi gekk ekkert að fá neitt réttlæti í það mál. En síðan tókum við okkur margir saman og biðum eftir rétta augnablikinu og settum stólinn fyrir dyrnar hjá vinnuveitendum og viti menn við fengum 50-60% launahækkun á einum degi.

Þó svo að eigendur fyrirtækja og annað hafi komist upp með að svindla á fólki að þá er alltaf réttur tími og rétt tækifæri til að rétta hlut sinn á þessum aðilum. Íslendingar eru oft eins og fótboltalið sem gefur ekki bolti á milli sín og því gengur spilið ekki vel og liðið tapar.  

Þess vegna finnst mér að við ættum að taka Frakka til fyrirmyndar í svona málum. Þeir eru flottir á því. Bændur jafnvel eru það kræfir að þeir mæta á traktorum fyrir framan stjórnarhús og þeir jafnvel grýta tignarmennina með grænimeti hahaha.. Ekki það að ég sé að mæla með því að grýta laungreiðendur með grænmeti eða koma þeim fyrir kattarnef að þá vil ég meina með því að samstaða á milli manna skilar mun meiri árangri en að menn séu í sitthvoru horninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband