Auðmýkt

Hér á árum áður þótt það veikleika merki að geta sýnt auðmýkt. Þá væntanlega vegna fáfræðis okkar mannana á þeim tímum. Það þótti veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sitt gagnvart sumum hlutum í lífinu. En það sem ég persónulega upplifi í dag, er að það er styrkleikamerki að geta sýnt auðmýkt.

Fyrr á öldum sýndi fólk aðeins mikilmennum auðmýkt og Skaparanum sjálfum. En á Golgata gerðist einhver breyting á þessu.

Guð kom fram sem maður, svipti sig allri tign. Ef ég set það í samhengi sem hann framkvæmdi. Eins og að ganga á vatni, sagði vindum að hafa hljótt um sig og það varð logn. Dauðir risu upp til lífs á ný, haltir gengu, blindir fengu sýn, sjúkir urðu heilir. Púkarnir eða íllu andarnir gerðu í buxurnar þegar hann var nærri og svo mætti lengi telja.

Þrátt fyrir allt þetta, kom Kristur fram við alla sem jafningja, hann hataði hræsni og hroka. Honum líkaði ekki vond framkoma í neins garðs. Þá getum við tekið dæmi um konuna sem átti að gríta til dauða fyrir hórdóm( að halda framhjá).Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana. En allir fóru. Hans orð til hennar voru, hvað varð um þá ? Sakfellti þig enginn ? Nei herra svaraði hún, þá svaraði hann henni til baka, ég sakfelli þig ekki heldur.Hann auðsýndi henni miskun, þegar aðrir vildu gríta hana til dauða.

Hann lagði ávallt áherslu á manngæsku gagnvart náunganum. Eitt af því sem mér finnst merkilegt, er þegar hann talaði um að hjálpa þeim sem geta ekki gefið til baka. Ég sé þetta hugarfar mjög ríkt hjá Íslendingum. Íslendingar eru duglegir að gefa af sér og til hinna sem minna mega sín. Og það hefur marg sýnt sig að þjóðin stendur þétt saman, þegar neyðin kallar á. Þetta sýnir mér að í hjarta sérhvers manns býr manngæska og velvild í garð þeirra sem minna mega sín.

Það sem hefði getað orðið var, að Kristur sem var er Guð holdi klæddur, hefði allveg getað látið menn finna fyrir valdi sínu. En hann gerði það ekki. Hann notfærði sér alldrei aðstæður, hvorki til að upphefja sjálfan sig eða gera lítið úr öðrum.

Hann fór til þeirra sem voru lægst settir í þjóðfélaginu, reysti þá sem veikir voru og vonlausir í augum annara, og breytti lífum þeirra. Postularnir voru stórmenni og ákveðnir frumkvöðlar. En það voru þeir ekki áður en Kristur kallaði þá til sín. Þetta sýnir mér að Guð getur tekið það sem er lítils metið í augum manna, og gert eitthvað stórt úr því.

Ef við höldum okkur að auðmýktinni, að þá sá ég viðtal við herforingja sem sýndi fram á auðmýkt þrátt fyrir velgengni sína. Hans orð voru þau, að hans hlutverk væri það að fá sem mest út úr þeim sem með honum voru, það er að segja að nýta hæfileika þeirra og hæfni,heildinni til góðs. Hans hugarfar er ekki að koma sjálfum sér á framfæri, heldur að lyfta öðrum upp og leyfa þeim að vaxa og dafna.

Þetta er líka oft sjáanlegt í góðum fyrirtækjum. Forstjórarnir og aðrir yfirmenn, leyfa hverjum og einum að blómstra. Þannig verður heildin sterkari. En svo er það hinn póllinn á þessu. Að það er líka fólk sem vill einungis koma sjálfum sér á framfæri og þá veikist heildin, því að í þeim tilvikum, veltur frammistaðan á þessum eina einstaklingi. Við vitum að margir vinna betur saman, en hver út í sínu horni.

Ef við tökum dæmi um Íþróttalið þar sem fleyrri en einn eru saman í liði, að þá veltur árangur liðsins ekki á einum, heldur á heildinni. Þar sem allir gegna sýnu hlutverki og baka hvern annan upp.

Að lokum að þá finnst mér það mjög merkilegt að merking orðins auðmýkt fékk á sig nýja mynd á golgata. styrkleiki, mikilmenni,oflr ... bættust við orðið sjálft. Kristur var og er mikilmenni, samt sýndi hann auðmýkt og virðingu í garð náungans. Hann var og er kærleiksríkur, og gat og getur sagt hluti okkur til Guðs, sem okkur finnst ekkert endilega gott að heyra.En það er líka þá alltaf í þeim tilgangi að byggja okkur upp, ekki til að brjóta okkur niður, eða fá okkur til að finnast við vera ómöguleg.

Auðmýkt er styrkleiki, en ekki veikleiki. Auðmýkt, er að sætta sig við veikleika sína og sjá þörf sína í þvi að við getum ekki gengið í gegnum lífið ein eða í okkar eigin styrkleika. því að það sem gefur okkur raunverulegt frelsi í mannlegum samskiptum er auðmýkt.Að koma fram við alla jafnt, sama hvar í lífinu fólk er statt, er auðmýkt. Að lyfta öðrum upp og stíga stundum til hliðar er auðmýkt. Að leggja líf sitt til hliðar og vera öðrum að gagni án þess að ætlast til þess að fá eitthvað til baka er auðmýkt.

Auðmjúkum veitir hann náð. Lykilinn að velgengni í lífum okkar er auðmýkt ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband