Hugleiðing um hugsanir og líðan

Ég heyrði eina konu nefna um daginn að hugsanir væru tilgáta en ekki staðreyndir.Ég verð að viðurkenna að þetta vakti mig til umhugsunar. Því ég er henni ósammála. Það má vel vera að sumar hugsanir séu allgerlega út í hött og engan vegin í samræmi við raunveruleikann, eða staðreyndir. En sumar hugsanir eru það.

Eitt af því sem er nefnt er svokölluð hugsanaskekja, þá oftast í samræmi við hvernig við hugsum til sjálfra okkar, ef við gerum mistök. Sumir brjóta sig niður í hugsunum sínum fyrir mistök sín. Meðan aðrir eru komnir lengra, og horfast í augu við mistök sín og læra af þeim. Eitt af því að vera mannlegur er að gera mistök. Ég hugsa að við lærum meira af þeim en því sem við klikkum ekki á. Ég hugsa að gera mistök er partur af því að þrosast sem mannvera, og vera mannlegur.

Ef við gerðum allt rétt og myndum ekki læra neitt, að þá væri ekkert gaman af lífinu. Að velja að fyrirgefa sjálfum sér er stór partur af því að breyta hugsanahætti sínum. Það gagnast okkur ekki neitt að vera alltaf að minna okkur á eitthvað sem við höfum gert rangt. Það skapar aðeins vanlíðan og þjónar engum tilgangi.

En líðan okkar er ekki alltaf tengt því sem við hugsum. Hún er oft tengd því hvernig ytri aðstæður eru og eftir því hvað við segjum eða gerum. Það er eðlilegt að líða ílla ef við segjum eitthvað ljótt við einhvern eða erum óheiðarleg. Það segir okkur að við höfum samvisku. En við þurfum ekkert alltaf að skilgreina líðan okkar. Stundum líður okkur ekkert vel, og það sem skiptir máli finnst mér, er að horfast í augu við það og leyfa því að líða hjá, eða gera eitthvað til að breyta því.

Sumir velja að fara í afneitun og vilja ekki horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Og telja sér trú um annað, eða reyna líta undan.

En aftur að hugsunum. Hugsanir eru eins og fuglar sem fljúga fyrir ofan okkur. Við getum ekki stjórnað því hvort þeir fljúgi fyrir ofan hausinn á okkur, en við getum komið í veg fyrir að þeir geri hreiður í hausnum á okkur. Það sama er með hugsanir, við getum ekki stjórnað því hvaða hugsanir koma oft á tíðum. En við ráðum því hvað við gerum með þær.

Að hugsa til vina sinna, eða hugsa í söknuði til einhvers er ekki tilgáta. Það er staðreynd. Að hugsa um minningar er ekki tilgáta, heldur staðreynd.

Hugsanir okkar eru stórkostlegt viðbrigði sem verðar eru að þjálfa á jákvæðan hátt. Við þurfum bara að rekast á eina persónu úr fortíðinni, til þess að flóð hugsana og minninga fara af stað í huga okkar, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar.

Við getum farið framhjá ákveðnum stað og einhverjar minningar um atburði þar geta vaknað. Við gætum heyrt ákveðið lag og hugsun um ákveðna einstaklinga geta farið af stað... Möguleikinn er endalaus.

Er þá ekki spurningin þessi, hvað er að gerjast um í hausnum á okkur ? Neikvætt eða jákvætt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband