Efesusbréfið
18.9.2017 | 00:24
Efesusbréfið
Tilgangur: Tilgangur Efesusbréfsins var að styrkja hina trúuðu í Efesus í Kristindóminum til að útskýra eðli og tilgang kirkjunar og líkama Krists
Höfundur: Páll postuli
Áheyrendur: Kirkjan í Efesus og allir sem trúa
Bréfið skrifað: Kringum 60 e.f Talið er að Páll hafi skrifað bréfið í Róm þar sem hann sat í fangelsi
Umgjörð: Páll hafði eitt 3 árum með kirkjunni í Efesus og þeim trúuðu sem voru allsstaðar þar i kring. Ávöxturinn af þeim tíma varð sá að Páll var mjög náin kirkjunni í Efesus. Í post.20:17-38 má lesa um fund Páls við öldunga kirkjunar í Efesus við Míletus
Þessi fundur var fullur sorgar þar sem Páll trúði því að þetta yrði síðasta sinn sem hann myndi sjá söfnuðinn. Það eru engar tilvitnanir eða nótur sem benda á það að einhver vandamál hafi átt sér stað í kirkjunni í Efesus þegar Páll ritar bréfið.
Efe 1:1-1
-1- Páll, að vilja Guðs postuli Krists Jesú, heilsar hinum heilögu, sem eru í Efesus, þeim sem trúa á Krist Jesú.
Páll hefur líklega ritað bréfið í þeim tilgangi að bréfið yrði lesið í öllum kirkjum gegnum mismunandi tímaskeið allt til enda veraldar.
Kirkjur okkar eru misjafnar eins og þær eru margarleynifundir í heimahúsum ;Undir berum himni; Lofgjörð þar sem mikil þjónusta er og yfirflæði af fólki, í sjónvarpi, og stórum byggingum. Byggingar hafa sinn tíma. En Kirkja Krists er ekki takmörkuð við 4 veggi, heldur er kirkja Krists fólkið. Af margskonar kynþáttum og þjóðum, sem elska Krist og eru skuldbundin honum til þjónustu, Tími kirkjunnar byrjar á Hvítasunnudag (Post.2) Hún fæddist í Jerúsalem. Kirkjan spratt út frá þjónustu Postulana og þeirra sem tóku fyrst trú. Síðan í gegnum ofsóknir í Jerúsalem spratt kirkjan út til allra þjóða. Talið er að þetta hafi verið eina leiðin til að kirkjan dreifði sér frá Jerúsalem. Í þremur trúboðsferðum Páls má sjá stórkostlegan ávöxt og útbreiðslu kirkjunnar.
Ein af þekkustu kirkjunum var kirkjan í Efesus.Talið er að kirkjan í Efesus hafi orðið til í kringum 53 e.f.k. Þegar Páll gerði tilraun til að fara til Rómar en snéri svo til baka ári seinna úr sinni þriðju trúboðsferð. Páll dvaldi í Efesus í 3 ár, þar kenndi hann og predikaði með miklum árangri (Post.19:1-20). Á öðrum tíma, átti síðan Páll fundinn með öldungunum og hann senti Tímóteus til að veita þeim forstöðu. (1.Tím.1:3) Aðeins örfáum árum síðar var Páll sentur sem fangi til Jerúsalem.Í Róm var Páll heimsóttur af sendboðum ýmissa kirkna, þar á meðal af Týkíus frá Efesus. Páll skrifaði bréfið til kirkjunar og senti það með Týkíus. Bréfið var ekki ritað til andspænis neinum vandamálum. Efesus er bréf hvattningar og hughreistingar. Í bréfinu leggur Páll áherslu eðli eða náttúru þess að vera kirkja, og hann skorar á hina trúuðu til að lifa sem líkami Krists á jörðinni.Eftir Hlýja kynningu (Efes.1:1-2) Útskýrir Páll eðli líkama Krists (kirkjunnar) og þeirri dýrðlegu staðreynd að hinir trúuðu hafa verið böðuð í náð Guðs (1:3-8) kosin til að vera erfingjar (Efes.1:9-12), mörkuð af Heilögum Anda (Efes.1:13-14), Fyllt krafti Andans (Efes.1:15-23), fresluð frá synd, bölvun og fjötrum (Efes.2:1-10), og færð nær Föðurnum (Efes.2:11-18). Sem hluti af fjölskyldu Guðs stöndum við með spámönnum, postulum, Gyðingum og Kristi sjálfum (Efes.2:193:13). Og til að yfirstíga erfiðar hindranir með því að minnast þess alls sem Guð hefur gert fyrir okkur. Páll skorar á söfnuðinn í Efesus að halda sig í nálægð við Krist og vera honum náin, og brjótast út í lofgjörð sem kemur frá hjartanu. (Efes.3:14-21).
Páll leiðir svo athyglina á mikilvægi þess að í líkama Krists (Kirkjunni) ætti að vera eining þar sem börn Guðs er trygg Kristi í því sem þau gera, og að nota gjafir (Efes.4:1-16). Þeir fengu áskorun að lifa lífi sínu á háum standard (Efes.4:176:9). Það sem hann átti við að þau myndu hafna girndum holdsins (Efes.4:175:20), og sem fjölskyldu þýddi þetta sameigileg markmið og kærleikur (Efes.5:216:9).
Páll minnir þau svo á að baráttan sem þau eiga í er ekki við menn af holdi og blóði heldur við andaverur vonskunnar og himingeimsins, og að þau ættu að nota andlegu vopn sín í baráttunni. (Herklæðin) (Efes.6:10-17). Hann endar með því að biðja þau um bænir, og umboð Týkíusar, til þess að veita blessun (Efes.6:18-24).
Þegar þú lest þetta magnaða bréf til kirkjunnar , Þakkaðu þá Drottni fyrir fjölbreytileika og einingu í fjölskyldu hans. Biddu fyrir trúsystkynum þínum um víða veröld að þau mættu færast nær Föðurnum, gefðu þér síðan tíma til að tengjast trúsystkynum þínum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.