Biturleiki er eitur

Þegar það kemur að orðinu ófyrirgefningu. Að þá er raunveruleikinn sá að rétta orðið yfir ófyrirgefningu er biturleiki. Biturleiki er í raun og veru eitur. Eitur sem heldur áfram að skemma út frá sér og getur haft áhrif á geðheilsuna og líkamalega kvilla sem fylgja í kjölfarið.

Fólk sem er haldið biturleika og vill ekki sleppa tökunum Heldur oft að þau séu að refsa þeim sem gerðu eitthvað á þeirra hluta. Að vissu leyti gæti það verið rétt að gerendurnir líði fyrir þennan biturleika. En fyrst og fremst er sú persóna sem er bitur, föst í sínu eigin fangelsi.

Persóna sem er brotið á. Á ekki skilið að líða kvalir fyrir það sem var gert. Því ætti hún/hann þá að kvelja sig áfram á biturleika ?

Persóna sem elur á biturleika, er eins og reiður snákur sem bítur sjálfan sig og drepst úr eigin eitri. Þetta eru hörð orð og alls engin alhæfing. Heldur er þetta samlíking til að sýna hversu fáránlegt það er að ala á biturleika. Þegar það er til betri leið.

Það að fyrirgefa er ekki samþykki fyrir því sem var gert. Fyrirgefningin er Guðs gjöf til þín, til að lifa frjáls í breiskum heimi. Fullum af breisku fólki sem er ekki fullkomið.

Það mun alltaf koma upp að einhver veldur okkur vonbrigðum, eða bregst trausti okkar. En við getum ekki látið það stjórna því hvernig við erum sem persónur. Fólk mun særa okkur með verkum sínum og orðum. En að velja að fyrirgefa er besta lausnin til að lifa frjáls.

Ég held að okkur flest öllum langi að líða vel og vera frjáls.

Einnig er annað sem ég hef tekið eftir í fari mínu og annara í gegnum tíðina. Er að ef einhver hefur brotið á mér eða þeim. Að þá endurspeglum við oft röng viðbrögð okkar til annara. Það sem ég á við að þegar við erum særð, að þá sýnum við ranga framkomu í garð annara, sem gerðu ekki neitt á okkar hlut.

Særindi eru óþægileg. Og það hefur verið rannsakað vísindalega, að unirrót margra fíkna eru særindi. Þegar einhver særir okkur að þá er það vont. Oft að þá lokum við á þessa tilfinningu og verðum jafnvel dofin á þessu sviði. Sem endurspeglast svo í framkomu okkar til annara. Það að velja fyrirgefa er eitt, en að opna fyrir sársaukan og leyfa Guði að komast að honum og lækna er annað sem getur oft reynst okkur erfiðara. Það er frasi innan 12 spora samtaka sem er oft notaður. Let go and let God. Slepptu tökunum og leyfðu Guði að komast að.

En við erum líka oft þannig að við viljum ekki láta aðra stjórna því hvernig við erum, hvernig við bregðumst við. Eða hvað við gerum með það sem er í hjarta okkar. Sem gæti eitthvað haft að gera með forfeður okkur, sem þoldu ílla yfirvald og vildu vera sínir eigin smákongar. Þetta viðhorf endurspeglast svoldið í samfélagi okkar í dag.

Uppreisn er ekki af hinu góða, og hefur með okkur sjálf að gera. Að rísa upp og mótmæla óréttlæti myndi ég ekki flokka sem uppreisn á neikvæðan hátt. Sumir vilja meina að uppreisn sé galdrasynd. Sem getur verið rétt á einhvern hátt. En munurinn liggur líklegast í því hverju er farið í uppreisn gegn.

Galdrasynd væri þá líklegast uppreisn gegn foreldrum, þjóðfélagnu, yfirvaldi og lífinu sjálfu. En hins vegar tel ég það ekki galdrasynd, þegar þjóðfélag rís upp og mótmælir óréttlæti.

Við eigum ekki að láta valta yfir okkur eða koma ílla fram. Þetta hefur verið svoldið ríkt í pólitík. Þar sem hinir ríku arðræna aðra, og halda að þau komist upp með það, eða þau séu eitthvað betri en aðrir. Þjóð sem stendur saman og mótmælir, er þjóð sem er í einingu og vill breytingar. 

En snúum okkur aftur að biturleikanum. Við erum ekki að refsa neinum nema sjálfum okkur viljum við ekki sleppa tökunum á honum. Það er eins og fólk verði stundum háð því að láta koma ílla fram við sig, og leyti í fólk sem kemur ílla fram við það eða hafnar þeim. Þetta er ekki heilbrigð minnstur. Sumir myndu nota orðið sjálfseyðingarhvöt í þessu tilviki, sem gæti verið afleiðing biturleika.

Viljum við vera eitruð af biturleika og sjúkdómum, sársauka ofl. Að þá er það okkar val. Eins og sagt er, eymd er valkostur. En það er til betri leið og mættir þú finna hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband