Hugleiðing

Hann á að vaxa, en ég á að minnka.

Skoðum aðeins þessi orð.

Þegar við skoðum tungumál karakters sem er af aðalsætt og fullur af göfuglyndi. Er það þá ekki mjög endurnærandi að hitta slíka persónu ? Er einstaklingur sem hefur mikið af Kristi í sér fyrirlitlegur ? Tungumál Jóhannesar er ekki þungbúið af undirgefni.Hann þarfnast ekki náðar til að tala á slíkan hátt. Hann á að vaxa , en ég á að minnka. Þetta er tungumál gleðinar. Þetta er gleði mín að ég hef uppfyllt starf mitt á jörðinni, til að undurbúa komu Krists inn í þennan heim. Það sem hindrar okkur oft í að uppfylla það að minnka og vaxa í Kristi, er okkar eigið stolt. Margt fólk þolir ekki velgengni annara, og getur því ekki glaðst eða átt hlutdeild í þessari gleði. Þessi brestur minnimáttakenndar eða afbrýðissemi þarf að víkja, til þess að geta átt hlutdeild í þeirri gleði að minnka og leyfa Kristi að vaxa innra með sér.

Páll Postuli skildi þennan leyndardóm. Við sjáum í Galatabréfinu 2 kafla og 20 versi. Þegar hann talar um að vera krossfestur með Kristi. Þetta vers er kjarninn í því hvað það er að vera kristinn. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Þetta er það sem lífið okkar með Kristi snýst um.

Jóhannes Skírari skildi þetta og gaf þessa opinberun til okkar svo við gætum skilið hvernig líf okkar með Guði ætti að vera. Markmið sérhvers kristins manns er að líkjast Kristi. Hlutverk Jóhannesar var að undirbúa komu Krists í heiminn og hann gerði það vel. Akkúrat á þessum tímapunkti sem hann nefnir þetta vers að hann á að vaxa en ég á að minnka. Að þá var þjónusta hans fullnuð. Stuttu seinna var hann svo hálshöggvinn.

Við sjáum það líka skýrt í lífum postulanna hvað það er að eiga líf í Kristi. Þeir voru á þeim stað að þeir voru öruggir, óttalausir gagnvart dauðanum. Páll Postulli sagði að dauðinn væri ávinningur. Þeim fannst það vera gleðiefni þegar þeir rötuðu í raunir vegna Krists. Við sem búum á Íslandi gerum okkur grein fyrir því að það er mikið um kjúklinga kristindóm á Íslandi, þar sem margir eru fastir í sínum þægindaramma. Það er ekki það líf sem við höfum verið kölluð til. Að eiga líf í fullri gnægð, er ekki að mæta eingöngu á sunnudögum, eða biðja og lesa daglega í Biblíunni. Líf í fullri gnægð er að lifa eftir orðinu á þann hátt sem Kristur lifði. Hann var okkur fyrirmynd í þessum heimi.

Jesús sagði að við værum salt jarðar. Hann sagði líka ef saltið dofnar, með hverju á þá að salta. Að vera salt jarðar er ekki bókstafleg merking um að vera salt. Heldur þýðir það að við eigum að hafa áhrif þar sem við erum. Við erum öðruvísi, en fólk þessa heims sem lifir eftir holdinu.

Hugsunarháttur okkar á að vera öðruvísi og ávallt í samræmi við vilja Guðs. Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað í lífum okkar. Það sem Guð segir að sé rétt, er rétt og engin málamiðlun þar á milli. Við getum ekki verið að milda málum við heiminn og semja um syndina til að finna ekki til óþæginda frá þeim eða þrýstings. Kristið fólk sem fer í málamiðlanir og selur gildi kristinar trúar fyrir vinsældir eða til að vera samþykkt, eru aumingjar. Það kallast að vera kjúklinga kristinn.

Að deyja sjálfum sér og lifa í Kristi, er það sem gefur okkur hina raunverulegu gleði. Ég hef ávallt fundið það, að þegar líf mitt er undir leiðsögn Heilags Anda og hjartað á réttum stað, að þá á ég þessa gleði. Gleði sem eru engu lík, gleði sem útrýmir þunglyndi og öðrum þunga. Gleði sem er ávöxturinn af því að lifa í samfélagi við Guð og fylgja hans orði, og lifa í hans vilja.

Það fylgir því að vera kristinn, að vera kallaður hinum ýmsu nöfnum, að vera borin undir rangar sakir, sökuð um að vera heilaþvegin, afvegaleiðendur ofsatrúar, sértrúar og svo mætti lengi telja. Mörgum finnst þetta ekki spennandi. En staðreyndin er sú, að okkur farnast ekki vel ef við tökum úr það sem hentar okkur eingöngu og skilja svo hitt eftir. Álit annara ætti ekki að skipta neinu máli. En því miður að þá gerir það, það oft á tíðum.

Að gefa Guði aðgang að særindum og því sem truflar okkur er lífstíðar verkefni. Það er alltaf eitthvað sem við getum unnið með. Og unnið að því að verða frjálsir einstaklingar. Jesús sagði að sá sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það. Þetta er í samræmi við það sem Jóhannes skírari sagði: Hann á að vaxa en ég á að minnka.


Bloggfærslur 10. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband