Uppspretta kraftsins í lífi okkar
24.7.2017 | 17:02
Í vestræna heiminum reiðum við okkur á rafmagn. Ef rafmagnið yrði tekið í burtu. Að þá gætum við ekki kveikt ljósin heima hjá okkur. Við gætum ekki kveikt á ofninum til að elda (nema það sé gasofn, en það þyrfti þá að vera til gas í hann) Við gætum ekki fryst eða kælt matinn sem keyptur hefur verið í búðinni. Við gætum ekki kveikt á sjónvarpinu, við gætum ekki notað tölvur, né hlaðið símana okkar, þar sem það væri ekki neitt rafmagn til þess. Við sjáum að við þurfum á rafmagni að halda, til þess að allt þetta fyrir ofan sé í lagi og virki.
Jesús sagði við lærisveinana að þeir myndu öðlast kraft þegar Heilagur Andi kæmi yfir þá. Orðið kraftur þýðir möguleiki eða geta til að framkvæma. Þegar Heilagur Andi kemur yfir þig, að þá geturðu framkvæmt hluti sem þú varst ekki fær um áður. Þú getur lagt hendur yfir sjúka og þeir verða heilir, þú getur framkvæmt kraftaverk, rekið út ílla anda. Talað nýjum tungum oflr.
Kristnir einstaklingar sem hafa ekki tekið á móti Heilögum Anda í líf sitt, og söfnuðir sem hafa ekki kraft Hans. Eru eins og hús án rafmagns. Allgjörlega óstarfhæf, þegar það kemur að því að framkvæma það,sem Jesús býður okkur að gera.
Ertu rafmagnslaus ? Er þá ekki komin tími til að tengja og meðtaka kraft Heilags Anda inn í líf þitt? Eina sem þarf að gera er að biðja Hann um að koma yfir, eða fá handa yfirlagninu frá Andans fylltu fólki.
Með Heilagan Anda í lífi okkar, að þá erum við tengd við uppsprettur lífsins. Það er alltaf nóg handa öllum, það er engin skortur. Lífið verður fyllra og hvern dag getum við sótt í þessar uppsprettur. Með því að lesa í Biblíunni, taka tíma í bæn og dvalið í nærveru Guðs. Það eru forréttindi að vera barn Guðs.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.