ákvarðanir
12.9.2017 | 16:20
Að taka ákvörðun er eitthvað sem við þurfum að gera daglega. Þegar við vöknum að þá tökum við ákvörðun um að fara á fætur. Við tökum ákvörðun um hvað við ætlum að fá okkur í morgunmat, eða hvort við fáum okkur eitthvað að borða. Þá vísa ég til þess, að sumt fólk hefur enga matarlyst þegar það vaknar.
Við tökum ákvörðun um hvað við segjum við fólk, hvort við leyfum ákveðnum hugsunum að dvelja í huga okkar. Við tökum ákvörðun alla daga, hvort sem það er fyrir augnablikið, til skamms tíma eða til lengri tíma.
Þegar ég var 9 ára tók ég ákvörðun um að halda með Arsenal í enska boltanum. Sú ákvörðun stendur enn. Fólk er á hinum ýmsu skoðunum um þegar það kemur að íþróttum og áhugamálum, með hvaða liði það heldur oflr. Ég tók ákvörðun um að halda með mínu liði, óháð gengi þeirra, og óháð því hvort ég væri sáttur við það sem væri að gerast innan félagsins. Við höfum flest okkar skoðanir á því hvernig við teljum að hlutirnir væru bestir fyrir liðið okkar.
Sama má segja með 15 janúar 2000. Þá tók ég ákvörðun um að gefa Guði líf mitt. Sú ákvörðun stendur enn í dag. Vissulega hefur mér mistekist oft á tíðum og gert margvísleg mistök. En þá hef ég alltaf þurft að taka ákvörðun, ætla ég að liggja í mistökunum mínum, og leyfa neikvæðni að ná tökum á mér. Eða ætla ég að standa upp og gera mitt besta í dag. Það er sagt að eymd sé valkostur. Það hefur líka með ákvörðun að gera. Dag hvern þarf ég að taka ákvörðun að fóðra andann í mér, bæði með því að lesa í Biblíunni, biðja, hlusta á lofgjörð, eyða tíma í nærveru Guðs. Eiga samskipti við trúsystkyn mín. Ég þarf að taka ákvörðun um hverskonar hugarfar ég vil hafa. Ég þarf að taka ákvörðun að breyta hugarfari mínu, og æfa mig í því að vera jákvæður. Það er hægt að taka endalausar ákvarðanir dag eftir dag.
En það sem liggur á hjarta mínu í dag, eru ákvarðanir mínar í samræmi við áætlun Guðs með líf mitt ? Þá er ég þó fyrst og fremst að tala til sjálfs míns. Því vissulega tek ég stundum rangar ákvarðanir. Og mig skortir oft visku í sumu af því sem ég ákveð. Mér var tjáð það að við höldum áfram að vaxa og þroskast. En við þörfnumst alltaf leiðsagnar.Þá kemur þessi spurning er ég á réttri leið? Er líf mitt vitnisburður um Guðs náð ? Er eitthvað í mínu fari sem stenst ekki frammi fyrir Guði. Er eitthvað sem ég þarf að gera betur ?
Þá kemur að því að það hvernig ég bregst við lífinu, er allfarið á mína ábyrgð. Allgerlega óháð því sem kemur í veg minn. Ég einn ber ábyrgð á þeim ákvörðunum sem ég tek. Ég get ekki bent fingrum og kennt öðrum um, ef miður fer. Þegar ég er leiðréttur, að þá er það á mína ábyrgð að bregðast við og taka ákvörðun um að taka leiðsögn og fara eftir því.
Þegar við tökum ákvörðun um að óhlýðnast, að þá vitum við að það mun ekki leiða neitt gott af sér. Ákvörðun er stór þáttur í lífi okkar. Og því endurtek ég mig og spyr, er eitthvað við ákvarðanir okkar sem við þurfum að endurmeta og skoða betur ? Ef ég svara fyrir sjálfan mig, þá er það mjög einfalt svar: Já. Því ég er alldrei orðin svo fullkomin eða klár að ég sé komin með þetta. Eins og ein góð segir: Framför en ekki fullkomnum. Þannig að ef ég miða mér við sjálfan mig í dag, og kannski fyrir einu ári. Að þá sé ég miklar framfarir á mörgum sviðum. Yfir því get ég tekið ákvörðun um að gleðjast að ég er á réttri leið. Og notað það sem hvatningu um að halda áfram að gera vel og bæta mig á öllum sviðum lífsins.
Lífið er ævintýri. En það er okkar ákvörðun hvernig við lifum því og bregðumst við því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.