Gal.2.20 útskýring

Gal 2:20  Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. 

Þetta vers hefur verið mér hugleikið til margra ára. Og reglulega hef ég hugleitt þetta vers og skoðað frumtextan (grísku), og margar mismunandi enskar þýðingar, til að fá aukinn skilning á því hvað þetta þýðir. Fyrst þegar ég heyrði þetta vers á alfa námskeiði sumarið 2000. Að þá var eins og það hefði verið skotið ör í mig og sagt mér að þetta vers ætti að fylgja mér.

Þegar maður skoðar þetta í samhengi og hvað þetta þýðir, að þá kemst maður að mögnuðum upplýsingum um þýðingu og meiningu þessa vers. Fyrir mér að þá er þetta vers kjarnin í því hvað það er að vera kristinn. Það er hægt að brjóta niður versið og skoða það nánar og spyrja spurninga hvað hvert smáatriði þýðir.

Ég er krossfestur með Kristi= Ein besta útskýring sem ég hef séð hvað þetta þýðir, að mitt gamla sjálf hefur verið krossfest með Kristi. Það er að segja þegar ég lifði í heiminum. Að þá lifði ég undir lögmáli syndar og dauða og var þræll syndarinnar. Minn gamli maður eða mitt gamla eðli hefur verið krossfest. Það þýðir að ég lifi ekki lengur á þann hátt sem ég gerði áður fyrr. Það sem þarf að gerast er að hugarfar mitt þarf að endurnýjast og ég að vaxa í því að líkjast Kristi.

Sjálfur lifi ég ekki framar= Eitt af því sem ég las um hvað þetta þýðir. Er að láta af gamla líferninu og þeirri lífsstefnu sem ég fór eftir. Þetta er eins og að steypa sjálfum sér af stóli og leyfa Kristi að setjast í hásæti hjarta okkar. Þetta er eins og lýsa því yfir að við ætlum ekki lengur að lifa í okkar eigin vilja. Og leyfa Guði að leiða okkur áfram í lífinu og lifa í hans vilja. Verði þinn vilji Guð.

Kristur lifir í mér= Þegar ég hef steypt mínum vilja og egói af stóli hjarta míns. Að þá sest hann í hásætið og gefur mér leyfi til að vaxa til hans myndar. Það er að segja að markmið mitt verður að líkjast Jesú. Í honum á ég sonarréttinn. Ég er ekki lengur þræll syndarinnar. Heldur er ég sonur, elskaður og held áfram að vaxa í Kristi. Hann á að vaxa en ég á að minnka. Í Kristi er ég ekki lengur undir lögmáli syndar og dauða.Ég rembist ekki lengur að gera hlutina í eigin mætti. Í Kristi lifi ég í náð sem breytir mér innanfrá og út, sem leysir mig undan þeirri löngun að vilja syndga. 

Lífinu sem ég lifi nú hér á jörð lifi ég í trúnni á Guðs son= Þetta þýðir að ég er heitbundinn Kristi. Þetta þýðir að ég á að vera trúr eða trúfastur. Þetta þýðir að ég er komin undir blóðsáttmála Krists. Allt sem Guð á tilheyrir mér. Allt sem ég á tilheyrir Guði. Þetta þýðir að allt sem Jesús gat gert, get ég líka gert. þetta þýðir að líf mitt snýst ekki lengur um að koma sjálfum mér á framfæri eða vera eitthvað í manna augum. Þetta þýðir að ég leitast fremur eftir því að lifa í Guðs vilja og gera það sem er rétt í hans augum. Þetta þýðir að allt sem Guð segir er rétt og engin málamiðlun þar á milli. Þetta þýðir að ég er ábyrgur limur á líkama Krists. Þetta þýðir að ég er elskaður sonur/dóttir Guðs. Þetta þýðir að ég er kristinn sem þýðir að vera smurður. Ég er smurður til að gera sömu verk og Jesús gerði.Þetta þýðir að ég treysti ekki lengur á mitt eigið réttlæti. Í Kristi er ég 100% réttlátur, ég er elskaður, dýrmætur og Guð hefur velþóknun á mér.þetta þýðir að ég fæ Heilagan Anda að gjöf. Þetta þýðir að ég fæ kraft frá honum til að gera þau verk sem mér er ætlað að uppfylla á jörðinni. Kraftur þýðir möguleiki eða geta til að framkvæma. Þess vegna getum við ekkert gert án Heilags Anda. Kraftaverkin gerast ekki út af okkur sjálfum. Heldur gerast þau því að Guð býr innra með okkur, við hljótum þá náð að vera hendur hans og fætur á þessari jörð. Fólk leysist og lækna vegna þess að við leyfum Guði að starfa í gegnum okkur. Allt honum til dýrðar.

Sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig= Orðið sem er notað hér yfir elskaði er agapeo sem þýðir ást án skilyrða. Þetta þýðir að við vorum sek og áttum að deyja vegna synda okkar. En Kristur tók okkar stað. Hann tók út refsinguna sem við áttum að fá. Þetta þýðir að hann var trúfastur allt til enda og fullnaði það verk sem honum var ætlað á jörðinni. Þetta þýðir að Kristur hefur brúað bilið milli manns og Guðs. Þetta þýðir að þú þarft ekki að færa fram þínar eigin fórnir eða fórna dýrum til að vera fyrirgefið. Þér er fyirgefið í eitt skiptið fyrir öll. Það sem Jesús gerði fyrir okkur á krossinum nægir okkur. Syndin hefur ekki lengur vald yfir okkur, vegna þess að í Kristi að þá lifum við frjáls án syndar.Þegar ég tala um að lifa frjáls án syndar að þá á ég við um anda okkar , sem hefur verið fullkomnlega reystur upp í Kristi. Páll lýsir þessu vel í 8 kaflanum í Rómverjabréfinu. Að við erum í baráttu milli andans og holdsins. En það er á okkar ábyrgð að fæða andann í okkur, svo holdið sé ekki að taka yfir. Þetta þýðir að við erum elskuð án skilyrða og höfum verið leyst úr fangelsi syndarinnar. Þetta þýðir að við erum frjáls Guðs börn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband