Hugleiðing um Náðina og frelsi frá Fordæmingu.

Róm.8: 1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Orðið fyrirdæming eða fordæming , sem hefur með það að gera að dæma sjálfa/n sig. Kemur af gríska orðinu Catacrima.Það sem er svo gott við að skoða frumtextan er, að oft að þá þýða orðin miklu meira en þau eru þýdd í Biblíunni. Það gefur okkur möguleika að sjá víðara samhengi í þvi sem við erum að lesa. Ef ég set tildæmis fyrsta versið í víðara samhengi. Að þá kemur það svona út. Það er engin tilgangur í þvi fyrir þau sem tilheyra Kristi Jesú, að vera dæma sig sjálf.

Svarið kemur svo strax í 2 versinu. Þar sem segir við höfum verið frelsuð frá lögmáli syndar og dauða. Það sem lögmálið gerir, er að þá sýnir okkur svart á hvítu. Hvað er rétt og hvað er rangt. Gerumst við sek eða brotleg við lögmálið sjálft. Að þá dæmir það okkur sek.

Við vitum að við gætum alldrei farið eftir öllum þessum reglum lögmálsins, allveg sama hversu hart við myndum leggja okkur fram í því að gera sem best. Það kæmi alltaf upp sá tímapunktur að við myndum bregðast, eða missa marks, eins og það er orðað. Þegar okkur verður á, að þá kemur sektarkennd, skömm og ótti um að vera ekki nógu góð. 

Allir þessir hlutir valda því, að við fjarlægjumst Guð án þess að hafa ætlað okkur það í fyrstu. Þess vegna er svo mikilvægt að skilja og meðtaka. Að við erum ekki lengur undir lögmáli, heldur undir náð. 

Náðin er samt ekki gjafabréf til að lifa í synd, hún er betri leið til að losna frá synd. Hún er betri leið til að setja okkur frjáls. Frjáls frá fjötrum, frjáls frá ófyrirgefningu, frjáls frá sektarkennd, frjáls frá skömm, frjáls frá höfnunarkennd, frjáls frá sjálfstortímingju, frjáls frá öllu því sem gerir okkur fjarlæg Guði.

Náðin felur í sér að treysta á náðarverk Jesú á Krossinum. Náðin er líka persónan Jesús Kristur, sem lifir innra með okkur. Hún er Guðs gjöf til þín. Hún er kraftur Guðs til þín, hún er fyrirgefning Guðs til þín, hún er elska og kærleikur Guðs til þín, Hún hefur Guðleg áhrif á hjarta þitt. Náðin umbreytir þér innan frá og út. Náðin opnar aðgang að hásæti Guðs. Sem þýðir að þú getur komið hvenær sem er, fram fyrir Guð vitandi að hann elskar þig, sama hvað þú hefur gert, og allgerlega óháð því hversu oft þér finnst þú hafa brugðist sjálf/um/ri þér.

Náðin er stærri og meiri en mistök þín, náðin er ný á hverjum degi, hvern dag hefur þú tækifæri, til að fá nýtt upphaf og nýja byrjun. Á hverjum degi færðu tækifæri, til að gera þitt besta.

Það sem er svo gott við náðina að hún réttlætir þig 100 % fyrir golgata, voru bara 3 persónur sem höfðu gengið á jörðinni verið 100% réttlátar. Adam og Eva fyrir syndafallið, og svo Jesús sjálfur. En í dag, erum við öllum 100% réttlát sem höfum gert Jesú Krist að Drottni okkar og frelsara.

Jesús sagði, ef réttlæti ykkar ber ekki af réttlæti fareisea og fræðimanna, munuð þið alldrei vera hólpin. Hvernig má svo vera ? Staðreyndin er sú, að á þessum tíma sem lögmálið var í gildi, að þá reyndu menn að réttlætast fyrir verk sín. Þeir treystu á sitt eigið ágæti. En þegar það kemur að náðinni, að þá felur það í sér, að treysta á náðarverk Jesú á Krossinum. Jesús er mitt réttlæti. Með því að meðtaka náð Guðs, þá meðtek ég réttlæti Krits, og verð réttlæti Guðs í honum. 

Ég er krossfestur með Kristi, sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu sem ég lifi hérna á jörðinni. Lifi ég í trú á son Guðs, sem elskar mig, og gaf líf sitt í sölurnar fyrir mig.

Kristur lifir innra með sérhverjum sem á hann trúir. Þess vegna er það tímasóun að vera dæma sig fyirr þau mistök sem maður hefur gert. Það er tímasóun, að lifa í fortíðinni og minna sig á það sem maður hefur gert rangt. Staðreyndin er sú, að við verðum að horfast í augu við sjálf okkur, hver við erum og við það sem við höfum gert. Fyrirgefa sjálfum okkur og öðrum svo við getum verið frjáls, og fara til þeirra sem við höfum skaðað og gera upp við þau.

Náð Guðs setur okkur frjáls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband