Náð - hugleiðing.

Mér er umhugað um Davíð konung, þegar hann langaði að byggja hús fyrir Guð. Hann ræddi þetta við Natan spámann, og Natan hvatti hann til þess. En síðan talaði Guð til Natans, að Davíð mætti ekki byggja húsið (musterið) vegna þess að hendur hans voru ataðar blóði. En hins vegar myndi hann velja einn af sonum hans til að byggja hús sitt.

Þegar Natan fór og færði Davíð þessar fréttir. Að þá voru viðbrögð Davíð þau að hann fór afsíðis til að eiga samfélag við Guð. Þau orð sem komu úr munni hans, hver er ég ? Hann minntist þess að hann var ungur smaladrengur, þegar Guð valdi hann sem konung yfir Ísrael. Hann minntist þess að Guð hafði gefið honum sigur yfir öllum óvinum sínum. Og það væri friður yfir Ísrael. Hann minntist alls þess sem Guð hafði gert fyrir hann. Hann minntist þess að það var Guð sem útvaldi hann af náð.

Sama mætti segja með okkar líf sem höfum gengið með Guði. Mættumst við minnast þess og sjá að við erum þar sem við erum, vegna náðar Guðs. Ekki vegna þess að við komum okkur á þann stað í eigin verkleikum.

Fyrir náð valdi Guð hetjur trúarinnar. Við þurfum bara að líta í Gamla Testamenntið og sjá allt fólkið sem Guð valdi. Fólk sem jafnvel fannst það vera aumast af öllum. En þetta fólk vann stórvirki fyrir Guð. Vegna þess að Náð hans var að verki. Einhver spyr en bíddu, ég hélt að náðin hafi ekki komið fyrr en eftir Golgata. Náðin kom fyrir þann tíma, þó svo að hún hafi ekki komið fullkomnlega fyrir en eftir Golgata. Hvað er það annað en náð, að vera útvalin af Guði, til að vinna verk hans á þessari jörðu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband