þarf samstarf að vera vesen ?

Jesús sagði, þar sem tveir eða þrír eru samankomnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal. Það mætti allveg segja, þar sem 2 eða fleyrri kristnir koma saman. Þar eru verkefni sem þarf að leysa. Þá á ég við að það er leyndardómur í einingunni og hún skiptir miklu máli.

Oft á tíðum að þá er fólk með afbrýðissemi út í aðra sem starfa með þeim. Þá getur verið að þessir einstaklingar upplifi sig útundan, eða hafa ekki eitthvað sem hinn hefur, og jafnvel litið á hann/hana sem ógnun við sig.

Ef slíkt ber á góma, að þá þurfa þessir einstaklingar eitthvað að endurskoða hugarfar sitt. Það er ekki eðlilegt að fjölskylda Guðs, sé í sitthvoru horninu eða í samkeppni við hvort annað. Það er ástæða fyrir því að Guð setur ákveðna einstaklinga í forstöðu og stjórn. Það er af því að Guð hefur gefið þessum einstaklingum hugsjón.

Ef ég kem inn í nýjan söfnuð, þá þarf ég að kynna mér hugsjón forstöðumannsins, og aðstoða við að ná þeim markmiðum og stefnum sem eru sett. Það er allgjör óþarfi fyrir mig að ætla í einhverja allt aðra átt en söfnuðurinn. Ef við fáum að starfa innan safnaðarins að þá gerum við það innan um ákveðin ramma sem er settur. Segjum tildæmis, stefna safnaðarins er að byggja upp einstaklinga, uppörva og hjálpa fólki að vaxa. Þá set ég mig ekki á móti þeim sem eru að starfa með mér.

Ég sjálfur er alls ekkert saklaus á því að hafa upplifað svona. Ég hef fundið fyrir afbrýðissemi í garð trúsystkyna, í stað þess að samgleðjast þeimm og standa við bakið á þeim. Við mennirnir erum stórkostleg fyrirbæri, og getum oft á tíðum verið sjálfum okkur og öðrum skaðleg.

Við erum börn Guðs, í sama liði, sama hvaða söfnuði við tilheyrum, að þá erum við öll limir á líkama Krists. Drottinn sjálfur hefur kennt mér að hafa það hugarfar, að standa í skarðinu þegar þess er þörf. Ef það er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa til, þá geri ég það.

Allir hafa ólíkar skoðanir á því hvernig á að framkvæma hluti og svo framvegis. En þess vegna er svo gott að geta starfað með öðrum í einingu og rætt málin og komist að niðurstöðu, hvernig er best að gera hlutina, eða réttara sagt, gera þá eins og Guð vill að við gerum þá.

Það sem Guð segir, það er það sem er rétt, og það er engin málamiðlun þar á ...

Það er líka ástæða fyrir því afhverju ritningin talar um að við eigum að vera undirgefin leiðtogum okkar. Það þýðir að við eigum að vera tilbúin að starfa með þeim, og treysta því að Drottinn sé að leiða þau ákveðna og við vinnum öll að sama markmiðinu.

Baktal, slúður eða ásakanir um hitt og þetta, á ekki að eiga heima í líkama Krists. Vissulega hafa margir hrasað á þessu á einhverjum stundum. Enda er það í okkar mannlega eðli að vera breisk, og gera mistök eða taka rangar ákvarðanir.

En staðreyndin er samt sú, ef Drottinn byggir ekki húsið, þá starfa smiðirnir til einskis. Sem þýðir það, ef ég er að starfa í Guðsríkinu og það er ekki leitt af Guði, þá mun það ekki bera neinn ávöxt.

Þess vegna er það mín einlæg skoðun og sannfæring, að það er alltaf best að spyrja Guð, hvað vilt þú að ég geri fyrir þig, og hvernig viltu að ég geri það. Það er stórsigur fyrir fólk að geta tekið leiðsögn, því öll keppumst við á einhverjum tímapunkti að vera okkar eigin herrar. Eða höfum það hugarfar, ég ætla ekkert að láta þennan stjórna mér, veistu ekki hvað hann/hún gerði þarna árið 1700 og súrkál ? Hann sagði að ég væri skinka. En svona án alls gríns. Að þá reynir það oft á karakter okkar að starfa með öðrum. Ég hugsa að fyrstu árin mín með Guði, hafi ég verið fjarri því að vera auðveldur að starfa með. En með tímanum lærir maður, að maður getur ekki ráðið öllu.

Það er auðmýkt að leggja sínar skoðanir til hliðar, og treysta því sem Guð segir að sé rétt. Drottinn sjálfur segir, hugsanir mínar og mínir vegir, eru langtum æðri en ykkar hugsanir og vegir.

Bíll getur ekki farið að rífast við framleiðandan og neitað fyrir að vera bíll eða væla yfir því, afhverju gerðurðu mig svona. Guð hefur skapað hvern mann með einstaka hæfileika, og það er þitt að kafa eftir þeim fjársjóðum sem hann hefur sett innra með þér. Þú skiptir jafn miklu máli og hinir, ekkert minna og ekkert meira. Öll erum við eitt og eigum það sameigilegt, að Jesús Kristur er okkar Drottinn og frelsari. Elskum því friðinn og störfum saman í stað þess að vera abbó eða með eitthvað plott gagnvartöðrum.

Það sem ég hef, það get ég  notað og Drottinn sér um rest. Mundu að þú ert dýrmæt persóna og Guð vill aðeins það besta fyrir þig, ávallt ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband