Ljóð - Skömmin

Skömm þú læðir þér inn og lýgur.

Komst yfir mig sem barn.

Þú laugst að mér,

að það væri eitthvað að mér.

Þú reyndir að segja mér að heimurinn væri betri án mín.

 

Mörg kvöldin sem barn grét ég í koddann minn.

Trúði lýginni þinni að það yrði alldrei neitt úr mér.

Trúði því að ég væri ekki velkominn inn í þennan heim.

Þú jafnvel notaðir tungu manna og kvenna,

til að tala þínu máli.

 

Þú fékkst mig til að einangra mig.

Til að halda öðrum fjarri mér.

Rændir mig hæfileikanum til að tengjast öðrum.

Hélst mér sem föstum fanga.

Vildir ekki sleppa tökunum af mér.

Komst inn með nýjar lýgar.

 

Skömm nú hefur þú misst tangarhald þitt á mér.

Ég fann leið til að losna frá þér.

Mér vegnar betur án lyga þinna.

Þú tapaðir á golgata.

Hvílík framtíð sem bíður mín, án þín.

 

Þú ert ekki lengur velkomin hér.

Fyrirgefning til sjálfs míns og annara,

hefur sett mig frjálsan frá þér.

Mistökin sem þú stöðuglega minntir mig,

ná ekki lengur tök á mér.

Þau ná ekki lengur að strá inn ótta,

til að halda mér niðri.

 

Skömm hvar er sigur þinn?

Hann er hvergi.

Náðin þig kverkataki tekur,

og rekur þig burt.

vertu sæl skömm, 

ég vil alldrei sjá þig framar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband