Að vera samkvæmur sjálfum sér

Að vera samkvæmur sjálfum sér er eitthvað sem ég hef verið að spá í undanfarið. Þá veltir maður fyrir sér með ákvarðanir sem maður tekur og hvort maður fylgir þeim eftir, eða að maður skipti um skoðun og sé eins og jójó sem þeytist eftir vindinum.

Þetta er eins og þú ákveður að í kvöld ætla ég í bíó með þessum aðila. En svo kemurðu því í gang að þú ætlir í bíó og aðilinn samþykir það. En svo allt í einu dettur þér í hug að gera eitthvað annað og ferð og gerir það, án þess að spá í því hverju þú varst búin að lofa.

Annað dæmi hér, segum að þú eigir 3 börn og bannar þeim að gera eitthvað og útskýrir fyrir þeim afhverju þú vilt ekki að þau geri þetta. Seinna um daginn ertu búin að gleyma ákvörðun þinni og farin að leyfa börnunum að gera það sem þú bannaðir þeim.

Það er sem gerist í svona aðstæðum er að börnin þau hætta að taka marka á þér. því að þau hugsa, ég má þetta ekki núna en í kvöld eða seinna í dag að þá verður hann eða hún búin að skipta um skoðun og Þá má ég þetta.

Þegar kemur að svona aðstæðum verður maður að setja sér mörk og standa við þau. Ef ég ákveð að gera eitthvað, þá lofa ég því ekki strax, heldur fæ ég rúm til að hugsa mig um hvort ég geti gert þetta eða vilji það. Að sjálfssögðu er ég að tala um meðvirkni þar sem eitt af einkennunum er að eiga erfit með að taka ákvörðun og setja sér mörk.

Ég er pínusekur með þetta. Þetta er eins og með fartölvukaupin hjá mér en ég var að skipta um skoðun 3-5 sinnum á dag í viku og var allveg orðin ruglaður í ríminu því ég vildi þessa tölvu þessa stundina og svo aðra hina stundina. Þannig að ég varð að hugsa mig um hvað það væri sem ég vildi hafa í tölvunni og svo sirka verðhugmynd og hvaða verð ég gæti staðgreitt. Svo loksins eftir leit og góða umhugsun sá ég grip sem mig langaði í sem er með santa rosa tæknina nýju og intel coro 2 duo örgjafa oflr og góða endingu á rafhlöðu og annað.. þannig að núna er ég viss hvað ég vil. En ég varð samt að gefa mér tíma og vita hvað það var sem ég vildi og skoða og síðan ákveða mig hvað ég vildi fá og það fáranlega er að núna hef ég ekki skipt um skoðun lengi því ég er að reyna að vera samkvæmur sjálfum mér.

Ég gæti haldið áfram að skrifa um svona dæmi hjá mér því ég sé það alltaf betur og betur hvernig meðvirknin biritst hjá mér og hvernig ég get tekist á við hana. En fyrir mér snýst þetta bara um fúsleika til þess að vera tilbúin að þroskast og takast á við þau verkefni sem eru manni fyrir höndum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband