Hugleiðing ...

Það sem fólk áttar sig ekki á varðandi kirkjunarmenn. Að þeir eru allir mannlegir allveg eins og aðrir. Mennirnir bregðast sífellt, enn Guð bregst alldrei. Jafnvel hafa menn sem hafa verið í forsvari fyrir kirkjur og söfnuði, gert afdrifarík mistök sem hafa sett svartan blett á kristindómin í augum heimsins. Fólk fær eflaust þær hugsanir þeir eru allir eins þessir hræsnarar, vilja bara peninga, kvenfólk og völd.

Náðin byggir ekki á mínum verkum, eða mínum myndugleika. Fjarri fer því. Náðin byggist á því hvað Kristur hefur gert, og hvað mér er gefið í honum, réttlætið, eilífa lífið, kærleikurinn, Andi Guðs tekur sér bústað innra með okkur, leiðbeinir okkur oflr ..  Kristna lífið  felur í sér að deyja af sjálfum sér og lifa í Kristi.

Kristna lífið á ekki að vera yfirborðskennt , þar sem allt á að lýta svo vel út.Það er bara ekkert alltaf þannig. Allir menn þurfa að glíma við ákveðina hluti á lífsgöngunni, og stundum er bara allt í rugli, og það er enginn fullkominn.

Ég þarf ekki að hafa flottan front, og vera svo að mygla innan í mér af hræsni. Ég þarf bara að vera ég sjálfur.

Afhverju hafa sumir kirkjunarmenn villst frá Náðinni og selt kirkjuna fyrir vinsældir ? Allveg eins og Páll Postuli myndi orða það. Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni.

Menn og konur sem gefa sig út fyrir að vera þjónar Guðs, fara í málamiðlanir með orðið, og hleypa heiminum meira inn í söfnuð sinn. Allt er leyfilegt í nafni kærleikans. Villist ekki. Óvinurinn er lævís og kemur með lygina inn í formi kærleikans. Það er ekki  í lagi að skipta út sannleika Guðs og lýginni. Annað hvort ertu með Guði eða ekki.

Það sem Guð segir, það  er það sem er rétt. Guð er ekki að fara breyta sér eftir mínum hentugleika. Það er ég sem þarf að breytast og læra að vera sammála honum.

Kærleikurinn lýgur ekki, hann samþykir ekki allt,hann elskar alla og umber alla. En samþykir ekki allt. Ef dóttir mín brýtur glerið á  símanum mínum, að þá elska ég hana allveg jafn mikið fyrir vikið. Enn ég þarf að kenna henni að það er ekki í lagi  að skemma hluti sem aðrir eiga. Sumir hlutir  geta skeð fyrir slysni, og það er munur á því eða gera hlutina með einbeittum vilja...

Spurningin er, viltu vera sammála Guði, eða reyna þóknast mönnum fyrir vinsældir og fótum troða Guðs orð ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert "Orð Guðs", menn sköðuðu guð(i).
Fyrir utan það þá er þykjustu* guð Abrahams snarvitlaus og kolgeggjaður

* Allir guðir eru þykjustu, allt í plati

DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 13:57

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

DoctorE haha þú ert alltaf samur við þig .. eigðu góðan dag kútur, og verði þér af því sem þú trúir ...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 20.4.2015 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband