Skiptir hugarfar mitt máli ?
11.4.2015 | 00:03
Hvernig samsömum við okkur við umhverfið í kringum okkur ? Hvernig tengjumst við náunganum ? Með hvaða augum horfum við á aðra ? Erum við meðvituð það sem er að gerast í kringum okkur ? Allar þessar spurningar eiga rétt á sér. En þó get ég einungis svarað gagnvart sjálfum mér. Enda ber ég einungis ábyrgð á sjálfum mér og dóttir minni.
Reyndar þarf ég að bera ábyrgð á hegðan minni, á því sem ég hugsa, segi og geri. Því jú allt þetta hefur áhrif.
Finnst mér fólk vera fífl ? Það gæti vel verið, en er það þá ekki bara mér sem finnst það ? Það þarf ekki að vera staðreynd um aðilann. Þetta er einungis staðreynd um mitt eigið hugarfar.Þetta sýnir mér nákvæmlega , hvar ég er stattur hugarfarslega. Í góðri bók stendur, þegar fíflunum í kringum þig fjölgar, þá er eitthvað að hjá sjálfum þér, en ekki hinum í kringum þig.
Hvað skiptir þá mestu máli í þessum öllu saman, jú það er hugarfarið mitt. Þannig að staðreyndin í þessu öllu saman, er ekki að umhverfið eða aðrir eru vandamál eða mér til ama, heldur hugarfar mitt. Hver hefur ekki hugsað ó hvað ég vildi að þessi væri svona eða allir væru eins og þessi, þá væri heimurinn miklu betri.
En eitt getum við huggað okkur við, við getum ekki stjórnað því hvað aðrir hugsa, aðeins okkar eigin hugarfari.Er allt ómögulegt ? Líður þér ílla ? Hefurðu spáð í hvaða hugsanir þú ert með ? Hvernig þú talar um aðra ? Eða hvað þú gerir og segir ?
Væri okki ekki nær að huga svoldið að sjálfum okkur fyrst ? Breyta því hvernig við hugsum, tölum og framkvæmum ? Þegar hugarfar okkar breytist til hins betra, þá verður umhverfið í kringum okkur betra. Fíflin hverfa og fólk laðast frekar að okkur.
Neikvæðni er ekki aðlaðandi , en jákvæðni er það... þitt er valið, það stjórnar engin þinni líðan nema þú, það stjórnar engin þínum hugsunum nema þú. Það stjórnar þvi enginn hvernig þú talar nema þú. Það ber engin ábyrgð á því sem þú gerir, nema þú,
Jákvætt hugarfar skilar 33% meiri árangri í verkefnum og vinnum, en neikvætt hugarfar.Að sjálfssögðu eigum við okkar misjöfnu daga. En valið er alltaf okkar, hvernig bregst ég við umhverfinu, hverju sinni. Lífið væri ekkert gaman, ef hlutirnir væru alltaf eins ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.