Hver er tilgangurinn með erfiðum raunum ?

Stundum fer lífið þá ótrúlegu leið, að leggja á okkur þungar byrðar. Sumt sem skeður skiljum við ekki allveg alltaf strax. En allt virðist þetta hafa tilgang með mótun lífs okkar. Ég hef haft þann hugsunarhátt að það er ekki það sem lífið hefur upp á að bjóða sem skiptir öllu máli, heldur hvernig ég bregst við því.

Viðbrögð okkar skipta miklu máli í svona aðstæðum. Allveg frá vorinu 2012 til dagsins í dag, hefur heldur betur reynt á hvernig karakter ég er. Það fyrsta er að ég kom mér sjálfur í þær aðstæður að vita ekki hvort ég væri að eignast barn eða ekki. Þessi staða að bíða er ekki skemmtileg, 13 mánaða bið óvissu, reynir á þolinmæðina. En hver var kennslan í gegnum það. Jú þolinmæði er að sleppa tökunum af þvi að hlutirnir gerist á þann hátt sem ég vil að þeir gerist og hvernig og hvenær. Þolinmæði er traust. Hlutirnir fara á þann hátt sem þeir eiga að fara, þegar þeir eiga að gerast.

Að komast að þvi að eiga ekki barn sem maður hefur byrjað að ala upp og tekið ábyrgð á, er vissulega erfitt áfall. En kennslan þar er: Það er kærleikurinn til barnsins sem skiptir máli, ekki blóðtengsl, þó svo að þau gefi manni vissulega, ákveðin réttindi.

Skilnaður foreldra, og eigin skilnaður. Kennslan þar er einföld. Hvaða tilgangur er í þvi að hanga í óhamingju og kvöl eða skaðlegum aðstæðum. Sumum er bara ekkert ætlað að vera saman, og það er ekki okkar að stjórna hvað fólk velur eða hvaða stefnu það tekur í lífinu.

Veikindi barnsins: Litla varð allvarlega veik og var í súrefni í marga daga, bænir og hlýhugur margra gáfu mér mikin styrk að halda áfram. Þessar aðstæður sýndu vanmátt minn og hvað ég þarf á Guði að halda og meðbræðrum og systrum í kringum mig. Samstaða er það sem skiptir máli. Íslendingar mega eiga það að þeir standa saman, þegar eitthvað bjátar á. Traust til Guðs að allt muni fara vel að lokum var það sem ég lærði þarna.

Að komast að þvi að sá sem á að vera faðir manns reynist svo ekki vera það, er ekki góð skemmtun og alls ekki auðvelt að ganga í gegnum. En samt sem áður verkefni sem verður að takast á við og leysa. 5 Dna próf á einu ári er fullmikið af því slæma, en samt sem áður eitthvað sem ég þurfti að ganga í gegnum. Það er jú réttur okkar að vita hvaðan við komum.

Hver er lærdómurinn þarna ? Jú hann er að ekki er allt sem sýnist. Það þýðir ekki að vera velta sér upp úr því sem hefði verið, ef þetta hefði verið rétt allan tíman. En engu að síður þakklæti fyrir að vera vel tekið, og vinna í því að tengjast nýjum fjölskyldumeðlimum oflr .. Allt eru þetta verkefni sem þarf að leysa.

Hef ég gert allt rétt í þessum aðstæðum ? Nei fjarri fer því, ég hef gert hver mistökin á fætur öðrum, en staldra ekki við þau og reyni að læra af reynslunni. Lífið snýst ekki um að láta allt líta vel út. Lífið snýst um að lifa og vera sátt/ur við sitt og viðurkenna hlutina eins og þeir eru.

Hefur mér liðið eitthvað hræðilega út af þessu og fundist ég vera eitthvað fórnarlamb. Svarið er nei, ég er ekki fórnarlamb, ég þarf ekki vorkun. En engu að síður, eru þetta sár sem þurfa sinn tíma til að gróa, og það er að sjálfssögðu á mína ábyrgð að leyfa þeim að gera það. Mun ég gera fleyrri mistök ? Svarið er já, ég get ekki gert allt rétt, en held áfram að læra.

Hver er þá tilgangur með þessu öllu saman, jú tilgangurinn er sá að móta okkur í það sem okkur er ætlað að verða. Við ráðum þvi hvort við lærum og þroskumst í svona aðstæðum og vinnum okkur í gegnum þær, eða hvort við látum þær skemma líf okkar og þroska.

Það verður alldrei svo dimmt að það birti ekki til aftur ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband